Stefnir í val milli Jóns og Hönnu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Jón Gunnarsson og Hanna Katrín Friðriksson. Mynd/Samsett Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku. Uppnámið varð vegna endurkomu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á formannsstól í nefndinni eftir fjarveru frá því fyrir jól í kjölfar Klausturshneykslisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé í algerum hnút og ekkert samkomulag í sjónmáli milli þingflokksformanna flokkanna sem hafa haft málið til umfjöllunar síðan upp úr sauð. Allir eru sagðir sammála um að Bergþóri sé ekki sætt á formannsstóli en þingflokksformenn stjórnarmeirihlutans hafa lagt áherslu á að stjórnarandstöðuflokkarnir þurfi að leysa málið sín á milli enda umrædd nefnd ein af þremur sem flokkar stjórnarandstöðunnar skipti með sér formennsku í, á grundvelli samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna, að Miðflokki frátöldum, hafi hins vegar bent á að þeir þurfi meirihluta til að knýja fram breytingar í nefndinni og stjórnarflokkarnir þurfi því að styðja lausn á málinu. Miðflokknum stendur til boða að setja annan mann í nefndina í stað Bergþórs en að öðrum kosti verði að kjósa annan formann úr röðum fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd. Eigi samkomulag flokkanna um formann úr minnihluta að halda, koma þrír þingmenn þar til greina; Karl Gauti Hjaltason sem er utan þingflokka, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún gegnir formennsku í annarri þingnefnd, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Nú ræðir meirihlutinn hins vegar um að tefla Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fram sem formannsefni gegn þeim fulltrúa sem minnihlutinn mun bjóða fram. Að óbreyttu stefnir því í að boðað verði til fundar í nefndinni í fyrramálið og tillögur, bæði meirihluta og minnihluta, um nýjan formann bornar upp til atkvæða. Ekki liggur hins vegar beint við að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdi til dæmis tillögu minnihlutans í nefndinni um að Bergþór Ólason viki sæti á hinum stormasama fundi í síðustu viku. Þá er einnig ólíklegt að Bergþór sjálfur styðji tillögu minnihlutans um nýjan formann og ekki gefið að Karl Gauti Hjaltason, sem er utan þingflokka, fylgi stjórnarandstöðuflokkunum að máli, enda sterklega orðaður við Miðflokkinn. Píratar eiga ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í nefndinni og ekki Flokkur fólksins heldur eftir að Karl Gauti var rekinn úr flokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Enn hefur ekki verið leyst úr formannskrísu umhverfis- og samgöngunefndar en tvívegis hefur orðið fundarfall í nefndinni síðan upp úr sauð á fundi nefndarinnar fyrir rúmri viku. Uppnámið varð vegna endurkomu Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á formannsstól í nefndinni eftir fjarveru frá því fyrir jól í kjölfar Klausturshneykslisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að málið sé í algerum hnút og ekkert samkomulag í sjónmáli milli þingflokksformanna flokkanna sem hafa haft málið til umfjöllunar síðan upp úr sauð. Allir eru sagðir sammála um að Bergþóri sé ekki sætt á formannsstóli en þingflokksformenn stjórnarmeirihlutans hafa lagt áherslu á að stjórnarandstöðuflokkarnir þurfi að leysa málið sín á milli enda umrædd nefnd ein af þremur sem flokkar stjórnarandstöðunnar skipti með sér formennsku í, á grundvelli samkomulags milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna, að Miðflokki frátöldum, hafi hins vegar bent á að þeir þurfi meirihluta til að knýja fram breytingar í nefndinni og stjórnarflokkarnir þurfi því að styðja lausn á málinu. Miðflokknum stendur til boða að setja annan mann í nefndina í stað Bergþórs en að öðrum kosti verði að kjósa annan formann úr röðum fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd. Eigi samkomulag flokkanna um formann úr minnihluta að halda, koma þrír þingmenn þar til greina; Karl Gauti Hjaltason sem er utan þingflokka, Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, en hún gegnir formennsku í annarri þingnefnd, og Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar. Nú ræðir meirihlutinn hins vegar um að tefla Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fram sem formannsefni gegn þeim fulltrúa sem minnihlutinn mun bjóða fram. Að óbreyttu stefnir því í að boðað verði til fundar í nefndinni í fyrramálið og tillögur, bæði meirihluta og minnihluta, um nýjan formann bornar upp til atkvæða. Ekki liggur hins vegar beint við að atkvæði falli eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Rósa Björk Brynjólfsdóttir studdi til dæmis tillögu minnihlutans í nefndinni um að Bergþór Ólason viki sæti á hinum stormasama fundi í síðustu viku. Þá er einnig ólíklegt að Bergþór sjálfur styðji tillögu minnihlutans um nýjan formann og ekki gefið að Karl Gauti Hjaltason, sem er utan þingflokka, fylgi stjórnarandstöðuflokkunum að máli, enda sterklega orðaður við Miðflokkinn. Píratar eiga ekki fulltrúa með atkvæðisrétt í nefndinni og ekki Flokkur fólksins heldur eftir að Karl Gauti var rekinn úr flokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44 Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00 Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Segja Báru hafa ákveðið dulargervi sitt áður en hún mætti á Klaustur Þetta kemur fram í bréfi sem Reimar Pétursson lögmaður þingmannanna hefur sent Persónuvernd og fréttastofa hefur undir höndum. 5. febrúar 2019 07:44
Sirkus að tjaldabaki á Alþingi Viðkvæmt andrúmsloft er á Alþingi vegna endurkomu tveggja þingmanna Miðflokksins. Klaustursmálið er sagt farið að þvælast fyrir meirihlutaflokkunum. Óvissa er er um formennsku minnihlutans í nefndum. 30. janúar 2019 06:00
Stilltu sér upp við hlið Bergþórs með "Fokk ofbeldi“ húfur Þegar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og einn hinna svokölluðu "Klaustursþingmanna“, steig upp í pontu Alþingis til ræða um samgönguáætlun til fimm ára tóku tveir þingmenn Pírata sér stöðu við hlið hans og skörtuðu "Fokk ofbeldi“ húfur. 5. febrúar 2019 18:20