Fljótum sofandi á gráan lista yfir lönd hvar peningaþvætti er stundað í stórum stíl Haldlítil fróm fyrirheit um baráttu gegn skattaskjólum í stjórnarsáttmála. Viðskipti innlent 10. október 2019 10:45
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. Skoðun 10. október 2019 07:22
Umboðsmaður glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum Embætti umboðsmanns Alþingis glímir við vangetu til að sinna frumkvæðismálum sökum anna í öðrum verkefnum. Eftirlitsheimsóknir embættisins á geðdeild hafa þó leitt í ljós að lagaheimild skortir til að beita þeim úrræðum sem þar er stundum beitt. Innlent 9. október 2019 19:00
Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. Innlent 9. október 2019 16:30
„Óþolandi og lítilsvirðing við þingheim“ Þingmenn Miðflokksins segja óþolandi hve langan tíma og hve erfitt það getur verið að fá upplýsingar frá ráðuneytum. Innlent 9. október 2019 15:55
Könnun MMR: Miðflokkurinn mælist næststærstur Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur með 19,8 prósent fylgi, samanborið við 18,3 prósent fylgi í síðustu mælingu. Innlent 9. október 2019 14:09
Brynjar sakar stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnvöld um aðför að dómsvaldinu í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bætur til sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmálum á Alþingi í gær og sagði málsmeðferðina fullkomið hneyksli. Innlent 9. október 2019 12:36
Þurfi að yfirvinna tregðu stjórnsýslunnar til að veita upplýsingar Of algengt er að almenningur fái upplýsingar sem hann á rétt á bæði seint og illa að sögn umboðsmanns Alþingis. Innlent 9. október 2019 11:30
Bein útsending: Umboðsmaður Alþingis kemur fyrir stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2018 verður til umfjöllunar á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem hefst klukkan níu. Innlent 9. október 2019 08:30
Forsætisráðherra klökknaði í pontu eftir átök á Alþingi Það er óhætt að segja að umræður hafi orðið tilfinningaríkar á Alþingi í kvöld um frumvarp forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur til sakborninga og aðstandenda í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Innlent 9. október 2019 01:19
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Innlent 8. október 2019 20:30
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. Innlent 8. október 2019 20:28
Hljóð og mynd fari ekki saman í málflutningi þeirra sem vilja auka gjöld í sjávarútvegi Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Innlent 8. október 2019 18:45
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Innlent 8. október 2019 18:37
Stefnubreyting Trump í Sýrlandi verður rædd í ríkisstjórn Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda, Verður tekin upp á vettvangi ríkisstjórnar Íslands. Innlent 8. október 2019 14:14
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. Innlent 8. október 2019 13:33
Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Það hlýtur að vera skylda okkar sem samfélags að skapa störf í kringum þær auðlindir sem Íslendingar búa yfir. Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Innlent 8. október 2019 09:59
Bótamáli rætt á Alþingi í dag 1. umræða um málið fer fram klukkan 15.45 að loknum umræðum um velsældarhagkerfið og jarðamál og eignarhald þeirra. Innlent 8. október 2019 08:00
Telur að hækka eigi erfðafjárskatt Þingmaður segir að fjármagns- og eignaskattar séu skattheimtuform 21. aldarinnar því með aukinni sjálfvirknivæðingu muni ójöfnuður aukast. Innlent 8. október 2019 07:45
Atvinnuveganefnd ræðir stöðu fiskvinnslunnar Samkvæmt tilkynningu á vef Alþingis er efni fundarins samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu gagnvart ríkisstyrktri fiskvinnslu innan ESB. Innlent 8. október 2019 07:00
Segir koma til greina að biðja um aðra EES-skýrslu Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir nýbirta skýrslu utanríkisráðuneytisins um EES-samninginn ekki svara þeim spurningum sem hún hafi átt að svara og íhugar að óska eftir annarri skýrslu. Innlent 6. október 2019 21:00
Telur Guðmundar- og Geirfinnsmálið byggjast á misskilningi Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir alla hafa gleymt því að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hafi verið dæmdir fyrir ýmislegt annað. Innlent 2. október 2019 19:07
Gisti- og fæðipeningar ríkisstarfsmanna lækka um helming Ferðakostnaðarnefnd hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfsmanna á ferðalögum innanlands á vegum ríkisins. Innlent 30. september 2019 16:41
Heildarupphæðin 759 milljónir króna þegar hlé var gert á viðræðum Frumvarpi forsætisráðherra til laga um heimild til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur verið dreift á Alþingi. Innlent 30. september 2019 16:21
Ræddu samgöngumál í Höfða Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna og öll borgarstjórn Reykjavíkur funduðu í Höfða í dag. Innlent 30. september 2019 13:31
Þingmaður Pírata orðinn einkaflugmaður Smári McCarthy þingmaður Pírata tók einkaflugmannspróf í dag – og náði. Smári greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld og segir langþráðan draum að rætast. Lífið 27. september 2019 22:55
Hreinn Loftsson og Eydís Arna aðstoða Áslaugu Örnu Eydís Arna Líndal og Hreinn Loftsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Innlent 27. september 2019 16:29
„Ríkisvaldinu verður að svíða undan svona misgjörningi og ofbeldi“ Þorgerður Katrín segir að fram til þessa hafi stjórnmálin að stærstum hluta gert harmsöguna verri. Innlent 27. september 2019 13:38
„Útfærslan skiptir öllu máli“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Innlent 27. september 2019 13:03
Frumvarp um bætur samþykktar úr ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram í ríkisstjórn í morgun frumvarp til laga um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Innlent 27. september 2019 12:51