Hrafnhildur: Ég er gömul en aldrei hef ég séð svona
„Ég hef aldrei lent í öðru eins og ég er orðin nokkuð gömul í þessum bransa,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Fram 37-35 eftir tvíframlengdan leik og vítakastkeppni. Þetta var þriðji leikur liðanna og Valur vann einvígið því 3-0.