Stjórnlausir gróðureldar

Enn loga nær stjórnlausir gróðureldar á Spáni og um sex þúsund manns hafa þurft að rýma heimili sín. Sérfræðingar lýsa veðurskilyrðum á svæðinu sem "bensínsprengju" þar sem þurrir vindar knýja eldana áfram í hitabylgju. Í gærkvöldi lést maður af sárum sem hann hlaut í bruna í bænum Tres Cantos nærri höfuðborginni Madríd.

16
01:10

Vinsælt í flokknum Fréttir