Saman í boltanum í blíðu og stríðu
Hjónin Björn Sigurbjörnsson og Sif Atladóttir hafa staðið í ströngu með kvennaliði Selfoss í Bestu deild kvenna í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Fall Selfyssinga úr Bestu deildinni hefur verið staðfest en Björn er þjálfari liðsins og Sif leikmaður.