Ísland í dag - Missti draumastarfið en slær nú í gegn

Það er alltaf gaman að sjá þegar fólk snýr neikvæðum aðstæðum í jákvæðar. Og það var einmitt það sem flugfreyjan Líney Sif Sandholt gerði þegar henni var sagt upp flugfreyjustarfinu hjá Icelandair en hún var mjög leið yfir því þar sem þetta var hennar draumastarf. En hún ákvað þá að snúa vörn í sókn og stofnaði hreingerningar fyrirtæki og er nú að slá í gegn með náttúrulegum hreinsivökva sem kemur sér einstaklega vel núna í Covid. Vala Matt fór og hitti þessa jákvæðu ungu konu sem gefst aldrei upp og er nú að slá í gegn.

16184
11:05

Vinsælt í flokknum Ísland í dag