„Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2026 13:38 Þórir Hergeirsson veit allt um það hvernig á að vinna verðlaun á stórmótum. vísir/Vilhelm „Ég er alltaf bjartsýnn,“ segir Þórir Hergeirsson í samtali við Sýn fyrir leik Íslands og Slóveníu í Malmö. Þessi margverðlaunaði þjálfari og ráðgjafi hjá HSÍ er til staðar en segir Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara fá frið frá sér á mótinu. „Hann hefur alveg fengið frið frá mér,“ segir Þórir léttur en hann var ráðinn sem ráðgjafi á afrekssviði HSÍ eftir að löngu og afar farsælu starfi hans sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs lauk fyrir rúmu ári. „Mín vinna í þessu er mest alla daga á milli stórmóta. Það er mitt hlutverk í afreksstarfinu. Þetta er gott teymi sem þeir hafa hérna og þeir eru fullfærir um að gera þetta vel. En ég er hérna og það er frekar að þeir hafi samband við mig en að ég sé að bögga þá,“ segir Þórir en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Þórir Hergeirs bjartsýnn í Malmö Selfyssingurinn vonast að sjálfsögðu eftir því að strákarnir okkar nýti tækifærið sem Ungverjar veittu þeim í gærkvöld, með því að taka stig af Svíum: „Það er ekki oft sem lið fá annan möguleika þegar komið er svona langt inn í mótið þannig að það verður bara að grípa tækifærið báðum höndum og gleðjast yfir því. Vonandi sjáum við það í leik strákanna á eftir, að þeir grípa gæsina,“ segir Þórir. Þórir er samt vel meðvitaður um hve sterkir Slóvenar eru: „Ég hef séð alla leikina þeirra og þeir byrjuðu hræðilega en hafa verið vaxandi. Þetta eru rosalega hæfileikaríkir leikmenn. Klókir. Þeir hafa þennan slóvenska skóla. Þeir eru mjög taktískir í sínum leik, góðir í að aðlaga sig og finna mótspil á andstæðingana, sérstaklega varnarlega. Þeir eru snúnir. Þetta verður hörkuleikur.“ En hver er lykillinn að sigri fyrir Íslendinga? „Þeir þurfa fyrst og fremst að ná að setja upp góðan varnarleik, fá upp markvörsluna, og vera klókir sóknarlega. Þeir koma til með að mæta ýmsum afbrigðum. Slóvenarnir eru dýnamískir í sinni nálgun varnarlega, eiga eftir að „lyfta“ hér og þar og taka broddinn af þrýstingnum frá íslensku bakvörðunum. Það þarf að vera klókur og ná upp rosalegri stemningu varnarlega.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira
„Hann hefur alveg fengið frið frá mér,“ segir Þórir léttur en hann var ráðinn sem ráðgjafi á afrekssviði HSÍ eftir að löngu og afar farsælu starfi hans sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs lauk fyrir rúmu ári. „Mín vinna í þessu er mest alla daga á milli stórmóta. Það er mitt hlutverk í afreksstarfinu. Þetta er gott teymi sem þeir hafa hérna og þeir eru fullfærir um að gera þetta vel. En ég er hérna og það er frekar að þeir hafi samband við mig en að ég sé að bögga þá,“ segir Þórir en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Þórir Hergeirs bjartsýnn í Malmö Selfyssingurinn vonast að sjálfsögðu eftir því að strákarnir okkar nýti tækifærið sem Ungverjar veittu þeim í gærkvöld, með því að taka stig af Svíum: „Það er ekki oft sem lið fá annan möguleika þegar komið er svona langt inn í mótið þannig að það verður bara að grípa tækifærið báðum höndum og gleðjast yfir því. Vonandi sjáum við það í leik strákanna á eftir, að þeir grípa gæsina,“ segir Þórir. Þórir er samt vel meðvitaður um hve sterkir Slóvenar eru: „Ég hef séð alla leikina þeirra og þeir byrjuðu hræðilega en hafa verið vaxandi. Þetta eru rosalega hæfileikaríkir leikmenn. Klókir. Þeir hafa þennan slóvenska skóla. Þeir eru mjög taktískir í sínum leik, góðir í að aðlaga sig og finna mótspil á andstæðingana, sérstaklega varnarlega. Þeir eru snúnir. Þetta verður hörkuleikur.“ En hver er lykillinn að sigri fyrir Íslendinga? „Þeir þurfa fyrst og fremst að ná að setja upp góðan varnarleik, fá upp markvörsluna, og vera klókir sóknarlega. Þeir koma til með að mæta ýmsum afbrigðum. Slóvenarnir eru dýnamískir í sinni nálgun varnarlega, eiga eftir að „lyfta“ hér og þar og taka broddinn af þrýstingnum frá íslensku bakvörðunum. Það þarf að vera klókur og ná upp rosalegri stemningu varnarlega.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Handbolti Fleiri fréttir „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Sjá meira