Innlent

Helga Kristín gengur til liðs við Mið­flokkinn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Helga Kristín Ingólfsdóttir er með gráðu í dansi og sálfræði.
Helga Kristín Ingólfsdóttir er með gráðu í dansi og sálfræði. Miðflokkurinn

Helga Kristín Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður þingflokks Miðflokksins. Hún tekur við af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem lét af störfum haustið 2025.

Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að Helga Kristín hafi byggt upp víðtæka og fjölbreytta starfsreynslu, meðal annars á sviði mannauðsmála, ráðgjafar og verkefnastjórnunar. Síðastliðin ár hefur hún starfað í fræðslu- og mannauðsmálum hjá Arion banka.

Helga Kristín hefur reynslu á sviði og í sjónvarpi, bæði hérlendis og erlendis. Hún stundaði dansnám í New York og við Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi.

„Í framhaldi af því starfaði hún sem dansari við borgarleikhúsið í Mannheim í Þýskalandi ásamt því að sinna samfélagsmiðlum dansflokksins. Hún hefur ýmist komið fyrir í sjónvarpsþáttaröðum hérlendis og öðrum dansverkefnum.“


Tengdar fréttir

Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir

Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og annar hlaðvarpsstjórnandi Móment með mömmu, lýsir sjálfri sér sem metnaðarfullri, orkumikilli og þorinni. Ef hún gæti valið sér einn ofurkraft myndi hún vilja geta lesið hugsanir annarra. 

„Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“

Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og hlaðvarpstjórnandi, og kærasti hennar Arnar Þór Ólafsson, fjármálaverkfræðingur og þáttastjórnandi, eignuðust sitt fyrsta barn saman í lok desember síðastliðinn. Helga segir foreldrahlutverkið hafi breytt sambandi hennar og Arnars til hins betra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×