Handbolti

Undanúr­slit svo gott sem úr sögunni eftir dramatísk úr­slit

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik Portúgal fyrr á tímabilinu
Frá leik Portúgal fyrr á tímabilinu Vísir/EPA

Noregur og Portúgal gerðu jafntefli í leik sínum í milliriðlum EM í handbolta í dag. Lokatölur 35-35, úrslit sem sjá til þess að möguleikar beggja liða á sæti í undanúrslitum eru nánast úr sögunni. 

Norðmenn voru með yfirhöndina í leik dagsins lengi vel og leiddu með einu marki eftir fyrri hálfleikinn 18-17.

Leikurinn var naglbítur frá upphafi til enda og þegar komið var fram á lokamínútu hans stóðu leikar jafnir 35-35. Portúgal fór í sókn en Torbjorn Bergerud sá við þeim í markinu og gaf Norðmönnum gullið tækifæri til þess að stela sigrinum þegar að aðeins sautján sekúndur eftir lifðu leiks. 

Norðmönnum tókst hins vegar ekki að koma boltanum í netið á þeim tíma og fór svo að liðin skildu jöfn 35-35. 

Úrslit sem sjá til þess að möguleikar bæði Noregs og Portúgal um að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins eru nánast úr sögunni. Liðin eru bæði með þrjú stig þegar og eiga bæði aðeins einn leik eftir í milliriðlum. Danir og Frakkar eru með stigi meira og eiga leik til góða og þá eru Þjóðverjar Alfreðs Gíslasonar á toppi riðilsins með sex stig. 

Fari svo að Frakkar vinni Spánverja í öðrum leik dagsins er orðið ljóst að möguleikar Spánar, Noregs og Portúgal eru úr sögunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×