Handbolti

EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Valur með sprittbrúsann og Henry passar upp á tveggja metra regluna. Einhvers staðar er þríeykið stolt.
Valur með sprittbrúsann og Henry passar upp á tveggja metra regluna. Einhvers staðar er þríeykið stolt. vísir/vilhelm

Íslenska þjóðin leggst kát á koddann í kvöld eftir stórkostlegan leik strákanna okkar gegn Svíum á EM.

Svíum var pakkað saman. Ekki bara inn á vellinum heldur líka í stúkunni. Um tíu þúsund Svíar í stúkunni áttu ekkert í um 3.000 Íslendinga sem sungu sig hása frá fyrstu til síðustu mínútu.

Það voru sannkölluð forréttindi að upplifa þessa stemningu á staðnum. Þetta var kvöld sem við munum aldrei gleyma og það sem mestu skiptir. Draumurinn um undanúrslit í Herning lifir heldur betur.

Valur Páll Eiríksson varð aftur á móti að gera sér að góðu að horfa á leikinn á hótelherbergi sínu því hann er kominn með flensu. Hann og Henry Birgir virtu þar af leiðandi tveggja metra regluna í þætti kvöldsins sem má einmitt sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×