Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson og Breki Karlsson skrifa 23. janúar 2026 10:32 Á síðustu 10 árum hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutað 6,6 milljörðum króna af fjármunum skattgreiðenda til uppbyggingar ferðamannastaða. Skilyrði styrkveitinganna er að staðirnir séu opnir gjaldfrjálsri umferð almennings. Með öðrum orðum, ekki má innheimta aðgangseyri. Á fjölmörgum ferðamannastöðum sem hafa fengið styrki úr framkvæmdasjóðnum er rukkað fyrir aðgang í trássi við þessi skilyrði. Það er gert með ofteknum bílastæðagjöldum. Afkomutölur sýna að kostnaður við rekstur bílastæða og salerna er sums staðar innan við helmingur af tekjunum. Allt umfram það er ekkert annað en gjald fyrir aðgang að viðkomandi ferðamannastað. Slíkt er ekki aðeins óheimilt samkvæmt reglum framkvæmdasjóðsins heldur stríðir gegn almannarétti um frjálsa för um landið. Aðgerðalaus Ferðamálastofa Ferðamálastofa stýrir Framkvæmdasjóðí ferðamannastaða. Ferðamálastofa heldur því fram að heimilt sé að taka gjald fyrir veitta þjónustu við staði sem hafa fengið styrki úr framkvæmdasjóðum og telur að afnot bílastæða og salerna sé í þeim flokki. Afstaða Ferðamálastofu kemur á óvart. Hvers vegna fá landeigendur að komast upp með að innheimta mun hærri bílastæðagjöld en þarf til að standa undir þjónustu? Hvað er það annað en aðgangseyrir að ferðamannastöðum? Styrkirnir skapa grundvöllinn fyrir bílastæðainnheimtu Á mörgum þessara staða væri lítill grundvöllur fyrir komum ferðamanna ef ekki væri vegna styrkja úr framkvæmdasjóðnum. Þeir skapa bætt aðgengi, auka öryggi og stuðla að náttúruvernd. Oftast nær eru það Umhverfisstofnun, þjóðgarðar og sveitarfélög sem sækja um í Framkvæmdasjóðinn og annast framkvæmdirnar. Landeigendur sjálfir eru þar í miklum minnihluta en snöggir að mæta til að til að setja upp bílastæði og taka gjald langt umfram þörf. Fyrir framan nefið á Ferðamálstofu gera þessir aðilar íslenskar náttúruperlur að féþúfu, þó svo engin heimild sé til þess. Tveggja milljarða króna tekjulind Vægt áætlað munu bílastæðagjöld skila landeigendum 2 milljörðum króna í bílastæðatekjur við ferðamannastaði á þessu ári. Aðeins hluti þessara tekna fer í kostnað við rekstur bílastæða. Á hluta þessara bílastæða er salernisaðstaða, en á öðrum engin. Sama gjald er þó innheimt á flestum þeirra, óháð því hve kostnaðarsöm þjónusta er þar veitt. Þetta er þó ekki eini kostnaður ferðamanna því bílastæðafyrirtækin sem sjá um innheimtuna taka gjald aukalega fyrir það. Ferðamálastofa á að grípa í taumana Bílastæðagjöld umfram kostnað eru ekkert annað en ólögmætur aðgangseyrir. Ferðamálastofa hefur í hendi sér að taka á þeirri græðgisvæðingu sem fengið hefur að viðgangast. Neytendasamtökin og FÍB skora á Ferðamálastofu að grípa í taumana og setja bílastæðabröskurum skorður. Þögn er sama og samþykki. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBBreki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Runólfur Ólafsson Breki Karlsson Ferðaþjónusta Neytendur Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðustu 10 árum hefur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutað 6,6 milljörðum króna af fjármunum skattgreiðenda til uppbyggingar ferðamannastaða. Skilyrði styrkveitinganna er að staðirnir séu opnir gjaldfrjálsri umferð almennings. Með öðrum orðum, ekki má innheimta aðgangseyri. Á fjölmörgum ferðamannastöðum sem hafa fengið styrki úr framkvæmdasjóðnum er rukkað fyrir aðgang í trássi við þessi skilyrði. Það er gert með ofteknum bílastæðagjöldum. Afkomutölur sýna að kostnaður við rekstur bílastæða og salerna er sums staðar innan við helmingur af tekjunum. Allt umfram það er ekkert annað en gjald fyrir aðgang að viðkomandi ferðamannastað. Slíkt er ekki aðeins óheimilt samkvæmt reglum framkvæmdasjóðsins heldur stríðir gegn almannarétti um frjálsa för um landið. Aðgerðalaus Ferðamálastofa Ferðamálastofa stýrir Framkvæmdasjóðí ferðamannastaða. Ferðamálastofa heldur því fram að heimilt sé að taka gjald fyrir veitta þjónustu við staði sem hafa fengið styrki úr framkvæmdasjóðum og telur að afnot bílastæða og salerna sé í þeim flokki. Afstaða Ferðamálastofu kemur á óvart. Hvers vegna fá landeigendur að komast upp með að innheimta mun hærri bílastæðagjöld en þarf til að standa undir þjónustu? Hvað er það annað en aðgangseyrir að ferðamannastöðum? Styrkirnir skapa grundvöllinn fyrir bílastæðainnheimtu Á mörgum þessara staða væri lítill grundvöllur fyrir komum ferðamanna ef ekki væri vegna styrkja úr framkvæmdasjóðnum. Þeir skapa bætt aðgengi, auka öryggi og stuðla að náttúruvernd. Oftast nær eru það Umhverfisstofnun, þjóðgarðar og sveitarfélög sem sækja um í Framkvæmdasjóðinn og annast framkvæmdirnar. Landeigendur sjálfir eru þar í miklum minnihluta en snöggir að mæta til að til að setja upp bílastæði og taka gjald langt umfram þörf. Fyrir framan nefið á Ferðamálstofu gera þessir aðilar íslenskar náttúruperlur að féþúfu, þó svo engin heimild sé til þess. Tveggja milljarða króna tekjulind Vægt áætlað munu bílastæðagjöld skila landeigendum 2 milljörðum króna í bílastæðatekjur við ferðamannastaði á þessu ári. Aðeins hluti þessara tekna fer í kostnað við rekstur bílastæða. Á hluta þessara bílastæða er salernisaðstaða, en á öðrum engin. Sama gjald er þó innheimt á flestum þeirra, óháð því hve kostnaðarsöm þjónusta er þar veitt. Þetta er þó ekki eini kostnaður ferðamanna því bílastæðafyrirtækin sem sjá um innheimtuna taka gjald aukalega fyrir það. Ferðamálastofa á að grípa í taumana Bílastæðagjöld umfram kostnað eru ekkert annað en ólögmætur aðgangseyrir. Ferðamálastofa hefur í hendi sér að taka á þeirri græðgisvæðingu sem fengið hefur að viðgangast. Neytendasamtökin og FÍB skora á Ferðamálastofu að grípa í taumana og setja bílastæðabröskurum skorður. Þögn er sama og samþykki. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBBreki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun