Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar 22. janúar 2026 14:00 Reykjavíkurborg er staður menningar og sköpunar og hefur yfir sér alþjóðlegan blæ þrátt fyrir sveitalegan sjarma. Við hreykjum okkur af borginni, listafólki hennar og skapandi viðburðum. Ótrúlegt er hversu háum mælikvarða listir og menningin nær í borg sem ekki þykir stór í alþjóðlegu samhengi. Er þá ekki allt í himnalagi? Ætla mætti að svo væri. Hins vegar, þegar skyggnst er bak við tjöldin, kemur annar veruleiki í ljós. Nefnilega sá að íslenskt listafólk berst almennt í bökkum. Burðarás menningarinnar, sjálfsmyndar okkar og ásýnd, situr á herðum listafólks sem vinnur alltof oft við aðstöðuleysi þ.e.hefur ekki efni á nauðsynlegum vinnustofum eða viðburðasölum. Býr við illa fjármagnaða verkefnasköpun og framtíðarhorfur ef við berum okkur saman við Norðurlönd. Oft er unnið af hugsjóninni einni saman í ótryggu starfsumhverfi og ósjálfbærni. Nánast í sjálfboðastarfi. Staðan Nýbirt skýrsla Samband Íslenskra Myndlistarmanna, unnin af Emilia Telese, dregur stöðuna skýrt fram. Hún byggir á könnun meðal fagmenntaðs myndlistarfólks á Íslandi árið 2025 og sýnir að mikið misræmi er á milli vinnuframlags og tekna. Þrátt fyrir að meirihluti listafólks verji lunganum af tíma sínum í listsköpun þá eru tekjur af myndlist aðeins um 25% af heildartekjum þeirra. Afleiðingin er sú að stór hluti listafólks neyðist til að leita í önnur óskyld störf svo ná endar nái saman. Vitanlega dregur það úr skapandi virkni, nýsköpun og framþróun, íslensku samfélagi til lítilla heilla. Í annarri skýrslu, sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar, kom fram að beint framlag vegna þeirra nemi um 3,5% af landsframleiðslu þ.e. u.þ.b.150 milljörðum króna. Hvað er til ráða? Hvað getur Reykjavíkurborg t.a.m. gert enn betur svo að listafólk geti rækt hlutverk sitt að fullu í ljósi þeirrar miklu hagsmuna og framlags sem mismunandi listgreinar skapar þjóðfélaginu öllu til góða? Til þess að styðja menningarstarf og sköpun mætti kynna til sögunnar milliflokk í fasteignagjöldunum milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis fyrir starfandi listafólk eða niðurfellingu fasteignagjalda. Lækkun fasteignagjald eða niðurfelling myndi gera listafólki og hönnuðum mun auðveldara að starfrækja nauðsynlegar vinnustofur hvort sem um væri að ræða húsnæði í leigu eða eigu. Slíkt stuðningsfyrirkomulag er algengt á Norðurlöndum og þykir sjálfsagt enda er listsköpun háð öðrum minna óhagnaðardrifnum forsendum en venjuleg atvinnustarfsemi. Það sama gildir einnig um mörg félagasamtök sem inna af hendi mikilvægt starf í þágu þeirra sem standa höllum fæti og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Í annan stað gæti Reykjavíkurborg, í samstarfi við ríkið, gert listafólki kleyft að leiga eða kaupa hluta þess tóma atvinnuhúsnæðis, sem má finna innan borgarmarkanna í eigu þessara aðila, á góðum kjörum og með millibilslægri fasteignagjöldum. Jafnframt, að fyrirframgefnum skilyrðum, heimilað lögskráningu listafólks í rúmgóðu atvinnuhúsnæði sem starfsemi þess hentar. Þessi tvöfaldi ávinningur myndi jafnframt hjálpa til við að slá á ógöngur húsnæðisvandans. Í erlendum menningarborgum eru, til viðbótar umbreytts eldra húsnæði, oft byggð sem eðlilegur hluti skipulags, svokölluð “loft” sem eru einföld opin rými ætluð til sérhæfðrar nýskapandi starfsemi og búsetu listamanna. Innan eldra borgarskipulags og við byggingu nýrra hverfa svo sem nú er áformað mætti koma við auknum tækifærum til listskreytinga umhverfisins. Víða í Evrópu og jafnframt í Asíu hefur myndast sú hefð að hringtorg og eyjar gatna og þjóðvega eru prýdd umhverfislistaverkum. Slíkt fyrirkomulag og annað þessu skylt myndi bæta í verkefnaflóru listafólks og gera það jafnframt kleift að spara stöðugt viðhald gróðurreita sem víða finnast á umferðarmannvirkjum hérlendis. Eitt útilokar þó ekki annað enda eru fallegir gróðurreitir á umferðareyjum hannaðir af skapandi sérfræðingum í garðlist, garðyrkjufræðingum og landslandshönnuðum, einnig eftirsóknarverðir. Íslenskar bókmenntir, kvikmyndir, sjónlistir, gjörningalist, tónlist og önnur listsköpun hafa skipað okkur verðugan sess meðal menningarþjóða. Tónlistarsköpun, með öll sín fjölþættu hliðaráhrif, ber þar einna hæst. Reykjavíkurborg ætti hvergi að hvika og styrkja tónlistarkennslu ungmenna og almenna tónlistarviðburði af öllum mögulegum mætti. Að lokum vil ég varpa fram þeirri hugmynd, íslensku tónlistarlífi og framlagi þess til heilla, að Reykjavíkurborg í samstarfi við ríkið geri Hegningarhúsið við Skólavörðustíg að Tónlistarmiðstöð. Þar yrði íslensk tónlist og stjörnskin hennar kynnt með nýjustu tækni innanhúss t.d. í fangaklefunum sjálfum og byggt yrði veglegt glerþak yfir fangelsisgarðinn. Þannig mætti skapa hóflegan en spennandi tónlistarsal á sögufrægum og miðlægum stað fyrir starfsemi grasrótinnar í tónlistaheiminum fyrir bæði borgarbúa og gesti borgarinnar. Slík tónlistar- og upplýsingamiðstöð myndi, allt í senn, efla menningarásýnd borgarinnar í alþjóðlegu samhengi, stuðla að öflugri skapandi starfsemi og án efa verða feykivinsæll viðkomustaður ferðamanna. Vel og lengi lifi íslensk menning, listir og listafólk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og listunnandi sem sækist eftir 2.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Magnea Marinósdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er staður menningar og sköpunar og hefur yfir sér alþjóðlegan blæ þrátt fyrir sveitalegan sjarma. Við hreykjum okkur af borginni, listafólki hennar og skapandi viðburðum. Ótrúlegt er hversu háum mælikvarða listir og menningin nær í borg sem ekki þykir stór í alþjóðlegu samhengi. Er þá ekki allt í himnalagi? Ætla mætti að svo væri. Hins vegar, þegar skyggnst er bak við tjöldin, kemur annar veruleiki í ljós. Nefnilega sá að íslenskt listafólk berst almennt í bökkum. Burðarás menningarinnar, sjálfsmyndar okkar og ásýnd, situr á herðum listafólks sem vinnur alltof oft við aðstöðuleysi þ.e.hefur ekki efni á nauðsynlegum vinnustofum eða viðburðasölum. Býr við illa fjármagnaða verkefnasköpun og framtíðarhorfur ef við berum okkur saman við Norðurlönd. Oft er unnið af hugsjóninni einni saman í ótryggu starfsumhverfi og ósjálfbærni. Nánast í sjálfboðastarfi. Staðan Nýbirt skýrsla Samband Íslenskra Myndlistarmanna, unnin af Emilia Telese, dregur stöðuna skýrt fram. Hún byggir á könnun meðal fagmenntaðs myndlistarfólks á Íslandi árið 2025 og sýnir að mikið misræmi er á milli vinnuframlags og tekna. Þrátt fyrir að meirihluti listafólks verji lunganum af tíma sínum í listsköpun þá eru tekjur af myndlist aðeins um 25% af heildartekjum þeirra. Afleiðingin er sú að stór hluti listafólks neyðist til að leita í önnur óskyld störf svo ná endar nái saman. Vitanlega dregur það úr skapandi virkni, nýsköpun og framþróun, íslensku samfélagi til lítilla heilla. Í annarri skýrslu, sem Ágúst Ólafur Ágústsson tók saman um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar, kom fram að beint framlag vegna þeirra nemi um 3,5% af landsframleiðslu þ.e. u.þ.b.150 milljörðum króna. Hvað er til ráða? Hvað getur Reykjavíkurborg t.a.m. gert enn betur svo að listafólk geti rækt hlutverk sitt að fullu í ljósi þeirrar miklu hagsmuna og framlags sem mismunandi listgreinar skapar þjóðfélaginu öllu til góða? Til þess að styðja menningarstarf og sköpun mætti kynna til sögunnar milliflokk í fasteignagjöldunum milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis fyrir starfandi listafólk eða niðurfellingu fasteignagjalda. Lækkun fasteignagjald eða niðurfelling myndi gera listafólki og hönnuðum mun auðveldara að starfrækja nauðsynlegar vinnustofur hvort sem um væri að ræða húsnæði í leigu eða eigu. Slíkt stuðningsfyrirkomulag er algengt á Norðurlöndum og þykir sjálfsagt enda er listsköpun háð öðrum minna óhagnaðardrifnum forsendum en venjuleg atvinnustarfsemi. Það sama gildir einnig um mörg félagasamtök sem inna af hendi mikilvægt starf í þágu þeirra sem standa höllum fæti og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Í annan stað gæti Reykjavíkurborg, í samstarfi við ríkið, gert listafólki kleyft að leiga eða kaupa hluta þess tóma atvinnuhúsnæðis, sem má finna innan borgarmarkanna í eigu þessara aðila, á góðum kjörum og með millibilslægri fasteignagjöldum. Jafnframt, að fyrirframgefnum skilyrðum, heimilað lögskráningu listafólks í rúmgóðu atvinnuhúsnæði sem starfsemi þess hentar. Þessi tvöfaldi ávinningur myndi jafnframt hjálpa til við að slá á ógöngur húsnæðisvandans. Í erlendum menningarborgum eru, til viðbótar umbreytts eldra húsnæði, oft byggð sem eðlilegur hluti skipulags, svokölluð “loft” sem eru einföld opin rými ætluð til sérhæfðrar nýskapandi starfsemi og búsetu listamanna. Innan eldra borgarskipulags og við byggingu nýrra hverfa svo sem nú er áformað mætti koma við auknum tækifærum til listskreytinga umhverfisins. Víða í Evrópu og jafnframt í Asíu hefur myndast sú hefð að hringtorg og eyjar gatna og þjóðvega eru prýdd umhverfislistaverkum. Slíkt fyrirkomulag og annað þessu skylt myndi bæta í verkefnaflóru listafólks og gera það jafnframt kleift að spara stöðugt viðhald gróðurreita sem víða finnast á umferðarmannvirkjum hérlendis. Eitt útilokar þó ekki annað enda eru fallegir gróðurreitir á umferðareyjum hannaðir af skapandi sérfræðingum í garðlist, garðyrkjufræðingum og landslandshönnuðum, einnig eftirsóknarverðir. Íslenskar bókmenntir, kvikmyndir, sjónlistir, gjörningalist, tónlist og önnur listsköpun hafa skipað okkur verðugan sess meðal menningarþjóða. Tónlistarsköpun, með öll sín fjölþættu hliðaráhrif, ber þar einna hæst. Reykjavíkurborg ætti hvergi að hvika og styrkja tónlistarkennslu ungmenna og almenna tónlistarviðburði af öllum mögulegum mætti. Að lokum vil ég varpa fram þeirri hugmynd, íslensku tónlistarlífi og framlagi þess til heilla, að Reykjavíkurborg í samstarfi við ríkið geri Hegningarhúsið við Skólavörðustíg að Tónlistarmiðstöð. Þar yrði íslensk tónlist og stjörnskin hennar kynnt með nýjustu tækni innanhúss t.d. í fangaklefunum sjálfum og byggt yrði veglegt glerþak yfir fangelsisgarðinn. Þannig mætti skapa hóflegan en spennandi tónlistarsal á sögufrægum og miðlægum stað fyrir starfsemi grasrótinnar í tónlistaheiminum fyrir bæði borgarbúa og gesti borgarinnar. Slík tónlistar- og upplýsingamiðstöð myndi, allt í senn, efla menningarásýnd borgarinnar í alþjóðlegu samhengi, stuðla að öflugri skapandi starfsemi og án efa verða feykivinsæll viðkomustaður ferðamanna. Vel og lengi lifi íslensk menning, listir og listafólk! Höfundur er stjórnmálafræðingur og listunnandi sem sækist eftir 2.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar til borgarstjórnar.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar