Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar 22. janúar 2026 07:47 Höfuðborgarsvæðið er í umbreytingarfasa. Fyrir rúmum áratug ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, í sameiningu, að tímabært væri að leita nýrra leiða til þess að skipuleggja samgöngur og uppbyggingu – innleiða nýja hugsun um það hvernig borgin getur virkað næstu áratugina og svo áfram löngu eftir okkar dag. Þessi sameiginlega stefna allra sveitarfélaganna, útlistuð í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins frá 2015, fól í sér að setja borgarsvæðinu vaxtarmörk og leggja áherslu á að byggja borgina upp innan þeirra og inn á við, með þéttari byggð umhverfis miðkjarna hverfa og nýjum uppbyggingarreitum á samgöngu- og þróunarásum meðfram legu nýs almenningssamgöngukerfis, Borgarlínu. Lagt var upp með að nýir uppbyggingarreitir í grennd við Borgarlínuna, svokölluð samgöngumiðuð þróunarsvæði, gætu orðið þéttbyggðari en eldri íbúasvæði og uppbyggingarreitir í jaðri byggðarinnar, vegna góðs aðgengis að öflugum almenningssamgöngum. Í kringum miðpunkta gætu orðið til öflugir hverfiskjarnar, sem myndu styðja við eldri byggð í nágrenninu. Þannig gætu íbúar höfuðborgarsvæðisins fengið sterkari hverfi, með betri nærþjónustu og raunverulegu vali um samgöngumáta. Skynsamlegasta, hagkvæmasta leiðin Geir Finnsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, rifjaði upp í góðri grein á Vísi fyrir skemmstu að þessi sameiginlega sýn um framtíð höfuðborgarsvæðisins var ekki sett fram og samþykkt í einhverju snarhasti, heldur eftir áralanga stefnumótunarvinnu sem byggði á greiningum fagfólks úr ýmsum áttum. Fólkið sem vann þetta verkefni var einfaldlega að reyna að komast að því hvernig best væri að mæta viðbúinni fólksfjölgun á borgarsvæðinu, bæði með tilliti til kostnaðar og umhverfisáhrifa. Þverpólitísk sátt hefur að mestu ríkt um niðurstöður þessarar vinnu, að þéttari byggð og bættar almenningssamgöngur séu rétta leiðin áfram. Það er vel, enda ætti skynsamleg borgarþróun í grunninn ekki að vera einhver hægri/vinstri spurning. Verkefnið er einfaldlega að flytja fólk með sem hagkvæmustum og skjótustum hætti, og tryggja á sama tíma mannvæna byggð og sterk hverfi sem ýta undir góða þjónustu við íbúana. Það vill enginn verja tíma í að vera vera fastur í umferð og öll þurfum við að komast leiðar okkar, að sinna daglegu amstri. Ef við ætlum öll að keyra allra okkar ferða með 1,2 farþega í hverjum bíl þá situr allt fast á háannatíma og ferðatíminn eykst með auknum bílafjölda á götunum, sama hvað við setjum mikið fé í vegaframkvæmdir. Vinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir röskum áratug var meðal annars undirbyggð af greiningum frá verkfræðistofunni Mannviti, sem dró upp mismunandi sviðsmyndir um framtíðina með tilliti til þess hvernig við þróuðum byggðina. Sú vinna leiddi í ljós að ef hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur væru markmiðið væri „ljóst að samgöngu- og skipulagsyfirvöld eiga að stefna að uppbyggingu þéttari byggðar og leggja um leið áherslu á eflingu almenningssamgangna, göngu og hjólreiða“. Dregið var fram að umferðarspár bentu til að „erfitt“ yrði að „uppfylla ferðaþarfir fólks með góðu móti fram til ársins 2040 eingöngu með uppbyggingu umferðarmannvirkja“. Ef höfuðborgarsvæðið héldi áfram að stækka út á við og ferðamátaval íbúa héldist óbreytt myndi „bílaumferð aukast langt umfram íbúafjölgun“ og tíminn sem fólk eyddi að meðaltali í umferðinni aukast um 25% og „tafir einnig verulega þrátt fyrir miklar fjárfestingar í umferðarmannvirkjum“. Samgöngusáttmálinn var svarið Sem betur fer er löngu búið að velja aðra leið. Árið 2019 var skrifað undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér stórtækar stofnvegaframkvæmdir innan höfuðborgarsvæðisins til að liðka fyrir umferð og uppbyggingu miklu betri almenningssamgangna í formi Borgarlínu; hraðvagnakerfis með mikilli tíðni sem gengur í sérrými að stórum hluta og mun því ekki festast í umferðinni á morgnana og síðdegis og þannig gera almenningssamgöngur að áreiðanlegum valmöguleika fyrir miklu fleiri íbúa höfuðborgarsvæðisins en í dag. Samgöngusáttmálinn var stóra málamiðlunin og sameiginlega lausnin við umferðarvandanum sem skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur kallað yfir okkur öll. Um þetta hefur skynsamt fólk, frá hægri og yfir til vinstri, frá Mosfellsbæ og niður í Hafnarfjörð, verið sammála. Þegar frá líður hafa kjörnir fulltrúar þó, eins og Geir nefndi í áðurnefndri grein, ef til vill ekki verið nógu duglegir að halda þessu til haga í umræðunni og útskýra markmiðin með breytingunum sem verið er að innleiða. Einhverra hluta vegna virðist fólk vera hikandi við að gerast öflugir málsvarar þeirrar skynsamlegu og rökréttu stefnu sem mörkuð hefur verið í samgöngu- og skipulagsmálum í borginni og höfuðborgarsvæðinu öllu. Það skilur eftir sig ákveðið tómarúm og umræða og fjölmiðlaumfjöllun um samgöngubæturnar bjagast. Hún fer að litast af niðurrifi og neikvæðum athugasemdum frá þeim sem virðist föst í þeirri hugsun að vonlaust sé að reyna að bjóða Íslendingum upp á fjölbreytta samgöngumáta – við séum einfaldlega bílaþjóð sem höfum kosið einkabílinn. Við sem aðhyllumst skynsamlegar breytingar á samgöngum og skipulagi borgarsvæðisins og styðjum þá vegferð sem sveitarfélögin og ríkisvaldið eru á, höfum kannski ekki nennt að eltast við tuðið. Við vitum að verkefnin eru í farvegi og þó þau gangi ef til vill hægar en maður myndi vilja, þá nennir maður ekki að setja orku í að taka einhverja slagi á netinu eða í fjölmiðlum. En kannski kominn tími til að við látum í okkur heyra. Suðurlandsbrautin, Múlarnir, Laugardalurinn og framtíðin Umræðan um breytingar á Suðurlandsbrautinni, sem á að taka stakkaskiptum með tilkomu Borgarlínunnar, gefur tækifæri til þess að ræða stóru sýnina. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurlandsbrautar vegna Borgarlínu fór nýlega í auglýsingu og gerir ráð fyrir því, eins og lagt hefur verið upp með árum saman, að akreinar Borgarlínu verði miðjusettar og akreinum fyrir bílaumferð verði fækkað niður í eina í hvora átt, nema á gatnamótum þar sem áfram verða beygjuakreinar. Þetta er ekki bara dregið upp úr einhverjum hatti, heldur byggir vinnan í kringum Suðurlandsbrautina á stórri sýn um betra, mannvænna borgarumhverfi, með blöndu íbúabyggðar og fjölbreyttri þjónustu og verslun. Suðurlandsbrautin í huga flestra er auðvitað bara umferðaræð með stakstæðum stærðarinnar skrifstofubyggingum, raftækjaverslunum og hótelum og bílastæðum allt umhverfis húsin. Svæðið allt er hins vegar að breytast. Við horn Grensásvegar og Suðurlandsbrautar eru þegar risin stór hús sem hundruð manna koma til með að búa í og sá reitur er bara að hálfu byggður. Ef við þræðum okkur til austurs er lagt upp með að bensínstöðin við Álfheima 49 muni víkja fyrir nýju fjölbýlishúsi og handan Suðurlandsbrautarinnar, í Skeifunni 7-9 á að byggja upp hundruðir íbúða. Á Metró-reitnum, sem kenndur er samnefndan hamborgarastað, eru spennandi uppbyggingaráform og rammaskipulag Skeifunnar í heild sinni felur í sér gríðarlega spennandi framtíðarsýn. Ef við förum að hinum enda Suðurlandsbrautarinnar eru áform um töluverða uppbyggingu á bak við Hilton-hótelið og sömuleiðis hafa verið settar fram stórar hugmyndir um uppbyggingu við hlið þess, á reit á mörkum Lágmúla og Kringlumýrarbrautar. Í næsta nágrenni er bensínstöðvarreitur við Háaleitisbraut þar sem íbúðauppbygging er fyrirhuguð. Ef við horfum svo á nærliggjandi svæði handan Kringlumýrarbrautar má nefna að uppbygging á lóð Sjálfstæðisflokksins við Valhöll og svo á Heklureitnum er að fjölga íbúum á þessu svæði borgarinnar allnokkuð. Heilt yfir má gera ráð fyrir því að Múlarnir muni breytast mikið, með uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk í bland við blómlega verslun og aðra atvinnustarfsemi. Suðurlandsbrautin verður þannig til framtíðar lykilsvæði í breyttu hverfi, samgönguásinn sem hún myndar gátt íbúanna á svæðinu að borginni allri, að því ógleymdu að íbúar á svæðinu munu þurfa að fara yfir Suðurlandsbrautina til að komast niður í Laugardal til að njóta útivistar. Stóra myndin sem blasir við okkur er sú að í smáum skrefum er verið að umbreyta ferlega illa skipulögðu svæði í miðri borginni í blómlegt, lifandi borgarsvæði. Gæti umferðarléttari Suðurlandsbraut virkað betur? Þegar fólk er ekki með augun á þessari stóru mynd er auðvitað þægilegt að halla sér aftur og segja, í von um stundarvinsældir, að fólk vilji ekki „þrengja að annarri umferð“ og gera þess í stað kröfu um að akreinarnar á Suðurlandsbrautinni verði alls sex talsins þegar að Borgarlínan verður búin að bætast við. Það er hins vegar óráð. Við umbreytingu götunnar og fækkun akreina mun gegnumstreymisumferð leita annað, yfir á Miklubraut og Sæbraut þar sem einmitt er verið að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að auka flæði umferðar. Það þurfa ekki allir vegspottar innan borgarinnar að vera hraðbrautir. Fólk mun áfram fara á Suðurlandsbraut ef það á erindi á Suðurlandsbraut og hver veit nema að umferð þeirra sem þangað eiga erindi á háannatíma hreinlega léttist, þegar gegnumstreymisumferðin finnur sér annan farveg. Það verður miklu fljótlegra og áreiðanlegra að komast þangað með almenningssamgöngum og aðgengi gangandi og hjólandi verður frábært. Umhverfi götunnar, með færri akreinum og miðlægum sérakreinum Borgarlínu mun styðja við það að fólk komi þangað með almenningssamgöngum. Þúsundir munu geta streymt að Laugardalnum stórviðburði, með strætisvögnum sem ganga á hárri tíðni úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Ef þú kemur svo einn daginn hjólandi að kaupa þér ísskáp lætur þú bara senda þér hann heim. Ef Suðurlandsbrautin verður ekki endurgerð á næstu árum og breytt í takt við þá þróun sem fyrirsjáanleg er á svæðunum í kring er fullkomlega fyrirsjáanlegt að borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík um öldina miðja gætu snúist um það hvort setja skuli Suðurlandsbrautina í stokk, með tilheyrandi kostnaði, til að hún hætti að vera farartálmi á milli Múlahverfis og Laugardals og Heimahverfis og Skeifunnar. Höfum trú á breyttri, betri Reykjavík Því fylgja áskoranir þegar borg breytist, en í því felast líka tækifæri. Þannig hefur það alltaf verið. Reykjavík er ekki fyrsta borgin sem gengur í gegnum umbreytingatímabil. Það þarf bæði staðfestu og pólitískt hugrekki til að leiða langtímabreytingar í þágu betri borgar. Þeim geta fylgt tímabundin óþægindi. En fólk mun aðlagast og breyta ferðavenjum sínum, velja sér nýjar leiðir eða fararmáta. Ef þú ert að hugsa núna að það þýði ekki þvinga fólk til þess að breyta samgönguháttum sínum, þá er vert að halda því til haga að kannanir hafa ítrekað sýnt að fjölmargir íbúar á höfuðborgarsvæðinu vildu gjarnan ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en þeir gera í dag. Einnig hafa kannanir sýnt að mikil eftirspurn er eftir búsetu nærri miðborginni og þetta tvennt hangir auðvitað saman. Umbreyting Suðurlandsbrautar og nálægra svæða er veigamikill þáttur í því að svara óskum fólks um hvoru tveggja, valfrelsi í samgöngum og búsetu í innri hverfum borgarinnar. Samfylkingin hefur umfram aðra flokka haft skýra langtímasýn á þróun Reykjavíkurborgar. Jafnaðarfólk í Reykjavík stendur nú frammi fyrir því að velja sér fulltrúa úr hópi 16 frambærilegra einstaklinga í flokksvali sem fram fer á laugardag. Ég vona innilega að þau sem taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor hafi stóru sýnina um betra borgarsvæði alltaf í huga, sýni staðfestu, pólítískt hugrekki og tryggi að flokkurinn haldi áfram að vera aflið sem leiðir breytingar í Reykjavík og þar með höfuðborgarsvæðinu öllu. Höfundur er íbúi í grennd við Suðurlandsbraut og félagi í Samfylkingunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Ingólfsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skipulag Borgarlína Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er í umbreytingarfasa. Fyrir rúmum áratug ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, í sameiningu, að tímabært væri að leita nýrra leiða til þess að skipuleggja samgöngur og uppbyggingu – innleiða nýja hugsun um það hvernig borgin getur virkað næstu áratugina og svo áfram löngu eftir okkar dag. Þessi sameiginlega stefna allra sveitarfélaganna, útlistuð í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins frá 2015, fól í sér að setja borgarsvæðinu vaxtarmörk og leggja áherslu á að byggja borgina upp innan þeirra og inn á við, með þéttari byggð umhverfis miðkjarna hverfa og nýjum uppbyggingarreitum á samgöngu- og þróunarásum meðfram legu nýs almenningssamgöngukerfis, Borgarlínu. Lagt var upp með að nýir uppbyggingarreitir í grennd við Borgarlínuna, svokölluð samgöngumiðuð þróunarsvæði, gætu orðið þéttbyggðari en eldri íbúasvæði og uppbyggingarreitir í jaðri byggðarinnar, vegna góðs aðgengis að öflugum almenningssamgöngum. Í kringum miðpunkta gætu orðið til öflugir hverfiskjarnar, sem myndu styðja við eldri byggð í nágrenninu. Þannig gætu íbúar höfuðborgarsvæðisins fengið sterkari hverfi, með betri nærþjónustu og raunverulegu vali um samgöngumáta. Skynsamlegasta, hagkvæmasta leiðin Geir Finnsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi, rifjaði upp í góðri grein á Vísi fyrir skemmstu að þessi sameiginlega sýn um framtíð höfuðborgarsvæðisins var ekki sett fram og samþykkt í einhverju snarhasti, heldur eftir áralanga stefnumótunarvinnu sem byggði á greiningum fagfólks úr ýmsum áttum. Fólkið sem vann þetta verkefni var einfaldlega að reyna að komast að því hvernig best væri að mæta viðbúinni fólksfjölgun á borgarsvæðinu, bæði með tilliti til kostnaðar og umhverfisáhrifa. Þverpólitísk sátt hefur að mestu ríkt um niðurstöður þessarar vinnu, að þéttari byggð og bættar almenningssamgöngur séu rétta leiðin áfram. Það er vel, enda ætti skynsamleg borgarþróun í grunninn ekki að vera einhver hægri/vinstri spurning. Verkefnið er einfaldlega að flytja fólk með sem hagkvæmustum og skjótustum hætti, og tryggja á sama tíma mannvæna byggð og sterk hverfi sem ýta undir góða þjónustu við íbúana. Það vill enginn verja tíma í að vera vera fastur í umferð og öll þurfum við að komast leiðar okkar, að sinna daglegu amstri. Ef við ætlum öll að keyra allra okkar ferða með 1,2 farþega í hverjum bíl þá situr allt fast á háannatíma og ferðatíminn eykst með auknum bílafjölda á götunum, sama hvað við setjum mikið fé í vegaframkvæmdir. Vinna sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu fyrir röskum áratug var meðal annars undirbyggð af greiningum frá verkfræðistofunni Mannviti, sem dró upp mismunandi sviðsmyndir um framtíðina með tilliti til þess hvernig við þróuðum byggðina. Sú vinna leiddi í ljós að ef hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur væru markmiðið væri „ljóst að samgöngu- og skipulagsyfirvöld eiga að stefna að uppbyggingu þéttari byggðar og leggja um leið áherslu á eflingu almenningssamgangna, göngu og hjólreiða“. Dregið var fram að umferðarspár bentu til að „erfitt“ yrði að „uppfylla ferðaþarfir fólks með góðu móti fram til ársins 2040 eingöngu með uppbyggingu umferðarmannvirkja“. Ef höfuðborgarsvæðið héldi áfram að stækka út á við og ferðamátaval íbúa héldist óbreytt myndi „bílaumferð aukast langt umfram íbúafjölgun“ og tíminn sem fólk eyddi að meðaltali í umferðinni aukast um 25% og „tafir einnig verulega þrátt fyrir miklar fjárfestingar í umferðarmannvirkjum“. Samgöngusáttmálinn var svarið Sem betur fer er löngu búið að velja aðra leið. Árið 2019 var skrifað undir Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, sem felur í sér stórtækar stofnvegaframkvæmdir innan höfuðborgarsvæðisins til að liðka fyrir umferð og uppbyggingu miklu betri almenningssamgangna í formi Borgarlínu; hraðvagnakerfis með mikilli tíðni sem gengur í sérrými að stórum hluta og mun því ekki festast í umferðinni á morgnana og síðdegis og þannig gera almenningssamgöngur að áreiðanlegum valmöguleika fyrir miklu fleiri íbúa höfuðborgarsvæðisins en í dag. Samgöngusáttmálinn var stóra málamiðlunin og sameiginlega lausnin við umferðarvandanum sem skipulag höfuðborgarsvæðisins hefur kallað yfir okkur öll. Um þetta hefur skynsamt fólk, frá hægri og yfir til vinstri, frá Mosfellsbæ og niður í Hafnarfjörð, verið sammála. Þegar frá líður hafa kjörnir fulltrúar þó, eins og Geir nefndi í áðurnefndri grein, ef til vill ekki verið nógu duglegir að halda þessu til haga í umræðunni og útskýra markmiðin með breytingunum sem verið er að innleiða. Einhverra hluta vegna virðist fólk vera hikandi við að gerast öflugir málsvarar þeirrar skynsamlegu og rökréttu stefnu sem mörkuð hefur verið í samgöngu- og skipulagsmálum í borginni og höfuðborgarsvæðinu öllu. Það skilur eftir sig ákveðið tómarúm og umræða og fjölmiðlaumfjöllun um samgöngubæturnar bjagast. Hún fer að litast af niðurrifi og neikvæðum athugasemdum frá þeim sem virðist föst í þeirri hugsun að vonlaust sé að reyna að bjóða Íslendingum upp á fjölbreytta samgöngumáta – við séum einfaldlega bílaþjóð sem höfum kosið einkabílinn. Við sem aðhyllumst skynsamlegar breytingar á samgöngum og skipulagi borgarsvæðisins og styðjum þá vegferð sem sveitarfélögin og ríkisvaldið eru á, höfum kannski ekki nennt að eltast við tuðið. Við vitum að verkefnin eru í farvegi og þó þau gangi ef til vill hægar en maður myndi vilja, þá nennir maður ekki að setja orku í að taka einhverja slagi á netinu eða í fjölmiðlum. En kannski kominn tími til að við látum í okkur heyra. Suðurlandsbrautin, Múlarnir, Laugardalurinn og framtíðin Umræðan um breytingar á Suðurlandsbrautinni, sem á að taka stakkaskiptum með tilkomu Borgarlínunnar, gefur tækifæri til þess að ræða stóru sýnina. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Suðurlandsbrautar vegna Borgarlínu fór nýlega í auglýsingu og gerir ráð fyrir því, eins og lagt hefur verið upp með árum saman, að akreinar Borgarlínu verði miðjusettar og akreinum fyrir bílaumferð verði fækkað niður í eina í hvora átt, nema á gatnamótum þar sem áfram verða beygjuakreinar. Þetta er ekki bara dregið upp úr einhverjum hatti, heldur byggir vinnan í kringum Suðurlandsbrautina á stórri sýn um betra, mannvænna borgarumhverfi, með blöndu íbúabyggðar og fjölbreyttri þjónustu og verslun. Suðurlandsbrautin í huga flestra er auðvitað bara umferðaræð með stakstæðum stærðarinnar skrifstofubyggingum, raftækjaverslunum og hótelum og bílastæðum allt umhverfis húsin. Svæðið allt er hins vegar að breytast. Við horn Grensásvegar og Suðurlandsbrautar eru þegar risin stór hús sem hundruð manna koma til með að búa í og sá reitur er bara að hálfu byggður. Ef við þræðum okkur til austurs er lagt upp með að bensínstöðin við Álfheima 49 muni víkja fyrir nýju fjölbýlishúsi og handan Suðurlandsbrautarinnar, í Skeifunni 7-9 á að byggja upp hundruðir íbúða. Á Metró-reitnum, sem kenndur er samnefndan hamborgarastað, eru spennandi uppbyggingaráform og rammaskipulag Skeifunnar í heild sinni felur í sér gríðarlega spennandi framtíðarsýn. Ef við förum að hinum enda Suðurlandsbrautarinnar eru áform um töluverða uppbyggingu á bak við Hilton-hótelið og sömuleiðis hafa verið settar fram stórar hugmyndir um uppbyggingu við hlið þess, á reit á mörkum Lágmúla og Kringlumýrarbrautar. Í næsta nágrenni er bensínstöðvarreitur við Háaleitisbraut þar sem íbúðauppbygging er fyrirhuguð. Ef við horfum svo á nærliggjandi svæði handan Kringlumýrarbrautar má nefna að uppbygging á lóð Sjálfstæðisflokksins við Valhöll og svo á Heklureitnum er að fjölga íbúum á þessu svæði borgarinnar allnokkuð. Heilt yfir má gera ráð fyrir því að Múlarnir muni breytast mikið, með uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk í bland við blómlega verslun og aðra atvinnustarfsemi. Suðurlandsbrautin verður þannig til framtíðar lykilsvæði í breyttu hverfi, samgönguásinn sem hún myndar gátt íbúanna á svæðinu að borginni allri, að því ógleymdu að íbúar á svæðinu munu þurfa að fara yfir Suðurlandsbrautina til að komast niður í Laugardal til að njóta útivistar. Stóra myndin sem blasir við okkur er sú að í smáum skrefum er verið að umbreyta ferlega illa skipulögðu svæði í miðri borginni í blómlegt, lifandi borgarsvæði. Gæti umferðarléttari Suðurlandsbraut virkað betur? Þegar fólk er ekki með augun á þessari stóru mynd er auðvitað þægilegt að halla sér aftur og segja, í von um stundarvinsældir, að fólk vilji ekki „þrengja að annarri umferð“ og gera þess í stað kröfu um að akreinarnar á Suðurlandsbrautinni verði alls sex talsins þegar að Borgarlínan verður búin að bætast við. Það er hins vegar óráð. Við umbreytingu götunnar og fækkun akreina mun gegnumstreymisumferð leita annað, yfir á Miklubraut og Sæbraut þar sem einmitt er verið að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að auka flæði umferðar. Það þurfa ekki allir vegspottar innan borgarinnar að vera hraðbrautir. Fólk mun áfram fara á Suðurlandsbraut ef það á erindi á Suðurlandsbraut og hver veit nema að umferð þeirra sem þangað eiga erindi á háannatíma hreinlega léttist, þegar gegnumstreymisumferðin finnur sér annan farveg. Það verður miklu fljótlegra og áreiðanlegra að komast þangað með almenningssamgöngum og aðgengi gangandi og hjólandi verður frábært. Umhverfi götunnar, með færri akreinum og miðlægum sérakreinum Borgarlínu mun styðja við það að fólk komi þangað með almenningssamgöngum. Þúsundir munu geta streymt að Laugardalnum stórviðburði, með strætisvögnum sem ganga á hárri tíðni úr flestum hverfum höfuðborgarsvæðisins. Ef þú kemur svo einn daginn hjólandi að kaupa þér ísskáp lætur þú bara senda þér hann heim. Ef Suðurlandsbrautin verður ekki endurgerð á næstu árum og breytt í takt við þá þróun sem fyrirsjáanleg er á svæðunum í kring er fullkomlega fyrirsjáanlegt að borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík um öldina miðja gætu snúist um það hvort setja skuli Suðurlandsbrautina í stokk, með tilheyrandi kostnaði, til að hún hætti að vera farartálmi á milli Múlahverfis og Laugardals og Heimahverfis og Skeifunnar. Höfum trú á breyttri, betri Reykjavík Því fylgja áskoranir þegar borg breytist, en í því felast líka tækifæri. Þannig hefur það alltaf verið. Reykjavík er ekki fyrsta borgin sem gengur í gegnum umbreytingatímabil. Það þarf bæði staðfestu og pólitískt hugrekki til að leiða langtímabreytingar í þágu betri borgar. Þeim geta fylgt tímabundin óþægindi. En fólk mun aðlagast og breyta ferðavenjum sínum, velja sér nýjar leiðir eða fararmáta. Ef þú ert að hugsa núna að það þýði ekki þvinga fólk til þess að breyta samgönguháttum sínum, þá er vert að halda því til haga að kannanir hafa ítrekað sýnt að fjölmargir íbúar á höfuðborgarsvæðinu vildu gjarnan ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en þeir gera í dag. Einnig hafa kannanir sýnt að mikil eftirspurn er eftir búsetu nærri miðborginni og þetta tvennt hangir auðvitað saman. Umbreyting Suðurlandsbrautar og nálægra svæða er veigamikill þáttur í því að svara óskum fólks um hvoru tveggja, valfrelsi í samgöngum og búsetu í innri hverfum borgarinnar. Samfylkingin hefur umfram aðra flokka haft skýra langtímasýn á þróun Reykjavíkurborgar. Jafnaðarfólk í Reykjavík stendur nú frammi fyrir því að velja sér fulltrúa úr hópi 16 frambærilegra einstaklinga í flokksvali sem fram fer á laugardag. Ég vona innilega að þau sem taka sæti á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar í vor hafi stóru sýnina um betra borgarsvæði alltaf í huga, sýni staðfestu, pólítískt hugrekki og tryggi að flokkurinn haldi áfram að vera aflið sem leiðir breytingar í Reykjavík og þar með höfuðborgarsvæðinu öllu. Höfundur er íbúi í grennd við Suðurlandsbraut og félagi í Samfylkingunni
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar