Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar 21. janúar 2026 10:30 Maslow sagði að öruggt skjól væri ein af grunnþörfum mannsins og að skortur á öruggu heimili getur haft víðtæk áhrif á líðan og samfélagslega. Húsnæði hefur margþátta þýðingu svo sem félagslega, efnahagslega og tilfinningalega og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að fólk upplifi sig öruggt og geti skipulagt líf sitt. Þegar einstaklingar eru sviptir þessu grundvallaröryggi skapast hætta á neikvæðum langtíma félagslegum og andlegum afleiðingum. Húsnæði er ekki bara fasteign eða markaðsvara. Húsnæði er öryggi, mannréttindi og ein af grunnforsendum þess að fólk geti lifað eðlilegu lífi, haldið heilsu, sinnt vinnu og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á borgarstjórnarfundi í gær var tillaga Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um uppbyggingu félagslegs húsnæðis samþykkt. Tillagan var fjórþætt, fyrst fjallaði hún um að Reykjavíkurborg skuldbindi sig við að veita eiginfjárframlag til fimm ára til að fjölga félagslegum íbúðum. Í öðru lagi að leitað verði nýrra leiða til að hraða uppbyggingu félagslegs húsnæðis í borginni. Í þriðja lagi að greind verði þörf fyrir fjölbreyttara búsetuform, svo sem samfélagsbúsetu og að lokum að móta aðgerðaáætlun til að mæta þörf fyrir þjónustuíbúðir og yfirfara núverandi húsnæði sem telst í þeim flokki. Þessi tillaga fjallar ekki bara um fjármál eða framkvæmd. Hún er tillaga um ábyrgð. Hún er tillaga sem snýr að því að Reykjavíkurborg standi með fólki og tryggi að uppbygging félagslegs húsnæðis geti orðið bæði öflug og sjálfbærari til framtíðar. Staðan á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi verið þröng. Framboð hefur ekki fylgt eftirspurn og leiguverð hefur hækkað mikið, sem hefur bitnað harðast á tekjulægri hópum, ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem búa við veikara félagslegt bakland. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru of langir, og við vitum að þegar fólk lendir í ótryggu húsnæði hefur það áhrif sem nær langt út fyrir veggi heimilisins, inn í skólakerfið, velferðarkerfið og á heilsu fólks. Við því erum við að bregðast. Síðasta árið höfum við líka séð með skýrum hætti hvernig náttúruvá getur á einni nóttu breytt stöðunni á húsnæðismarkaði. Skyndileg og fordæmalaus koma Grindvíkinga inn á húsnæðismarkað sem var ekki hefðbundinn flutningur fólks milli sveitarfélaga, heldur neyðarráðstöfun vegna þess að heilt samfélag var rýmt og fjöldi einstaklinga og fjölskyldna missti heimili sitt. Þetta jók eftirspurn með skömmum fyrirvara og þrýsti enn frekar á markað sem var þegar þaninn. Í slíkum aðstæðum er ekki nóg að horfa aðeins til markaðslögmála. Þá verður hið opinbera að bregðast við — hratt, með skýrri stefnu og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Í greinargerðinni https://reykjavik.is/sites/default/files/2026-01/tillaga_spjfv-_felagsbustadir.pdf sem fylgdi tillögunni kemur fram sá veruleiki sem Félagsbústaðir standa frammi fyrir sem er að svigrúm félagsins til fjárfestinga er takmarkað, og íbúðir sem keyptar eru á almennum markaði skila jafnvel neikvæðu sjóðstreymi frá fyrsta degi. Ef við ætlum að fjölga félagslegum leiguíbúðum án þess að leiguverð hækki, og um leið tryggja fjárhagslega sjálfbærni til lengri tíma, þá verður borgin að styrkja rekstrargrundvöll Félagsbústaða með beinum hætti. Þar er eiginfjárframlag lykilatriði. Það er forsenda þess að Félagsbústaðir geti byggt upp og keypt íbúðir á þann hátt að það skili jákvæðu sjóðstreymi og stöðugleika. Tillagan felur líka í sér skýra framtíðarsýn: að borgin leiti nýrra leiða til að hraða uppbyggingu, meðal annars með því að kanna nýtt uppbyggingarlíkan þar sem Reykjavíkurborg eða Félagsbústaðir geti mögulega komið að uppbyggingarverkefnum með beinum hætti sem leiða til fjölgunar félagslegra íbúða á hagkvæmu verði. Þetta er rökrétt leið ef við ætlum að tryggja stöðugt framboð í stað þess að vera of háð takmörkuðum kaupréttareignum eða sveiflum á markaði. Slík nálgun hefur víða gefist vel, meðal annars í borgum eins og Vínarborg og Helsinki, þar sem samblönduð uppbygging hefur tryggt bæði fjölbreytta búsetu og traustan rekstrargrundvöll félagslegra húsnæðisfélaga. Það skiptir einnig máli að horfa til fjölbreyttari búsetuforma, þar á meðal samfélagsbúsetu, sem getur verið hagkvæm lausn og jafnframt dregið úr félagslegri einangrun. Vilji er til að þróa úrræði sem endurspegla fjölbreytileika samfélagsins og breyttar þarfir, ekki bara eitt form sem á að passa öllum. Þá er lögð áhersla á að huga sérstaklega að þjónustuíbúðum sem eru nauðsynlegur hluti af velferðarkerfinu. Þar býr fólk sem þarf reglulegan stuðning og aðstoð og á rétt á því að búa í húsnæði sem mætir þörfum þess. Ætlunin er að létta á biðlistum en einnig að yfirfara hvort núverandi húsnæði uppfylli nútímakröfur og móta raunhæfa aðgerðaáætlun. Tillagan sem samþykkt var í gær er því ábyrg og skynsamleg. Hún er svar við raunverulegum vanda sem við sjáum á hverjum degi í borginni. Þá er hún einnig svar sem byggir á því að borgin hjálpar til þegar ljóst er að markaðurinn nær ekki að tryggja grunnþarfir borgarbúa. Ég minni á rammasamning ríkis og sveitarfélaga sem var gerður í júlí 2022 en þar var sammælast um það að byggja þurfi 35.000 íbúðir til þess að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf á árunum 2023 til 2032 en einnig til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Á tímabilinu þurfi því að lágmarki að byggja 4.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári síðari fimm árin. Þetta hefur allt verið unnið í samvinnu við „markaðinn“ en hefur bara því miður ekki gengið eftir. Á árinu 2025 urðu 3.371 íbúðir fullbúnar, sem er um 8% færri en á árinu 2024 þegar 3.665 íbúðir voru fullbúnar. Samkvæmt greiningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur ekki náðst að halda í við þessa þörf. Ljóst er að markmiðum um húsnæðisuppbyggingu hefur ekki verið náð og því verður hið opinbera að bregðast við. Fólk getur ekki verið heimilislaust á Íslandi og það þarf að bregðast við núna. Tillagan styrkir einnig félagslega innviði borgarinnar, styður við fjárhagslega sjálfbærni Félagsbústaða og setur skýr markmið um fjölgun félagslegra íbúða sem við þurfum sannarlega á að halda. Ég vil byggja borg þar sem fólkið er sett í forgrunn! Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram rafrænt á heimasíðu Samfylkingarinnar nk. laugardag 24. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Maslow sagði að öruggt skjól væri ein af grunnþörfum mannsins og að skortur á öruggu heimili getur haft víðtæk áhrif á líðan og samfélagslega. Húsnæði hefur margþátta þýðingu svo sem félagslega, efnahagslega og tilfinningalega og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að fólk upplifi sig öruggt og geti skipulagt líf sitt. Þegar einstaklingar eru sviptir þessu grundvallaröryggi skapast hætta á neikvæðum langtíma félagslegum og andlegum afleiðingum. Húsnæði er ekki bara fasteign eða markaðsvara. Húsnæði er öryggi, mannréttindi og ein af grunnforsendum þess að fólk geti lifað eðlilegu lífi, haldið heilsu, sinnt vinnu og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Á borgarstjórnarfundi í gær var tillaga Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um uppbyggingu félagslegs húsnæðis samþykkt. Tillagan var fjórþætt, fyrst fjallaði hún um að Reykjavíkurborg skuldbindi sig við að veita eiginfjárframlag til fimm ára til að fjölga félagslegum íbúðum. Í öðru lagi að leitað verði nýrra leiða til að hraða uppbyggingu félagslegs húsnæðis í borginni. Í þriðja lagi að greind verði þörf fyrir fjölbreyttara búsetuform, svo sem samfélagsbúsetu og að lokum að móta aðgerðaáætlun til að mæta þörf fyrir þjónustuíbúðir og yfirfara núverandi húsnæði sem telst í þeim flokki. Þessi tillaga fjallar ekki bara um fjármál eða framkvæmd. Hún er tillaga um ábyrgð. Hún er tillaga sem snýr að því að Reykjavíkurborg standi með fólki og tryggi að uppbygging félagslegs húsnæðis geti orðið bæði öflug og sjálfbærari til framtíðar. Staðan á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi verið þröng. Framboð hefur ekki fylgt eftirspurn og leiguverð hefur hækkað mikið, sem hefur bitnað harðast á tekjulægri hópum, ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem búa við veikara félagslegt bakland. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði eru of langir, og við vitum að þegar fólk lendir í ótryggu húsnæði hefur það áhrif sem nær langt út fyrir veggi heimilisins, inn í skólakerfið, velferðarkerfið og á heilsu fólks. Við því erum við að bregðast. Síðasta árið höfum við líka séð með skýrum hætti hvernig náttúruvá getur á einni nóttu breytt stöðunni á húsnæðismarkaði. Skyndileg og fordæmalaus koma Grindvíkinga inn á húsnæðismarkað sem var ekki hefðbundinn flutningur fólks milli sveitarfélaga, heldur neyðarráðstöfun vegna þess að heilt samfélag var rýmt og fjöldi einstaklinga og fjölskyldna missti heimili sitt. Þetta jók eftirspurn með skömmum fyrirvara og þrýsti enn frekar á markað sem var þegar þaninn. Í slíkum aðstæðum er ekki nóg að horfa aðeins til markaðslögmála. Þá verður hið opinbera að bregðast við — hratt, með skýrri stefnu og félagslegt réttlæti að leiðarljósi. Í greinargerðinni https://reykjavik.is/sites/default/files/2026-01/tillaga_spjfv-_felagsbustadir.pdf sem fylgdi tillögunni kemur fram sá veruleiki sem Félagsbústaðir standa frammi fyrir sem er að svigrúm félagsins til fjárfestinga er takmarkað, og íbúðir sem keyptar eru á almennum markaði skila jafnvel neikvæðu sjóðstreymi frá fyrsta degi. Ef við ætlum að fjölga félagslegum leiguíbúðum án þess að leiguverð hækki, og um leið tryggja fjárhagslega sjálfbærni til lengri tíma, þá verður borgin að styrkja rekstrargrundvöll Félagsbústaða með beinum hætti. Þar er eiginfjárframlag lykilatriði. Það er forsenda þess að Félagsbústaðir geti byggt upp og keypt íbúðir á þann hátt að það skili jákvæðu sjóðstreymi og stöðugleika. Tillagan felur líka í sér skýra framtíðarsýn: að borgin leiti nýrra leiða til að hraða uppbyggingu, meðal annars með því að kanna nýtt uppbyggingarlíkan þar sem Reykjavíkurborg eða Félagsbústaðir geti mögulega komið að uppbyggingarverkefnum með beinum hætti sem leiða til fjölgunar félagslegra íbúða á hagkvæmu verði. Þetta er rökrétt leið ef við ætlum að tryggja stöðugt framboð í stað þess að vera of háð takmörkuðum kaupréttareignum eða sveiflum á markaði. Slík nálgun hefur víða gefist vel, meðal annars í borgum eins og Vínarborg og Helsinki, þar sem samblönduð uppbygging hefur tryggt bæði fjölbreytta búsetu og traustan rekstrargrundvöll félagslegra húsnæðisfélaga. Það skiptir einnig máli að horfa til fjölbreyttari búsetuforma, þar á meðal samfélagsbúsetu, sem getur verið hagkvæm lausn og jafnframt dregið úr félagslegri einangrun. Vilji er til að þróa úrræði sem endurspegla fjölbreytileika samfélagsins og breyttar þarfir, ekki bara eitt form sem á að passa öllum. Þá er lögð áhersla á að huga sérstaklega að þjónustuíbúðum sem eru nauðsynlegur hluti af velferðarkerfinu. Þar býr fólk sem þarf reglulegan stuðning og aðstoð og á rétt á því að búa í húsnæði sem mætir þörfum þess. Ætlunin er að létta á biðlistum en einnig að yfirfara hvort núverandi húsnæði uppfylli nútímakröfur og móta raunhæfa aðgerðaáætlun. Tillagan sem samþykkt var í gær er því ábyrg og skynsamleg. Hún er svar við raunverulegum vanda sem við sjáum á hverjum degi í borginni. Þá er hún einnig svar sem byggir á því að borgin hjálpar til þegar ljóst er að markaðurinn nær ekki að tryggja grunnþarfir borgarbúa. Ég minni á rammasamning ríkis og sveitarfélaga sem var gerður í júlí 2022 en þar var sammælast um það að byggja þurfi 35.000 íbúðir til þess að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf á árunum 2023 til 2032 en einnig til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Á tímabilinu þurfi því að lágmarki að byggja 4.000 íbúðir á ári fyrstu fimm árin og 3.500 íbúðir á ári síðari fimm árin. Þetta hefur allt verið unnið í samvinnu við „markaðinn“ en hefur bara því miður ekki gengið eftir. Á árinu 2025 urðu 3.371 íbúðir fullbúnar, sem er um 8% færri en á árinu 2024 þegar 3.665 íbúðir voru fullbúnar. Samkvæmt greiningum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur ekki náðst að halda í við þessa þörf. Ljóst er að markmiðum um húsnæðisuppbyggingu hefur ekki verið náð og því verður hið opinbera að bregðast við. Fólk getur ekki verið heimilislaust á Íslandi og það þarf að bregðast við núna. Tillagan styrkir einnig félagslega innviði borgarinnar, styður við fjárhagslega sjálfbærni Félagsbústaða og setur skýr markmið um fjölgun félagslegra íbúða sem við þurfum sannarlega á að halda. Ég vil byggja borg þar sem fólkið er sett í forgrunn! Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram rafrænt á heimasíðu Samfylkingarinnar nk. laugardag 24. janúar.
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar