Skoðun

Steinunn er frá­bær!

Flosi Eiríksson skrifar

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir býður sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og sækist eftir einu af efstu sætum listans. Þarna gefst félögum mínum í borginni einstakt tækifæri til að fá þennan öfluga jafnaðarmann inn í okkar forystulið.

Við Steinunn kynntumst þegar við byrjuðum að vinna saman hjá ráðgjafafyrirtækinu Aton við margvísleg verkefni. Þá kynntist ég vel greiningarhæfni Steinunnar, en hún nálgast viðfangsefni með opnum huga og án fyrirfram gefinnar niðurstöðu og er afar rösk að setja sig inn í fjölbreytt mál. Hún nálgast verkefni með öruggum og skipulegum hætti þar sem áherslan er á að greina aðalatriði frá aukaatriðum og einbeita sér að því sem skiptir meginmáli. Það er gott að vinna með Steinunni og ræða sig í gegnum viðfangsefnin með henni. Hún ber virðingu fyrir ólíkum skoðunum og er til í að velta hlutum fyrir sér frá mörgum hliðum og leita sameiginlegar niðurstöðu. Í störfunum hjá Aton fékk Steinunn afar góða innsýn í málefni og viðfangsefni atvinnulífsins í borginni og æðaslættinum í samfélaginu. Við hennar reynslu bætast svo önnur þau margvíslegu störf sem Steinunn hefur sinnt fyrir félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir hérlendis sem erlendis og gerir hana sérlega hæfa til að glíma við verkefni á vettvangi borgarinnar.

Í henni slær heitt jafnaðarhjarta og hún hefur áhuga á viðfangsefnum daglegs lífs borgarbúa, allt frá leikskólum og upp úr ef svo má segja. Hún þekkir vel veruleika foreldra með börn í skóla- og frístundastarfi og það púsluspil sem því stundum fylgir, og mun án efa nota reynslu sínu og þekkingu til bæta og styrkja það hvernig borgin er rekin til að mæta ólíkum þörfum.

Byggt á minni reynslu m.a. sem fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi, sem og að þekkja nokkuð vel á sviði sveitarstjórna og stjórnsýslu almennt, þá veit ég að reynsla Steinunnar, dugnaður og greiningarhæfni mun nýtast okkur jafnaðarfólki og borgarbúum afar vel. Hún er líka sérlega skemmtileg og góður félagi. Ég skora á jafnaðarfólk að styðja Steinunni í eitt af efstu sætunum hjá Samfylkingunni í komandi borgarstjórnarkosningum.

Höfundur er jafnaðarmaður.




Skoðun

Skoðun

Byggjum fyrir fólk

Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×