Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar 19. janúar 2026 21:00 Tæknifrjóvgun er ekki lausn fyrir alla. Fyrir hluta fólks endar sú leið án árangurs þrátt fyrir langvarandi meðferðir sem geta farið fram bæði hérlendis og erlendis. Fjárhagslegt álag og tilfinningalegir erfiðleikar fylgja oft slíkum meðferðum auk þess sem oft er mikið álag og sorg hjá fólki sem er komið að leiðarlokum um að fá draum sinn uppfylltan um að eignast fjölskyldu. Sumir upplifa einnig mikil veikindi vegna þeirra ónæmisbælandi lyfja sem eru t.d. notuð erlendis. Þegar hér er komið við sögu, er ættleiðing oft eina raunhæfa leiðin til að stofna fjölskyldu og í sumum tilfellum myndi fólk frekar velja þá leið heldur en að láta reyna á tæknifrjóvganir og eru margar ástæður sem liggja að baki slíkrar ákvörðunar. Þar vegur þungt bæði líkamlegt- og andlegt álag sem tæknifrjóvgun getur haft í för með sér, ekki síst þegar árangur lætur á sér standa eða meðferðir dragast á langinn. Fyrir suma verður sú leið einfaldlega of kostnaðarsöm og íþyngjandi. Í slíkum aðstæðum skiptir máli að raunhæfir og öruggir valkostir standi fólki til boða. Ættleiðing erlendis frá hefur verið um langt skeið einn slíkur valkostur fyrir Íslendinga. Ekki síst þegar önnur úrræði hafa þegar reynst árangurslaus. Það á sérstaklega við um ættleiðingar frá m.a. löndum eins og Indlandi. Þar sem samstarf var áður fyrr til staðar og reynslan af ferlinu góð. Félagið Íslensk ættleiðing, hefur staðið í viðræðum að fá ættleiðingar leyfðar aftur frá Indlandi til Íslands. Þrátt fyrir að áhugi sé til staðar frá indverskum stjórnvöldum að sögn ættleiddra einstaklinga sem hafa heimsótt Indland, að þá kemur félagið að tómum dyrum. Umræðan virðist stoppa hjá Dómsmálaráðuneytinu sem telur að þar sem tæknifrjóvganir virðast hjálpa mörgum að eignast barn, en alls ekki öllum, að þá sé þetta ekki nógu mikilvægt málefni að þeirra mati að leyfa ættleiðingar frá Indlandi á ný. Að hefja ættleiðingar til Íslands frá fleiri löndum erlendis frá og opna þar með fyrir tækifæri fólks í þessari stöðu sem margt hefur reynt til þess að láta drauma sína rætast, að eitt ráðuneyti stjórni þeirra örlögum er mjög erfitt. Ákvörðunin liggur ekki hjá þeim sem óska eftir að ættleiða, né hjá samstarfsaðilum erlendis, heldur hjá Dómsmálaráðuneytinu. Þar eru völdin til að endurheimta þann valkost sem áður var í boði og sem fyrir marga er ekki spurning um þægindi eða val, heldur eina raunhæfa leiðin til að stofna fjölskyldu. Þegar ákvörðunarvaldið liggur hjá einu ráðuneyti er mikilvægt að það sé tekið af alvöru, með heildarsýn og skilningi á því að bak við hverja umsókn er fólk sem hefur þegar gengið langa og erfiða leið. Fyrir suma er þetta ekki spurning um valfrelsi, heldur um það hvort nokkur leið sé yfirhöfuð fær. Þetta snýst ekki um að gera lítið úr tæknifrjóvgun eða þeim árangri sem þar hefur náðst. Þetta snýst um að viðurkenna að hún er ekki lausn fyrir alla. Fyrir þann hóp þarf að tryggja raunhæfa, örugga og mannúðlega leið til fjölskyldumyndunar. Þegar slíkur valkostur er til staðar, bæði sögulega og með vilja samstarfsaðila erlendis, hlýtur það að vera á ábyrgð stjórnvalda að meta hvort rétt sé að halda honum lokuðum áfram. Að lokum hlýtur að vera réttmæt krafa að stjórnvöld horfi á þessa stöðu í samhengi og með mannúð að leiðarljósi. Það er ekki nóg að úrræði virki fyrir marga, ef þau virka ekki fyrir alla. Samfélag sem vill kalla sig réttlátt og styðjandi þarf einnig að mæta þeim sem standa eftir þegar hefðbundnar leiðir lokast. Sú spurning vaknar hvort réttlætanlegt sé að halda möguleikanum um ættleiðingar frá Indlandi lokuðum. Á meðan ekkert breytist eru það ekki aðeins stjórnsýslulegar ákvarðanir sem tefjast, heldur líf fólks sem bíður eftir tækifæri til að stofna fjölskyldu. Höfundur er ættleiddur frá Indlandi og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ættleiðingar Indland Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Tæknifrjóvgun er ekki lausn fyrir alla. Fyrir hluta fólks endar sú leið án árangurs þrátt fyrir langvarandi meðferðir sem geta farið fram bæði hérlendis og erlendis. Fjárhagslegt álag og tilfinningalegir erfiðleikar fylgja oft slíkum meðferðum auk þess sem oft er mikið álag og sorg hjá fólki sem er komið að leiðarlokum um að fá draum sinn uppfylltan um að eignast fjölskyldu. Sumir upplifa einnig mikil veikindi vegna þeirra ónæmisbælandi lyfja sem eru t.d. notuð erlendis. Þegar hér er komið við sögu, er ættleiðing oft eina raunhæfa leiðin til að stofna fjölskyldu og í sumum tilfellum myndi fólk frekar velja þá leið heldur en að láta reyna á tæknifrjóvganir og eru margar ástæður sem liggja að baki slíkrar ákvörðunar. Þar vegur þungt bæði líkamlegt- og andlegt álag sem tæknifrjóvgun getur haft í för með sér, ekki síst þegar árangur lætur á sér standa eða meðferðir dragast á langinn. Fyrir suma verður sú leið einfaldlega of kostnaðarsöm og íþyngjandi. Í slíkum aðstæðum skiptir máli að raunhæfir og öruggir valkostir standi fólki til boða. Ættleiðing erlendis frá hefur verið um langt skeið einn slíkur valkostur fyrir Íslendinga. Ekki síst þegar önnur úrræði hafa þegar reynst árangurslaus. Það á sérstaklega við um ættleiðingar frá m.a. löndum eins og Indlandi. Þar sem samstarf var áður fyrr til staðar og reynslan af ferlinu góð. Félagið Íslensk ættleiðing, hefur staðið í viðræðum að fá ættleiðingar leyfðar aftur frá Indlandi til Íslands. Þrátt fyrir að áhugi sé til staðar frá indverskum stjórnvöldum að sögn ættleiddra einstaklinga sem hafa heimsótt Indland, að þá kemur félagið að tómum dyrum. Umræðan virðist stoppa hjá Dómsmálaráðuneytinu sem telur að þar sem tæknifrjóvganir virðast hjálpa mörgum að eignast barn, en alls ekki öllum, að þá sé þetta ekki nógu mikilvægt málefni að þeirra mati að leyfa ættleiðingar frá Indlandi á ný. Að hefja ættleiðingar til Íslands frá fleiri löndum erlendis frá og opna þar með fyrir tækifæri fólks í þessari stöðu sem margt hefur reynt til þess að láta drauma sína rætast, að eitt ráðuneyti stjórni þeirra örlögum er mjög erfitt. Ákvörðunin liggur ekki hjá þeim sem óska eftir að ættleiða, né hjá samstarfsaðilum erlendis, heldur hjá Dómsmálaráðuneytinu. Þar eru völdin til að endurheimta þann valkost sem áður var í boði og sem fyrir marga er ekki spurning um þægindi eða val, heldur eina raunhæfa leiðin til að stofna fjölskyldu. Þegar ákvörðunarvaldið liggur hjá einu ráðuneyti er mikilvægt að það sé tekið af alvöru, með heildarsýn og skilningi á því að bak við hverja umsókn er fólk sem hefur þegar gengið langa og erfiða leið. Fyrir suma er þetta ekki spurning um valfrelsi, heldur um það hvort nokkur leið sé yfirhöfuð fær. Þetta snýst ekki um að gera lítið úr tæknifrjóvgun eða þeim árangri sem þar hefur náðst. Þetta snýst um að viðurkenna að hún er ekki lausn fyrir alla. Fyrir þann hóp þarf að tryggja raunhæfa, örugga og mannúðlega leið til fjölskyldumyndunar. Þegar slíkur valkostur er til staðar, bæði sögulega og með vilja samstarfsaðila erlendis, hlýtur það að vera á ábyrgð stjórnvalda að meta hvort rétt sé að halda honum lokuðum áfram. Að lokum hlýtur að vera réttmæt krafa að stjórnvöld horfi á þessa stöðu í samhengi og með mannúð að leiðarljósi. Það er ekki nóg að úrræði virki fyrir marga, ef þau virka ekki fyrir alla. Samfélag sem vill kalla sig réttlátt og styðjandi þarf einnig að mæta þeim sem standa eftir þegar hefðbundnar leiðir lokast. Sú spurning vaknar hvort réttlætanlegt sé að halda möguleikanum um ættleiðingar frá Indlandi lokuðum. Á meðan ekkert breytist eru það ekki aðeins stjórnsýslulegar ákvarðanir sem tefjast, heldur líf fólks sem bíður eftir tækifæri til að stofna fjölskyldu. Höfundur er ættleiddur frá Indlandi og háskólanemi.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun