Skoðun

Sig­fús í sexuna!

Mörður Árnason skrifar

Allskonar fólk er í framboði í forvali Samfylkingarinnar (laugardaginn 24. !) og slegist um fyrstu sætin. En hin sætin skipta líka máli, því þar eiga að að vera vinnuhestarnir og navígatorarnir sem forustumennirnir geta reitt sig á. Þeir eru rkki síður mikilvægir, ræðararnir í skut.

Ég hef þekkt Sigfús Ómar Höskuldsson í um það bil áratug. Við kynntumst sem stjórnarmenn í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík ‒ á fyrsta fundinn kom ég í KR-flíspeysunni minni, en þá var Sigfús í ÍR-gallanum ‒ og þar með hófst samvinna og samræður sem síðan hafa staðið samfellt með miklum blóma.

Sigfús er jafnaðarmaður af lífi og sál, og hann er maður sem hægt er að treysta í verkum. Þegar hann tekur eitthvað að sér, sem er oft, þá þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af því máli. Sama hvort það eru fundarhöld, fjármálareddingar, útihátíð og pulsugrill, framlag í stefnumótun, pólitískar djúpsiglingar ‒ eða bara að hafa fólk gott og hugga þá sem þarf að hugga.

Sigfús er bæði rafmagnsiðfræðingur og rekstrarfræðingur, kann fótboltaþjálfun og er trommuleikari með slagverkspróf, og faðir þriggja drengja !‒ en starfar núna aðallega við ferðamennsku ‒ að sýna gestum hina miklu sameiginlegu auðlind okkar, náttúruna, sem honum þykir svo vænt um.

Hann gefur kost á sér í sjötta sætið í forvalinu, og sleggjan í kosningabaráttunni er: „Sigfús í sexuna“ …

Ég mæli eindregið með Sigfúsi Ómari Höskuldssyni í næstu borgarstjórnarsveit Samfylkingarinnar.

Höfundur er Samfylkingarmaður




Skoðun

Skoðun

Ung til at­hafna

Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×