Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 13. janúar 2026 08:01 Þegar ég talaði um mikilvægi þess að passa upp á gæðin í uppbyggingu í kosningabaráttunni 2022 var nánast hlegið að mér. Mantran um hraða og magn tröllreið umræðunni um húsnæðismál sem eina raunhæfa viðfangsefnið og fólk kepptist við að ræða aðferðafræðina. En það er hægt að gera bæði. Styrkja skipulagsferlana til að auka skilvirkni og flýta fyrir uppbyggingu en huga jafnframt að gæðum í þágu borgarbúa og þeirra velferðar. Þetta er það sem ég hef gert sem formaður skipulagsmála borgarinnar. Það var strax á síðasta kjörtímabili sem ég vildi hefja vinnu við gerð borgarhönnunarstefnu til að tryggja betur gæði í uppbyggingu. Á þeim tíma hafði ég ekki erindi sem erfiði enda mest í umræðunni hvernig hægt væri að einfalda reglugerðir og kröfur til að vera ekki að flækjast fyrir uppbyggingaraðilum, í því samhengi var sífellt verið að leita leiða til að létta á byggingarreglugerð. Hinn óhefti markaður væri fullfær um að mæta þörfum íbúa. Eins og ég hef trú á mikilvægi aðila á markaði þá tek ég alvarlega þá ábyrgð sem yfirvöld bera á velferð íbúa og þeirra hagsmunum. Meginhlutverk einkaaðila er að tryggja sinn eigin hag og gróða en það er hinsvegar hlutverk hins opinbera að tryggja almannahagsmuni. Ég hóf þetta kjörtímabil með því að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu í samningum um meirihlutasáttmála að fá að vinna borgarhönnunarstefnu. Í síðasta samstarfssamningi þeirra fimm flokka sem nú eru við völd var borgarhönnunarstefna og gæði í uppbyggingu enn og aftur innprentað. Að sama skapi settum við inn í samstarfssáttmálann að umbylta skipulagsferlunum til að auka skilvirknina og tryggja gæðin og á árinu 2025 var undir minni formennsku í skipulagsráði gerð ein stærsta breyting á skipulags- og uppbyggingarferlum borgarinnar síðustu áratugi. Borgarhönnunarstefna var svo unnin undir minni forystu og samþykkt í haust. Loksins. Þar er kveðið á um aukinn gróður og innleiðingu svokallaðrar 3-30-300 reglu um að allsstaðar frá skuli sjást í að lágmarki 3 tré, 30% laufþekja sé innan allra hverfa og ekki sé lengra en 300 metrar í næsta græna almenningssvæði. Kvaðir eru um næga birtu í íbúðum og á útisvæðum, að dauðir og gluggalausir veggir séu að mestu óheimilir og að fjölbreytileiki og metnaðarfull hönnun gefi af sér inn í borgarrýmið. Þessi stefna skiptir miklu máli og nú skiptir öllu máli að fylgja henni markvisst eftir. Verið er að vinna tékklista og mælanleg markmið en það þarf skýra forystu við eftirfylgnina með metnað og þekkingu á viðfangsefninu. Við erum að byggja upp á sjálfbæran hátt, þétta byggð og nýta vel innviði borgarinnar en það er ekki sama hvernig það er gert. Við verðum að tryggja gæðin. Borgarhönnunarstefna gengur út á einmitt það og með markvissri innleiðingu hennar í öllum okkar verkferlum og verkefnum þá mun hún skipta sköpum. Svo hús verði góð heimili. Svo borgin byggist upp á forsendum íbúa, fyrst og fremst, og þeirra velferðar. Ég bið um stuðning í 3. - 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar næstkomandi til að fá skýrt umboð til að innleiða af þekkingu og metnaði borgarhönnunarstefnu. Til að tryggja gæði í uppbyggingu og skapa með því mannvænt, skemmtilegt og gefandi borgarsamfélag - fyrir okkur öll og framtíðarkynslóðir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í forvali fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar ég talaði um mikilvægi þess að passa upp á gæðin í uppbyggingu í kosningabaráttunni 2022 var nánast hlegið að mér. Mantran um hraða og magn tröllreið umræðunni um húsnæðismál sem eina raunhæfa viðfangsefnið og fólk kepptist við að ræða aðferðafræðina. En það er hægt að gera bæði. Styrkja skipulagsferlana til að auka skilvirkni og flýta fyrir uppbyggingu en huga jafnframt að gæðum í þágu borgarbúa og þeirra velferðar. Þetta er það sem ég hef gert sem formaður skipulagsmála borgarinnar. Það var strax á síðasta kjörtímabili sem ég vildi hefja vinnu við gerð borgarhönnunarstefnu til að tryggja betur gæði í uppbyggingu. Á þeim tíma hafði ég ekki erindi sem erfiði enda mest í umræðunni hvernig hægt væri að einfalda reglugerðir og kröfur til að vera ekki að flækjast fyrir uppbyggingaraðilum, í því samhengi var sífellt verið að leita leiða til að létta á byggingarreglugerð. Hinn óhefti markaður væri fullfær um að mæta þörfum íbúa. Eins og ég hef trú á mikilvægi aðila á markaði þá tek ég alvarlega þá ábyrgð sem yfirvöld bera á velferð íbúa og þeirra hagsmunum. Meginhlutverk einkaaðila er að tryggja sinn eigin hag og gróða en það er hinsvegar hlutverk hins opinbera að tryggja almannahagsmuni. Ég hóf þetta kjörtímabil með því að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu í samningum um meirihlutasáttmála að fá að vinna borgarhönnunarstefnu. Í síðasta samstarfssamningi þeirra fimm flokka sem nú eru við völd var borgarhönnunarstefna og gæði í uppbyggingu enn og aftur innprentað. Að sama skapi settum við inn í samstarfssáttmálann að umbylta skipulagsferlunum til að auka skilvirknina og tryggja gæðin og á árinu 2025 var undir minni formennsku í skipulagsráði gerð ein stærsta breyting á skipulags- og uppbyggingarferlum borgarinnar síðustu áratugi. Borgarhönnunarstefna var svo unnin undir minni forystu og samþykkt í haust. Loksins. Þar er kveðið á um aukinn gróður og innleiðingu svokallaðrar 3-30-300 reglu um að allsstaðar frá skuli sjást í að lágmarki 3 tré, 30% laufþekja sé innan allra hverfa og ekki sé lengra en 300 metrar í næsta græna almenningssvæði. Kvaðir eru um næga birtu í íbúðum og á útisvæðum, að dauðir og gluggalausir veggir séu að mestu óheimilir og að fjölbreytileiki og metnaðarfull hönnun gefi af sér inn í borgarrýmið. Þessi stefna skiptir miklu máli og nú skiptir öllu máli að fylgja henni markvisst eftir. Verið er að vinna tékklista og mælanleg markmið en það þarf skýra forystu við eftirfylgnina með metnað og þekkingu á viðfangsefninu. Við erum að byggja upp á sjálfbæran hátt, þétta byggð og nýta vel innviði borgarinnar en það er ekki sama hvernig það er gert. Við verðum að tryggja gæðin. Borgarhönnunarstefna gengur út á einmitt það og með markvissri innleiðingu hennar í öllum okkar verkferlum og verkefnum þá mun hún skipta sköpum. Svo hús verði góð heimili. Svo borgin byggist upp á forsendum íbúa, fyrst og fremst, og þeirra velferðar. Ég bið um stuðning í 3. - 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar næstkomandi til að fá skýrt umboð til að innleiða af þekkingu og metnaði borgarhönnunarstefnu. Til að tryggja gæði í uppbyggingu og skapa með því mannvænt, skemmtilegt og gefandi borgarsamfélag - fyrir okkur öll og framtíðarkynslóðir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í forvali fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar