Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar 8. janúar 2026 10:30 Þar sem áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir kemur í ljós að um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum upplifir námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Félag lesblindra á Íslandi hefur lagt áherslu á að opna umræðu um stöðu lesblindra í þjóðfélaginu, bæði meðan á skólagöngu stendur og eftir að henni lýkur. Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi árið 2023. Rannsókn sem Félag lesblindra á Íslandi hrinti af stað með aðstoð almennings. 21% svarenda eru með lesblindu Niðurstöður könnunar hefðu átt að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í rannsókninni, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Styrkja þarf stöðu lesblindra á vinnumarkaði Félag lesblindra leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum. Á sama tíma getur fólk með ákveðna námsörðugleika verið mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar sem nýtist atvinnulífinu á margvíslegan hátt. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins og í atvinnulífinu er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur S. Johnsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þar sem áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir kemur í ljós að um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum einstaklingum upplifir námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Félag lesblindra á Íslandi hefur lagt áherslu á að opna umræðu um stöðu lesblindra í þjóðfélaginu, bæði meðan á skólagöngu stendur og eftir að henni lýkur. Það er mikilvægt að hafa hugfast að einn af hverjum 10 nemendum í efri bekkjum íslenskra grunnskóla segir að lesblinda hafi mikil eða mjög mikil áhrif á frammistöðu þeirra í námi. Þetta er niðurstaða viðamikillar könnunar meðal ungmenna í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Félag lesblindra á Íslandi árið 2023. Rannsókn sem Félag lesblindra á Íslandi hrinti af stað með aðstoð almennings. 21% svarenda eru með lesblindu Niðurstöður könnunar hefðu átt að opna augu fólks fyrir þeim vanda sem við er að glíma. Alls hafði 21% svarenda á aldrinum 18 til 24 ára, sem tóku þátt í rannsókninni, verið greind með lesblindu. Nokkuð fleiri karlar en konur höfðu greinst með lesblindu og algengast var að svarendur hefðu fengið greininguna á aldrinum 10 til 15 ára eða 21,9%. Næstflestir voru greindir fyrir 10 ára aldur eða 14,9% og fæstir þátttakenda með lesblindu höfðu greinst eftir 15 ára aldur eða 4,6%. Þekking á lesblindu hefur aukist innan skólasamfélagsins þó að enn sé nokkuð í land að sú þekking sé almenn og dugi til að slá á áhyggjur foreldra þegar skólastarf hefst. Nauðsynlegt er að vel sé hlúð að öllum nemendum og komið til móts við þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Læsi telst vera grundvallarfærni og mikilvægt að allir kennarar hafi einhvern grunn í lestrarfræðum og geti aðstoðað nemendur sem eiga erfitt með lestur. Styrkja þarf stöðu lesblindra á vinnumarkaði Félag lesblindra leitar nú til almennings til að styrkja rannsóknir á stöðu fólks með lestrarörðugleika á vinnumarkaði. Atvinnulífið er að ganga í gegnum mikilvægar breytingar. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Það er skoðun Félags lesblindra að það þurfi að fylgjast vel með þessum þáttum. Á sama tíma getur fólk með ákveðna námsörðugleika verið mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar sem nýtist atvinnulífinu á margvíslegan hátt. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Félag lesblindra á Íslandi hefur unnið að því að auka skilning á lesblindu og draga úr fordómum. Betur má ef duga skal því á öllum stigum skólakerfisins og í atvinnulífinu er hægt að gera betur þegar kemur að þeim sem eiga við lestrarörðugleika að etja. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun