Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar 7. janúar 2026 21:01 Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn hefur breyst. Vægi alþjóðalaga og fjölþjóðastofnana hefur veikst og sá heimur sem við blasir er síst af öllu betri fyrir smærri þjóðir. Ef fullkomin virðing væri borin fyrir alþjóðalögum þyrfti varla nokkur þjóð að huga að eigin vörnum. Smærri ríki þyrftu ekki að óttast að fullveldi þeirra yrði skert með valdi. En í heimi þar sem alþjóðalög eru látin mæta afgangi og fullveldi þjóða er ekki virt, þar eykst óöryggið sannarlega. Samvinna besta vörnin En við getum samt alltaf haft áhrif á okkar örlög. Öryggi smærri ríkja hvílir ekki á alþjóðalögum einum saman – og hefur reyndar aldrei gert í tilfelli Íslands. Öll lönd, sem ekki teljast til stórvelda, geta tryggt pólitískt, efnahagslegt og hernaðarlegt öryggi sitt með virkri þátttöku í bandalögum með öðrum þjóðum. Tvö mikilvægustu pólitísku bandalög vestrænna ríkja eru NATO og Evrópusambandið. Ísland er aðili að NATO, sem er lykilbandalag þjóða báðum megin Atlantshafsins um sameiginlegar varnir. Vera okkar þar snýst þó ekki aðeins um hernaðarlegt öryggi, heldur einnig um aðild að því pólitíska bandalagi líkt-þenkjandi þjóða sem NATO er. Við eigum heima við borðið Ísland starfar náið með Evrópusambandinu, bæði í gegnum EES-samninginn og með þátttöku í samstarfi um löggæslu og landamæri. Við erum hins vegar enn utan við það mikilvæga pólitíska bandalag sem sambandið sjálft er. Þegar mynd birtist af forsætisráðherrum hinna fjögurra Norðurlandanna við kvöldverðarborð, án þess að fulltrúi Íslands væri viðstaddur var það gagnrýnt. Fólki fannst við eiga heima við þetta borð. En á sama hátt má benda á að í hverri viku og í hverjum mánuði hittast leiðtogar Evrópuríkja innan vébanda ESB og ræða sín sameiginlegu hagsmuna- og öryggismál án okkar þátttöku. Það er tímabært að breyta því. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun