Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir og Margrét Wendt skrifa 7. janúar 2026 16:30 Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Loftslagsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun