„Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2026 21:55 Svandís Svavarsdóttir er formaður Vinstri grænna. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna fordæmir árás Bandaríkjanna á Venesúela og segir hana afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Hún segir viðbrögð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra til skammar. Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna. Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í nótt loftárásir á Venesúela þar sem Nicolás Maduro var tekinn höndum ásamt eiginkonu hans og þau flutt til New York þar sem þau verða að líkindum dregin fyrir dómstóla. Vonast eftir lýðræðislegum umbótum í kjölfar valdaráns Í viðtali á Vísi sagði Þorgerður Katrín utanríkisráðherra að Ísland geri þá kröfu að farið sé eftir stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og öðrum alþjóðalögum sama hver eigi í hlut en gekk ekki svo langt að fordæma aðgerðir Bandaríkjamanna. „Við munum einfaldlega fylgjast með þessu alveg eins og nágrannaríkin okkar, Noregur og aðrar Norðurlandaþjóðir sem og Evrópusambandið. Við munum bara fylgjast vel með þessum aðstæðum í Venesúela og sjá hvernig fram vindur. En undirstrika að framvindan verði á forsendum lýðræðislegs lýðræðislegs þankagangs og nálgunar,“ sagði hún meðal annars. Árásin sem Bandaríkjamenn gerðu á Venesúela í nótt var gerð án þess að kosið væri um það. Raunar sagði Trump forseti það sjálfur að Bandaríkjaþingi væri ekki treystandi með þess konar upplýsingar. Allar skoðanakannanir benda einnig til þess að bandaríska þjóðin styðji þessar aðgerðir engan veginn. „Ekki bara þegar hentar“ Svandís Svavarsdóttir er afdráttarlausari í viðbrögðum sínum. Hún segir líkt og utanríkisráðherra að Maduro eigi enga vorkunn skilið, en að brot á alþjóðalögum séu ólíðandi. „Vopnuð innrás í annað ríki er afdráttarlaust brot á alþjóðalögum. Smáríki eins og Ísland eiga allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt – alltaf, ekki bara þegar það hentar,“ segir hún. „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar. Ísland á að tala skýrt,“ segir Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna.
Utanríkismál Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Sjá meira