Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. desember 2025 13:30 Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun