Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar 31. desember 2025 08:31 Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Flest höfum við upplifað að niðurstöður rannsókna virðist stangast á við eigin reynslu. Rannsóknir segja eitt, en daglegur veruleiki segir annað. Þetta misræmi er raunverulegt og þarfnast skýringar. Tökum dæmi. Rannsóknir geta sýnt að lítill eða enginn munur sé á ofbeldi eða skemmdarverkum milli hópa ungmenna, til dæmis með tilliti til uppruna. Samhliða upplifa margir að ákveðnir hópar tengist slíkri andfélagslegri hegðun mun oftar en aðrir. Hvorugt þarf að vera rangt. Skýringin liggur oft í því að niðurstöður eru „leiðréttar“ fyrir ýmsum þáttum. Upplifun fólks endurspeglar raunveruleg atvik í tilteknum rýmum og aðstæðum. Leiðrétt gögn eru hins vegar tölfræðileg tilraun til að skýra hvaða þættir tengjast þessum mun og hvers vegna hann birtist. Þetta eru tvö ólík sjónarhorn á sama veruleika, en sá greinarmunur kemur sjaldan skýrt fram í almennri umfjöllun. Slíkt misræmi getur eðlilega kallað fram reiði, pirring og vantraust. Þau viðbrögð eru ekki órökrétt, heldur afleiðing þess að reynsla og upplifun fólks fær ekki viðurkenningu í opinberri umræðu. En fyrir hverju er leiðrétt? Til dæmis fyrir því að sumir hópar eru oftar úti án eftirlits, eiga oftar í átökum eða túlka móðganir frekar sem óréttlæti. Einnig er leiðrétt fyrir fjölskyldutengdum þáttum, svo sem veikari tengslum við foreldra og minna aðhaldi. Hér er verið að lýsa hegðun og atferli sem eru breytanleg og mótanleg, ekki náttúrulögmálum eins og aldri eða kyni. Afleiðingin er sú að hegðun sem skiptir mestu máli og þarf að breyta missir tölfræðilegt vægi sitt og munur milli hópa minnkar eða hverfur í niðurstöðum. Þegar niðurstöðum er miðlað án almennilegra skýringa verður auðvelt að túlka þær sem að vandinn sé ekki til staðar eða hann sé annar en hann er, engum til góðs. Ef lítill eða enginn munur er talinn vera milli hópa, verða aðgerðir óhjákvæmilega almennari og veikari. Í stað þess þarf að horfast í augu við rætur vandans, forgangsraða aðgerðum þar sem andfélagsleg hegðun birtist og láta skýrt í ljós að ekkert umburðarlyndi sé fyrir slíkri hegðun. Að „leiðrétta“ burt hegðun eða atferli er ekki lausn. Að lækka væntingar til ákveðinna hópa er ekki mannúð, það er vanræksla. Meðvirkni skilar ekki betra samfélagi, heldur verra fyrir alla. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun