Handbolti

Hetjuleg bar­átta dugði ekki gegn heimsmeisturunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Strákarnir með silfurverðlaunin sín í mótslok.
Strákarnir með silfurverðlaunin sín í mótslok. @hsi_iceland

Íslenska átjánda ára landsliðið í handbolta varð að sætta sig við silfurverðlaun á Sparkassen Cup.

Íslenska liðið komst í úrslitaleikinn á móti heimsmeisturum Þjóðverja en varð að sætta sig við þriggja marka tap, 31-28.

Íslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og höfðu sex marka forskot þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik var 17-16, okkar mönnum í vil.

Þjóðverjar hófu seinni hálfleikinn mun betur og lögðu grunninn að sínum sigri. Okkar menn gerðu gott áhlaup í lokin en því miður var það ekki nóg.

FH-ingurinn Brynjar Narfi Arndal var markahæstur með níu mörk en Valsmaðurinn Bjarki Snorrason skoraði fjögur mörk eins og ÍR-ingurinn Patrekur Smári Arnarsson.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon þjálfa íslenska liðið.

Íslenska liðið vann sterkt lið Portúgal í undanúrslitaleiknum. 

Bæði liðin höfðu unnið alla leiki sína á mótinu fyrir úrslitaleikinn. Liðin höfðu líka tvisvar sinnum mæst áður; á æfingamóti í Færeyjum fyrir hálfu ári síðan þar sem Þjóðverjar höfðu betur. Ísland bætti upp fyrir það með góðum sigri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í þessum aldursflokki.

  • Markaskor Íslands í úrslitaleiknum:
  • Brynjar Narfi Arndal - 9 mörk
  • Bjarki Snorrason - 4 mörk
  • Patrekur Smári Arnarsson - 4 mörk
  • Ómar Darri Sigurgeirsson - 3 mörk
  • Kári Steinn Guðmundsson - 2 mörk
  • Freyr Aronsson - 2 mörk
  • Anton Frans Sigurðsson - 1 mark
  • Alex Unnar Hallgrímsson - 1 mark
  • Matthías Dagur Þorsteinsson - 1 mark
  • Örn Kolur Kjartansson - 1 mark
  • Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 14 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 1 skot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×