Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. desember 2025 08:43 Trump og Selenskí hittast í Mar-a-Lago setri Trumps í Flórída í dag. EPA Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti hittir Donald Trump Bandaríkjaforseta í Flórída í dag þar sem til stendur að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum. Fundurinn er haldinn eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð um helgina. Selenskí sagði í færslu á samfélagsmiðlum að árásir Rússa um helgina væru skýrt merki um að Rússar hefðu engan áhuga á friði. Rússar gerðu umsvifamiklar loftárásir á Kænugarð í gær þar sem minnst tveir létust og 32 slösuðust, samkvæmt úkraínskum yfirvöldum. Þá séu um 40 prósent íbúa í Kænugarði og nágrenni án hita, eftir vel heppnaða árás á orkuinnviði. Á fundinum, sem fer fram í Mar-a-Lago setri Trumps í Flórída, stendur til að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída. Samkvæmt frétt BBC er búist við að Selenskí vilji frekari öryggistryggingar frá Bandaríkjunum og öðrum Nato ríkjum, skyldi Rússland ráðast á Úkraínu á nýjan leik. Þá er möguleg eftirgjöf Donbas-héraðs til Rússa einn helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum. Upphafleg drög friðarsamkomulags Bandaríkjamanna sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra, þar sem í þeim var fallist á kröfur Rússa um yfirráð yfir héraðinu, þar á meðal svæðum sem þeir hafa ekki náð á sitt vald eftir fjögurra ára innrásarstríð. Rússar hafa hernumið um 75 prósent af Donetsk héraði, og um 99 prósent af Luhansk héraði, en saman kallast þessi héruð Donbas. Bandaríkjamenn hafa lagt til að sá hluti Donbas sem Rússar hafa ekki náð á sitt vald verði gerður að fríverslunarsvæði, og Selenskí segir þann möguleika koma til greina. Selenskí er vongóður um að uppfærð friðaráætlun verði grunnurinn að samkomulagi um langvarandi frið í Úkraínu, samkvæmt frétt BBC. „Þessi drög eru 90 prósent tilbúin. Okkar verkefni er bara að sjá til þess að þetta verði allt klárt,“ sagði hann. Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Tengdar fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. 26. desember 2025 08:28 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Selenskí sagði í færslu á samfélagsmiðlum að árásir Rússa um helgina væru skýrt merki um að Rússar hefðu engan áhuga á friði. Rússar gerðu umsvifamiklar loftárásir á Kænugarð í gær þar sem minnst tveir létust og 32 slösuðust, samkvæmt úkraínskum yfirvöldum. Þá séu um 40 prósent íbúa í Kænugarði og nágrenni án hita, eftir vel heppnaða árás á orkuinnviði. Á fundinum, sem fer fram í Mar-a-Lago setri Trumps í Flórída, stendur til að ræða uppfærða friðaráætlun í tuttugu liðum sem fulltrúar Bandaríkjastjórnar og Úkraínu höfðu rætt á fundi í Flórída. Samkvæmt frétt BBC er búist við að Selenskí vilji frekari öryggistryggingar frá Bandaríkjunum og öðrum Nato ríkjum, skyldi Rússland ráðast á Úkraínu á nýjan leik. Þá er möguleg eftirgjöf Donbas-héraðs til Rússa einn helsti ásteytingarsteinninn í friðarviðræðunum. Upphafleg drög friðarsamkomulags Bandaríkjamanna sættu mikilli gagnrýni af hálfu Úkraínumanna og evrópskra bandamanna þeirra, þar sem í þeim var fallist á kröfur Rússa um yfirráð yfir héraðinu, þar á meðal svæðum sem þeir hafa ekki náð á sitt vald eftir fjögurra ára innrásarstríð. Rússar hafa hernumið um 75 prósent af Donetsk héraði, og um 99 prósent af Luhansk héraði, en saman kallast þessi héruð Donbas. Bandaríkjamenn hafa lagt til að sá hluti Donbas sem Rússar hafa ekki náð á sitt vald verði gerður að fríverslunarsvæði, og Selenskí segir þann möguleika koma til greina. Selenskí er vongóður um að uppfærð friðaráætlun verði grunnurinn að samkomulagi um langvarandi frið í Úkraínu, samkvæmt frétt BBC. „Þessi drög eru 90 prósent tilbúin. Okkar verkefni er bara að sjá til þess að þetta verði allt klárt,“ sagði hann.
Donald Trump Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bandaríkin Tengdar fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. 26. desember 2025 08:28 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45 Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Volodýmýr Selenskí Úkraínuforseti mun funda með Donald Trump Bandaríkjaforseta „í náinni framtíð“ og segir hann að margt geti ráðist fyrir árslok. 26. desember 2025 08:28
Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá helstu atriðum í tuttugu punkta drögum að friðarsamkomulagi sem Úkraína og Bandaríkin hafa til skoðunar. Forsetinn trúir því að drögin gætu orðið grunnurinn að friðarsamkomulagi þeirra við Rússa. 24. desember 2025 15:45
Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Steve Witkoff, sendifulltrúi Donald Trump Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði átt uppbyggilegar og árangursríkar viðræður við fulltrúa Úkraínu og Evrópu í Flórída. 22. desember 2025 06:39
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila