Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 26. desember 2025 06:31 Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu samþykkti þing Evrópusambandsins skýrslu um málefni norðurslóða með miklum meirihuta atkvæða þar sem stofnanir þess voru hvattar til að beita sér fyrir því að Grænland færi undir stjórn sambandsins auk Íslands og Noregs. Þá var enn fremur lögð áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda landanna fyrir Evrópusambandið. Með öðrum orðum er langur vegur frá því að stjórnvöld í Bandaríkjunum séu ein um það að sækjast eftir því að ná yfirráðum yfir Grænlandi og ásælast auðlindir landsins. Hið sama á við um Evrópusambandið auk yfirráða yfir Íslandi og Noregi og auðlindum þeirra. Í meginatriðum er hugsunin sú sama. Landfræðileg útþenslustefna. „Heimsálfan okkar hefur orðið vitni að ítrekuðum tilraunum til þess að sameina hana; Sesar, Karlamagnús og Napóleon ásamt öðrum. Markmiðið hefur verið að sameina álfuna með vopnavaldi, með sverðinu. Við viljum hins vegar sameina hana með pennanum. Mun penninn ná árangri þar sem sverðið hefur endanlega beðið ósigur?“ Með þessum hætti komst Valéry Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, að orði í ræðu sem hann flutti árið 2003 þegar hann tók við verðlaunum fyrir framlag sitt til samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama og hjá stórveldum fyrri alda en aðferðin önnur. Frá upphafi hefur markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess verið að til yrði sambandsríki. Þetta kemur til að mynda fram í Schuman-yfirlýsingunni frá árinu 1950 sem markaði upphaf sambandsins. Unnið hefur verið jafnt og þétt að því markmiði síðan og hefur Evrópusambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Tal Donalds Trump Bandaríkjaforseta um málefni Grænlands hefur vitanlega á engan hátt verið ásættanlegt en hið sama á að sjálfsögðu við um ásælni Evrópusambandsins í garð landsins. Markmið sambandsins er í grunninn það sama. Að tryggja sér yfirráð yfir Grænlandi og auðlindum þess líkt og í tilfelli Íslands. Með pennanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun