Erlent

Seinfeld og Friends-leikari látinn

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Pat Finn lék í The Middle.
Pat Finn lék í The Middle. Getty

Pat Finn, bandarískur leikari sem lék meðal annars í Friends, Seinfeld og The Middle, er látinn. Hann var sextugur.

Leikarinn lést á heimili sínu í Los Angeles á mánudag en hann hafði verið í krabbameinsmeðferð í þrjú ár. Finn skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Leikaraferill hans hófst með aðalhlutverk í the George Wendt Show árið 1995 og árið 1998 tók hann við hlutverki Joe May í Seinfeld. Þá mátti einnig sjá Finn bregða fyrir í þáttum á við King of Queens, That '70s Show, House og Friends þar sem hann lék Dr. Rogers, sem Monica fór á nokkur stefnumót með Monica.

Auk þess að leika í sjónvarpi var Finn spunaleikari og aðjúnkt í Háskólanum í Colorado. 

„Pat hitti aldrei ókunnuga - hann hitti vini sem hann átti eftir að kynnast,“ skrifaði fjölskylda hans í yfirlýsingu sem BBC greinir frá.

„Pat þjálfaði, sýndi vinsemd og ráðlagði óteljandi nemendum í gegnum árum og það væri erfitt að finna einhvern sem hefði eitthvað slæmt um hann að segja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×