Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2025 15:52 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, stendur fyrir framan fanga í fangelsi í El Salvador þangað sem Bandaríkjastjórn sendi fólk sem hún ætlaði að vísa úr landi. Það gerði hún jafnvel eftir að dómstóll hafði skipað henni að hætti athæfinu. AP/Alex Brandon Fréttaritari fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna telur að pólitík hafi ráðið för þegar ritstjóri CBS-sjónvarpsstöðvarinnar frestaði sýningu á umfjöllun um umdeildar brottvísanir Trump-stjórnarinnar á fólki til El Salvadors. Umfjöllun 60 mínútna um fólk sem Trump-stjórnin sendi í alræmt risafangelsi í El Salvador hafði þegar verið auglýst opinberlega þegar Bari Weiss, ritstjóri fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, ákvað að stöðva hana um helgina. Weiss, sem stýrði íhaldssömu vefriti áður en hún var ráðin ritstjóri hjá CBS í haust, hélt því fram að umfjöllunin hefði ekki verið tilbúin til birtingar. Hún yrði sýnd síðar þegar hún yrði tilbúin. Það væri daglegt brauð að fresta birtingu umfjöllunar af alls kyns ástæðum, meðal annars vegna þess að í þær vantaði aukið samhengi eða gagnrýnar raddir. Samkvæmt Sharyn Alfonsi, fréttaritarans sem ræddi við fólk sem var sent til El Salvador, höfðu þó bæði lögfræðingar CBS og gæðastjórar gefið henni grænt ljós. Hvíta húsinu, heimavarnarráðuneytinu og fleirum frá stjórnvöldum hefði verið gefinn kostur á að bregðast við en ekki brugðist við. CBS gerði skyndilega sátt við Donald Trump og greiddi honum fúlgur fjár vegna viðtals við Kamölu Harris. Skömmu síðar gekk samruni móðurfélags CBS við Skydance í gegn.AP/Mark Lennihan Í tölvupósti sem Alfonsi sendi samstarfsmönnum sínum eftir að Weiss stöðvaði umfjöllunina sagði hún hana efnislega rétta. Weiss hefði hins vegar viljað að fréttamennirnir ræddu við Stephen Miller, ráðgjafa Trump og hugmyndafræðilegan föður brottvísananna, og fengið þeim símanúmerið hans. „Að mínu mati er það að taka umfjöllunina úr umferð núna eftir ítarlega innri úttekt ekki ritstjórnarleg ákvörðun heldur pólitísk,“ skrifaði Alfonsi í póstinum sem rataði einnig til nokkurra fjölmiðla. Falast eftir að bæta CNN í safnið CBS réði Weiss skömmu eftir að móðurfélag stöðvarinnar gerði sátt við Donald Trump í máli sem hann höfðaði vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, mótframbjóðanda hans, fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Hélt Trump því fram að viðtalið hefði verið klippt á hátt sem hefði bitnað á framboði hans. Sáttin var gerð á tíma sem Paramount, móðurfélag CBS, sóttist eftir að sameinast Skydance, öðrum fjölmiðlarisa. Margir töldu beint orsakasamhengi á milli sáttarinnar og þess að stjórn Trump gaf samrunanum grænt ljós. Paramount Skydance sækist nú eftir óvinveittri yfirtöku á Warner Bros Discovery sem á meðal annars CNN-fréttastöðina. Larry Ellison, stærsti hluthafi Paramount, er sagður hafa rætt við fulltrúa Hvíta hússins um að reka ákveðna þáttastjórnendur CNN sem Trump leggur fæð á nýlega. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Tjáningarfrelsi El Salvador Tengdar fréttir Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03 Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12 Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Umfjöllun 60 mínútna um fólk sem Trump-stjórnin sendi í alræmt risafangelsi í El Salvador hafði þegar verið auglýst opinberlega þegar Bari Weiss, ritstjóri fréttastofu CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, ákvað að stöðva hana um helgina. Weiss, sem stýrði íhaldssömu vefriti áður en hún var ráðin ritstjóri hjá CBS í haust, hélt því fram að umfjöllunin hefði ekki verið tilbúin til birtingar. Hún yrði sýnd síðar þegar hún yrði tilbúin. Það væri daglegt brauð að fresta birtingu umfjöllunar af alls kyns ástæðum, meðal annars vegna þess að í þær vantaði aukið samhengi eða gagnrýnar raddir. Samkvæmt Sharyn Alfonsi, fréttaritarans sem ræddi við fólk sem var sent til El Salvador, höfðu þó bæði lögfræðingar CBS og gæðastjórar gefið henni grænt ljós. Hvíta húsinu, heimavarnarráðuneytinu og fleirum frá stjórnvöldum hefði verið gefinn kostur á að bregðast við en ekki brugðist við. CBS gerði skyndilega sátt við Donald Trump og greiddi honum fúlgur fjár vegna viðtals við Kamölu Harris. Skömmu síðar gekk samruni móðurfélags CBS við Skydance í gegn.AP/Mark Lennihan Í tölvupósti sem Alfonsi sendi samstarfsmönnum sínum eftir að Weiss stöðvaði umfjöllunina sagði hún hana efnislega rétta. Weiss hefði hins vegar viljað að fréttamennirnir ræddu við Stephen Miller, ráðgjafa Trump og hugmyndafræðilegan föður brottvísananna, og fengið þeim símanúmerið hans. „Að mínu mati er það að taka umfjöllunina úr umferð núna eftir ítarlega innri úttekt ekki ritstjórnarleg ákvörðun heldur pólitísk,“ skrifaði Alfonsi í póstinum sem rataði einnig til nokkurra fjölmiðla. Falast eftir að bæta CNN í safnið CBS réði Weiss skömmu eftir að móðurfélag stöðvarinnar gerði sátt við Donald Trump í máli sem hann höfðaði vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, mótframbjóðanda hans, fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Hélt Trump því fram að viðtalið hefði verið klippt á hátt sem hefði bitnað á framboði hans. Sáttin var gerð á tíma sem Paramount, móðurfélag CBS, sóttist eftir að sameinast Skydance, öðrum fjölmiðlarisa. Margir töldu beint orsakasamhengi á milli sáttarinnar og þess að stjórn Trump gaf samrunanum grænt ljós. Paramount Skydance sækist nú eftir óvinveittri yfirtöku á Warner Bros Discovery sem á meðal annars CNN-fréttastöðina. Larry Ellison, stærsti hluthafi Paramount, er sagður hafa rætt við fulltrúa Hvíta hússins um að reka ákveðna þáttastjórnendur CNN sem Trump leggur fæð á nýlega.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Tjáningarfrelsi El Salvador Tengdar fréttir Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03 Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12 Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 21. desember 2023 12:03
Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Forsvarsmenn Paramount Skydance hófu í dag fjandsamlega yfirtökutilraun á Warner Bros. Discovery. Það er eftir að stjórn síðarnefnda félagsins neitaði að selja það til Paramount og samþykktu frekar 72 milljarða dala tilboð frá Netflix. 8. desember 2025 15:12
Lofar að koma böndum á CNN David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. 9. desember 2025 11:38
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent