Epstein-skjölin birt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. desember 2025 23:16 Jeffrey Epstein í mars 2017. AP/Kynferðisbrotamannaskrá New York Epstein-skjölin hafa verið birt á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Birting skjalanna hafa valdið miklum usla vestanhafs en þau tengjast rannsóknum á barnaníðingnum Jeffrey Epstein. Um er að ræða gríðarlegan fjölda skjala, tölvupósta og mynda sem varða rannsókn á Jeffrey Epstein sem var sakfelldur og kærður fyrir mansal og barnaníð. Hann lést í varðhaldi árið 2019. Epstein var fyrst ákærður fyrir umfangsmikið kynferðisofbeldi og mansal ungra stúlkna árið 2006 en hann gerði samkomulag við saksóknarann og sat í fangelsi í þrettán mánuði. Sjá nánar: Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði undir frumvarp sem kveður á um birtingu skjalanna í nóvember. Samkvæmt fyrstu athugun NYT tengjast umrædd skjöl þremur málum. Sú fyrsta er rannsókn lögreglunnar í Palm Beach, Flórída árið 2005, síðan önnur rannsókn í Flórída árið 2008 sem endaði með fangelsisvistinni og sú þriðja rannsókn saksóknara í Manhattan árið 2019. Þeirri rannsókn lauk aldrei þar sem Epstein lést í varðhaldi. Síðustu daga hefur ráðuneytið birt nokkrar ljósmyndir úr skjölunum. Fræg andlit á nokkrum myndum Líkt og áður kom fram er um að ræða gríðarlegt magn gagna sem gæti tekið marga daga að fara yfir. Við fyrstu athugun er minnst nokkrum sinnum á fræga einstaklinga sem hafa áður komið við sögu í máli Epstein, þar á meðal Andrew Mountbatten-Windsor, sem gaf upp alla titla sína, þar á meðal prinstitilinn, vegna tengsla hans við Epstein. Blaðamenn BBC telja manninn sem liggur á dömunum vera Andrew Mountbatten-Windsour, fyrrverandi prins.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Líkt og sést á myndinni er búið að fela andlit flestra. Í bréfi Todd Blanche, aðstoðarsaksóknara, til þingmanna Bandaríkjanna segir að allt sem gæti einkennt fórnarlömb Epstein hefði verið fjarlægt úr skjölunum. Yfir tólf hundruð voru skilgreind sem annaðhvort fórnarlömb eða aðstandendur þeirra samkvæmt CNN. Þó nokkrar ljósmyndir má finna af Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Trump hefur sérstaklega kallað eftir því að rannsaka eigi betur þátt Clintons í málinu og annarra Demókrata. Á einni þeirra, sem BBC fann í skjölunum, má sjá Clinton með söngvaranum Mick Jagger. Árið 2019 sagði Jagger að hann vissi ekkert um þá hræðilegu glæpi sem Epstein hefði framið. Mick Jagger og Bill Clinton ásamt ónefndri konu.Bandaríska dómsmálaráðuneytið Á annarri ljósmynd má svo sjá Clinton og stjörnuna Michael Jackson. Blaðamenn CNN fundu einnig mynd af Clinton með leikaranum Kevin Spacey í London. Michael Jackson og Bill Clinton.Bandaríska dómsmálaráðuneytið Trump, sem var náinn vinur Epstein um tíma, kemur nokkrum sinnum fyrir í skjölunum samkvæmt fyrstu athugun NYT. Þar á meðal er ein mynd af honum í hópi kvenna. Þáttur Trumps í málinu hefur verið mikið til umræðu og hefur því verið varpað fram að hann hafi reynt að komast hjá birtingu skjalanna vegna þess. Birt var bréf Trumps til Epstein í tilefni fimmtíu ára afmælis þess síðarnefnda en bréfið er í laginu eins og kvenlíkami. Þá er undirritun forsetans líkt og skapahár. Allt á milli himins og jarðar Í skjölunum er einnig mikill fjöldi ljósmynda sem má ætla að séu nektarmyndir en svartur kassi er yfir öllum persónugreinanlegum einkennum viðkomandi. Meðal skjalanna er kvörtun til lögreglu frá listakonu sem tók ljósmyndir af systrum sínum, sem voru þá tólf og sextán ára, en Epstein átti að hafa stolið ljósmyndunum. Hún telur að Epstein hafi selt myndirnar og á hann að hafa beðið ónefndan aðila, líklega listakonuna, um að taka ljósmyndir af ungum stelpum í sundi. Þá átti hann að hafa hótað henni að ef hún myndi segja einhverjum um myndirnar myndi hann brenna niður húsið hennar. Einnig má finna nokkrar kvittanir fyrir kaupum frá versluninni Adult Video Warehouse. Þá eru hefðbundnari upplýsingar, svo sem flugáætlun fyrir flugferðir og fjöldi ljósmynda af húsi sem má áætla að hafi verið í eigu Epstein. Líkt og kom fram mun eflaust taka nokkra daga að fara í gegnum skjölin, sem skipt er upp í fjóra hluta. Í hverjum hluta hafa skjöl verið flokkuð saman en í hverjum flokki geta verið allt að hundrað blaðsíður. Skjölin eru aðgengileg hér, á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Um er að ræða gríðarlegan fjölda skjala, tölvupósta og mynda sem varða rannsókn á Jeffrey Epstein sem var sakfelldur og kærður fyrir mansal og barnaníð. Hann lést í varðhaldi árið 2019. Epstein var fyrst ákærður fyrir umfangsmikið kynferðisofbeldi og mansal ungra stúlkna árið 2006 en hann gerði samkomulag við saksóknarann og sat í fangelsi í þrettán mánuði. Sjá nánar: Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði undir frumvarp sem kveður á um birtingu skjalanna í nóvember. Samkvæmt fyrstu athugun NYT tengjast umrædd skjöl þremur málum. Sú fyrsta er rannsókn lögreglunnar í Palm Beach, Flórída árið 2005, síðan önnur rannsókn í Flórída árið 2008 sem endaði með fangelsisvistinni og sú þriðja rannsókn saksóknara í Manhattan árið 2019. Þeirri rannsókn lauk aldrei þar sem Epstein lést í varðhaldi. Síðustu daga hefur ráðuneytið birt nokkrar ljósmyndir úr skjölunum. Fræg andlit á nokkrum myndum Líkt og áður kom fram er um að ræða gríðarlegt magn gagna sem gæti tekið marga daga að fara yfir. Við fyrstu athugun er minnst nokkrum sinnum á fræga einstaklinga sem hafa áður komið við sögu í máli Epstein, þar á meðal Andrew Mountbatten-Windsor, sem gaf upp alla titla sína, þar á meðal prinstitilinn, vegna tengsla hans við Epstein. Blaðamenn BBC telja manninn sem liggur á dömunum vera Andrew Mountbatten-Windsour, fyrrverandi prins.Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna Líkt og sést á myndinni er búið að fela andlit flestra. Í bréfi Todd Blanche, aðstoðarsaksóknara, til þingmanna Bandaríkjanna segir að allt sem gæti einkennt fórnarlömb Epstein hefði verið fjarlægt úr skjölunum. Yfir tólf hundruð voru skilgreind sem annaðhvort fórnarlömb eða aðstandendur þeirra samkvæmt CNN. Þó nokkrar ljósmyndir má finna af Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Trump hefur sérstaklega kallað eftir því að rannsaka eigi betur þátt Clintons í málinu og annarra Demókrata. Á einni þeirra, sem BBC fann í skjölunum, má sjá Clinton með söngvaranum Mick Jagger. Árið 2019 sagði Jagger að hann vissi ekkert um þá hræðilegu glæpi sem Epstein hefði framið. Mick Jagger og Bill Clinton ásamt ónefndri konu.Bandaríska dómsmálaráðuneytið Á annarri ljósmynd má svo sjá Clinton og stjörnuna Michael Jackson. Blaðamenn CNN fundu einnig mynd af Clinton með leikaranum Kevin Spacey í London. Michael Jackson og Bill Clinton.Bandaríska dómsmálaráðuneytið Trump, sem var náinn vinur Epstein um tíma, kemur nokkrum sinnum fyrir í skjölunum samkvæmt fyrstu athugun NYT. Þar á meðal er ein mynd af honum í hópi kvenna. Þáttur Trumps í málinu hefur verið mikið til umræðu og hefur því verið varpað fram að hann hafi reynt að komast hjá birtingu skjalanna vegna þess. Birt var bréf Trumps til Epstein í tilefni fimmtíu ára afmælis þess síðarnefnda en bréfið er í laginu eins og kvenlíkami. Þá er undirritun forsetans líkt og skapahár. Allt á milli himins og jarðar Í skjölunum er einnig mikill fjöldi ljósmynda sem má ætla að séu nektarmyndir en svartur kassi er yfir öllum persónugreinanlegum einkennum viðkomandi. Meðal skjalanna er kvörtun til lögreglu frá listakonu sem tók ljósmyndir af systrum sínum, sem voru þá tólf og sextán ára, en Epstein átti að hafa stolið ljósmyndunum. Hún telur að Epstein hafi selt myndirnar og á hann að hafa beðið ónefndan aðila, líklega listakonuna, um að taka ljósmyndir af ungum stelpum í sundi. Þá átti hann að hafa hótað henni að ef hún myndi segja einhverjum um myndirnar myndi hann brenna niður húsið hennar. Einnig má finna nokkrar kvittanir fyrir kaupum frá versluninni Adult Video Warehouse. Þá eru hefðbundnari upplýsingar, svo sem flugáætlun fyrir flugferðir og fjöldi ljósmynda af húsi sem má áætla að hafi verið í eigu Epstein. Líkt og kom fram mun eflaust taka nokkra daga að fara í gegnum skjölin, sem skipt er upp í fjóra hluta. Í hverjum hluta hafa skjöl verið flokkuð saman en í hverjum flokki geta verið allt að hundrað blaðsíður. Skjölin eru aðgengileg hér, á vefsíðu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira