Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 16. desember 2025 07:37 Afsökunarbeiðni og afsagnir helstu stjórnenda BBC dugðu ekki til og því fer Trump nú í mál. Photo by Chip Somodevilla/Getty Images Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú ákveðið að fara í mál við breska ríkisútvarpið og krefst fimm milljarða Bandaríkjadala í bætur. Málið á rætur sínar að rekja til þess að framleiðendur í fréttaskýringaþættinum Panorama klipptu orð hans í ræðu þann 6. janúar 2021 úr samhengi. Þannig mátti á forsetanum skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna. Trump sakar BBC um ærumeiðingar og segir stofnunina einnig hafa gerst brotlega við lög um heiðarleg viðskipti. Breska ríkisútvarpið hefur þegar beðið forsetann formlega afsökunar á atvikinu og þá hafa fréttastjóri og forstjóri Breska ríkisútvarpsins sagt af sér vegna málsins. Það dugði þó ekki til því Trump hafði einnig, auk afsökunarbeiðninnar, farið fram á einn milljarð dala í skaðabætur að auki og því hafði stofnunin hafnað. „Ég ætla að fara í mál við BBC fyrir að leggja mér orð í munn. Þeir gerðu það bókstaflega, þeir lögðu mér orð í munn, orð sem ég sagði aldrei. Þeir hljóta að hafa notað gervigreind eða eitthvað svoleiðis,“ sagði forsetinn meðal annars í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Þarna krítar Trump reyndar dálítið liðugt þegar hann segist ekki hafa sagt það sem hann er látinn segja í þættinum. Hið rétta er að orð hans voru klippt úr samhengi, þannig að tveimur bútum úr ræðu hans var skeytt saman eins og þar færi heil setning. Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. 15. nóvember 2025 10:35 BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. 14. nóvember 2025 07:35 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Trump sakar BBC um ærumeiðingar og segir stofnunina einnig hafa gerst brotlega við lög um heiðarleg viðskipti. Breska ríkisútvarpið hefur þegar beðið forsetann formlega afsökunar á atvikinu og þá hafa fréttastjóri og forstjóri Breska ríkisútvarpsins sagt af sér vegna málsins. Það dugði þó ekki til því Trump hafði einnig, auk afsökunarbeiðninnar, farið fram á einn milljarð dala í skaðabætur að auki og því hafði stofnunin hafnað. „Ég ætla að fara í mál við BBC fyrir að leggja mér orð í munn. Þeir gerðu það bókstaflega, þeir lögðu mér orð í munn, orð sem ég sagði aldrei. Þeir hljóta að hafa notað gervigreind eða eitthvað svoleiðis,“ sagði forsetinn meðal annars í Hvíta húsinu í gærkvöldi. Þarna krítar Trump reyndar dálítið liðugt þegar hann segist ekki hafa sagt það sem hann er látinn segja í þættinum. Hið rétta er að orð hans voru klippt úr samhengi, þannig að tveimur bútum úr ræðu hans var skeytt saman eins og þar færi heil setning.
Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. 15. nóvember 2025 10:35 BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. 14. nóvember 2025 07:35 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti blaðamönnum í gær að hann hyggst lögsækja breska ríkisútvarpið þrátt fyrir að forsvarsmenn þess hafi beðist afsökunar á klippingu fréttaskýringarþáttarins Panorama þar sem ræða hans er klippt í því skyni að breyta skilaboðum forsetans. Hann hótar lögsókn upp á milljarð dala. 15. nóvember 2025 10:35
BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Breska ríkisútvarpið hefur nú beðið Donald Trump Bandaríkjaforseta formlega afsökunar á því að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum úr ræðu hans þann 6. janúar 2021 í fréttaskýringaþættinum Panorama með þeim afleiðingum að á forsetanum mátti skilja að hann væri að hvetja til árása á þinghús Bandaríkjanna með beinum hætti. 14. nóvember 2025 07:35
Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skyldu til að höfða mál gegn BBC vegna þess hvernig ræða hans 6. janúar 2021 var klippt í þætti ríkisútvarpsins. Hótunin um lögsókn þykir til marks um að herferð forsetans gegn fjölmiðlum og fyrirtækjum sem þóknast honum ekki sé nú komin út fyrir landsteinana. Þó nokkrir fjölmiðlar og fyrirtæki vestanhafs hafa lúffað fyrir honum og jafnvel greitt fúlgur fjár í sjóði sem tengjast honum. 12. nóvember 2025 23:01