Handbolti

Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Valencia var markahæsti Íslendingurinn í portúgölsku deildinni í kvöld.
Stiven Valencia var markahæsti Íslendingurinn í portúgölsku deildinni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Íslendingaliðin þrjú í portúgölsku deildinni í handbolta unnu öll leiki sína í kvöld.

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í Sporting eru áfram með fullt hús á toppnum en liðið hefur unnið alla fimmtán deildarleiki sína í vetur.

Að þessu sinni vann Sporting tuttugu marka sigur á Belenenses, 43-23. Orri Freyr skoraði fimm mörk í leiknum.

Porto er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Sporting, en liðið vann átján marka útisigur á Gaia í dag, 45-27. Þorsteinn Leó Gunnarsson er enn þá meiddur og var ekki með í kvöld.

Benfica er síðan í þriðja sætinu eftir 34-25 útisigur á Avanca. Bencifa er einu stigi á eftir Porto og fjórum stigum á eftir Sporting.

Stiven Valencia var markahæsti Íslendingur kvöldsins en hann skoraði sex mörk fyrir Benfica.

Porto hefur reyndar leiki leik meira en bæði Sporting og Benfica.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×