Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. desember 2025 15:22 Jeremy Clarkson rekur bóndabæ í dag og krá. Getty Þingmönnum verkamannaflokksins í Bretlandi hefur verið meinaður aðgangur að fjölmörgum krám og veitingahúsum þar í landi, en veitingamenn eru ævareiðir yfir fyrirhuguðum skattahækkunum á greinina. Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson bættist í dag við hóp þeirra sem hafa bannað alla 404 þingmenn flokksins á krá sinni, en Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands hefur verið bannaður á krá hans, „The Farmer's Dog“, frá því hún opnaði í fyrra. Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph. Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Telegraph greinir frá því að herferðin hafi hafist á föstudeginum 5. desember, þegar Andy Lennox, kráareigandi í Dorset hengdi upp límmiða sem sagði: „Þingmenn verkamannaflokksins bannaðir! #Skattlagðirút“ Fljótlega hafi fleiri veitingamenn tekið upp á því sama og í dag sé slíka límmiða að finna um allt land. Þingmenn bannaðir!X Samtök fyrirtækja í verslun og þjónustu gera ráð fyrir því að fyrirtækjaskattur á krár muni hækka um allt að 76 prósent á næstu þremur árum, miðað við fjármálaáætlun sem Rachel Reeves, fjármálaráðherra landsins, lagði fram á dögunum. Með fjárlagafrumvarpinu falla skattaafslættir úr gildi sem höfðu verið við lýði frá því kórónuveirufaraldurinn reið röftum. Þannig hækkar tiltekinn veitingaskattur aftur í 75 prósent, sem hafði verið felldur niður í 40 prósent árið 2020. Í frumvarpinu er einnig tilkynnt um fimm prósenta skattalækkun á sérstökum skatti fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu, og hefur sá skattur ekki verið lægri frá 1991. To be clear, I have banned all Labour MPs from my pub, except one: Markus Campbell Savours. He’s welcome any time. And not just because the Labour Party has now sacked him.— Jeremy Clarkson (@JeremyClarkson) December 13, 2025 Aftur á móti stendur til að hækka fasteignaskatta, fyrirtækjaskatt og önnur gjöld. Andy Lennox, kráareigandinn í Dorset, segir í viðtali við Telegraph að hann geri ráð fyrir því að skattar og gjöld í hans rekstri allt að tvöfaldist á næstu tveimur árum. „Ég held að þessi ríkisstjórn viti ekki hvað hún er að gera. Þeir eru að skattleggja þjónustu í drep, og kalla það samt skattalækkun.“ James Fowler, kráareigandi í Bournemouth, er einn þeirra sem hefur bannað þingmenn verkamannaflokksins, en þar á meðal er þingmaður sem hann kaus sjálfur, Tom Hayes. James segist grípa til þessara ráðstafana af illri nauðsyn. „Ég sagði Tom að þetta væri ekkert persónulegt. Hann er frábær þingmaður kjördæmisins, og ég kaus hann, en þetta snýst ekki um það. Við erum bara að reyna vekja athygli á þessu á landsvísu,“ segir James Fowler. Þingmaðurinn, Tom Hayes, segir að bannið komi í veg fyrir að hann geti sinnt starfi sínu almennilega. „Ég get ekki hlustað á fyrirtækjaeigendur, og verið fulltrúi þeirra á þinginu. Ég berst fyrir hagsmunum Bournemouth, og fyrir hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja á svæðinu.“ „Núna eru hendur mínar bundnar, og það af fyrirtækjunum sem ég er að reyna sinna vel,“ segir Tom í viðtali við Telegraph.
Bretland England Skattar, tollar og gjöld Áfengi Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð