ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2025 22:54 Úkraínumenn héldu mótmæli í Brussel í dag þar sem þeir kröfðust þess að rússneskir fjármunir yrðu notaðir til að fjármagna varnir Úkraínu. EPA Stjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að beita neyðarheimild sem felst í að ríkiseignir Rússlands innan ESB verði frystar ótímabundið. Á sama tíma hafa rússnesk stjórnvöld hótað að beita verðbréfafyrirtækið Euroclear, vörsluaðila stórs hluta umræddra eigna, hefndaraðgerðum. Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Í umfjöllun Guardian segir að sambandið komi til með að frysta fjármuni í eigu rússneska seðlabankans sem nema 210 milljörðum evra, eða um 31 billjón króna. Með aðgerðinni sé hægt að nýta fjármunina til að styðja við varnir Úkraínu gegn Rússum. António Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti um ákvörðunina í dag. Með henni væri sambandið að standa við skuldbindingu síðan í október um að halda rússneskum eignum frystum þar til Rússland bindur enda á innrásarstríðið gegn Úkraínu og bætir það tjón sem ríkið hefur með því valdið. Áður þurfti sambandið að endurnýja refsiaðgerðir, sem sneru að því að frysta rússneskar eignir, á sex mánaða fresti. Þannig gátu aðildarríki hliðholl Kremlstjórninni, eins og til dæmis Ungverjaland, beitt neitunarvaldi eftir atvikum. Yfir hundrað málsóknir Ákvörðun ESB var tekin aðeins nokkrum klukkustundum eftir að seðlabanki Rússlands tilkynnti um málshöfðun á hendur verðbréfafyrirtækisins Euroclear, sem heldur utan um stærstan hluta frystra rússneskra eigna. Það er þó ekki á valdi fyrirtækisins hvernig hinum frystu fjármunum er ráðstafað. Málið er höfðað fyrir rússneskum dómstól. Í málsókninni kemur fram að „ólöglegar aðgerðir“ Euroclear hafi valdið getu seðlabankans til að stýra fjármunum og verðbréfum „tjóni“. Guardian hefur eftir forsvarsmanni fyrirtækisins að yfir hundrað mál hafi þegar verið höfðuð á hendur því í Rússlandi. Belgar á bremsunni Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í síðustu viku til að sambandið skyldi lána Úkraínu níutíu milljarða evra, með veði í rússneskum eignum sem frystar hafa verið innan ESB frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Fulltrúar Belgíu hafa þó stöðvað áætlunina vegna ótta við fjölda málsókna frá rússneskum stjórnvöldum og við haldlagningu belgískra eigna í landinu. Leiðtogafundur ESB fer fram í næstu viku, en þar hafa fulltrúar lofað ákvörðun um tilhögun fjárhagsaðstoðar til Úkraínu næstu tvö árin. Úkraínsk stjórnvöld sjá fram á að verða að óbreyttu uppiskroppa með fé til að fjármagna varnir sínar og greiða læknum og kennurum laun næsta vor. Embættismenn ESB telja að fyrirhugað níutíu milljarða evra lán muni mæta tveimur þriðju af fjárhagslegum þörfum Úkraínu næstu tvö árin og búast við að önnur stuðningsríki Úkraínu bjóði á móti fram fjárhagsaðstoð sem nemur þriðjungi þarfanna.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Belgía Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira