Svandís stígur til hliðar Agnar Már Másson skrifar 12. desember 2025 16:57 Svandís Svavarsdóttir. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hún greinir frá því á Facebook að hún hafi ákveðið að bjóða sig ekki fram til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundi flokksins árið 2026. Ekki er ljóst hvort hún stígi strax til hliðar sem formaður. „Ákvörðunin er persónuleg og tekin af yfirvegun eftir samtöl og umhugsun,“ skrifar Svandís, sem tók við formennsku í fyrra. „Síðustu tuttugu ár hef ég helgað líf mitt stjórnmálum og baráttunni fyrir betra og réttlátara samfélagi. Sú barátta heldur áfram. Það hafa verið forréttindi að starfa í þágu almennings og fá að vera í framlínu stjórnmálanna allan þennan tíma.“ „Ég hef fulla trú á mikilvægu hlutverki Vinstri grænna og mun leggja mitt af mörkum til að rödd hreyfingarinnar heyrist skýrt í komandi kosningum. Mannúð, réttlæti og ábyrgð gagnvart náttúrunni hafa aldrei verið brýnni,“ bætir hún við. Svandís tók við af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, nú varaformanni, en hann hafði gegnt tímabundinni formennsku eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, eftir að Katrín hafði kúplað sig úr stjórnmálum og reynt við forsetaframboð. Svandís var formlega kjörin formaður í október 2024. Formaðurinn víkur á erfiðum tíma fyrir flokkinn þar sem Vinstri græn náðu ekki manni inn á þing í síðustu þingkosningum né náði flokkurinn 2,5 prósenta lágmarkskosningu til að hljóta styrk sem stjórnmálaafl. Fylgi flokksins hefur setið í 2 til 2,5 prósentum í skoðanakönnunum frá síðustu kosningum. Það má því líklega búast við formannslagi á næsta fundi en enginn hefur formlega lýst áhuga á því að sækjast eftir formannsembættinu. Það vakti athygli í vikunni þegar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra Samfylkingar, stakk upp á því í vikunni að Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi tæki við sem næsti formaður. Svandís svaraði honum fullum hálsi í vikunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira