Viðskipti innlent

Tinna nýr fram­kvæmda­stjóri upp­lýsingatæknisviðs hjá Inn­nes

Atli Ísleifsson skrifar
Tinna Harðardóttir.
Tinna Harðardóttir.

Tinna Harðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innesi og mun taka sæti í framkvæmdastjórn frá og með 1. janúar 2026.

Tinna hefur starfað sem upplýsingatæknistjóri UT sviðs Innnes sem áður tilheyrði fjármálasviði félagsins.

Í tilkynningu segir að Tinna muni leiða stafræna þróun, stýra upplýsingakerfum og móta framtíðarsýn um áframhaldandi tækninýjungar innan fyrirtækisins. 

„Hún hefur stýrt upplýsingatæknideild Innnes síðastliðin 11 ár og stýrt stafrænum umbreytingum og leitt fjölbreytt verkefni tengd rekstraröryggi og innleiðingu tæknilausna sem styðja við vöxt og nýsköpun. Hún hóf störf sín hjá Innnes 19 ára gömul nýútskrifuð úr Verslunarskólanum og sinnti fjölbreyttum störfum fyrstu árin í þjónustu, markaðsmálum og fjármáladeildinni. Hún hefur komið að innleiðingum tæknilausna félagsins á einn eða annan hátt síðustu 20 árin og jafnframt aflað sér fjölbreyttra tæknivottana, lært sérhæfða kerfisforritun og verkefnastjórnun sem hefur nýst henni vel í starfi,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×