Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2025 09:27 Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í heimsókn sinni í Berlín í gær, 11. desember 2025. Vísir/EPA Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. Ummælin lét Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, falla í ræðu á vettvangi München-öryggisráðstefnunnar þegar hann heimsótti Berlín í gær. Þar lýsti hann Evrópu sem næsta skotmarki Rússlands og að hún væri þegar í skotlínunni. „Rússland hefur komið með stríð aftur í Evrópu og við verðum að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem afar okkar og ömmur og langafar okkar og langömmur þurftu að þola,“ sagði Rutte og vísaði þar augljóslega til heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öldinni. Tugir milljóna manna féllu í heimstyrjöldunum tveimur í Evrópu. Áætlað er að fimmtán til tuttugu milljónir hafi fallið í álfunni í síðari heimsstyrjöldinni frá 1939 til 1945, tvöfalt fleiri en í þeirri fyrri sem geisaði frá 1914 til 1918. Þrátt fyrir að ríki Evrópu hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og blendingshernaðs þeirra í Evrópu varaði Rutte við því að of margir væru værukærir. „Of margir átta sig ekki á hversu aðkallandi það er og of margir telja að við höfum tímann með okkur í liði. Hann er það ekki. Núna er tími aðgerða,“ sagði Rutte. Pútín verji stolt sitt með blóði eigin þegna Rússar hafa nú háð allsherjarstríð gegn Úkraínu í að nálgast fjögur ár og verið beinir þátttakendur í átökunum í austurhluta landsins í meira en áratug. Öllu hagkerfi landsins hefur verið umturnað til þess að styðja stríðsvélina í Úkraínu. Það er ekki síst þess vegna sem Atlantshafsbandalagið og evrópskir ráðamenn óttast að Rússar gætu beint spjótum sínum að Evrópuríkjum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Rutte sagði að þetta gæti gerst fyrr en marga gruni. „Varnir NATO geta haldið í bili en með hagkerfi sem þjónar stríði gæti Rússland verið tilbúið að beita hervaldi gegn NATO innan fimm ára.“ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði þegar sýnt það og sannað að hann væri tilbúinn að fórna lífum ógrynni rússneskra hermanna. „Pútín greiðir fyrir stolt sitt með blóði eigin þegna. Ef hann er reiðubúinn að fórna venjulegum Rússum á þennan hátt, hvað er hann tilbúinn að gera okkur?“ spurði framkvæmdastjórinn. Háðir aðstoð Kínverja Benti Rutte jafnframt á hlutdeild Kínverja í að ílengja stríðið í Úkraínu. Rússar fengju meirihluta rafeindabúnaðar í dróna sína þaðan. Kínversk tækni væri oft í þeim vopnum sem Rússar notuðu til þess að drepa úkraínska óbreytta borgara. „Kína er líflína Rússland. Án kína gæti Rússland ekki haldið áfram að heyja þetta stríð,“ sagði Rutte. NATO Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Ummælin lét Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, falla í ræðu á vettvangi München-öryggisráðstefnunnar þegar hann heimsótti Berlín í gær. Þar lýsti hann Evrópu sem næsta skotmarki Rússlands og að hún væri þegar í skotlínunni. „Rússland hefur komið með stríð aftur í Evrópu og við verðum að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem afar okkar og ömmur og langafar okkar og langömmur þurftu að þola,“ sagði Rutte og vísaði þar augljóslega til heimsstyrjaldanna tveggja á 20. öldinni. Tugir milljóna manna féllu í heimstyrjöldunum tveimur í Evrópu. Áætlað er að fimmtán til tuttugu milljónir hafi fallið í álfunni í síðari heimsstyrjöldinni frá 1939 til 1945, tvöfalt fleiri en í þeirri fyrri sem geisaði frá 1914 til 1918. Þrátt fyrir að ríki Evrópu hafi að undanförnu lagt aukna áherslu á öryggis- og varnarmál í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og blendingshernaðs þeirra í Evrópu varaði Rutte við því að of margir væru værukærir. „Of margir átta sig ekki á hversu aðkallandi það er og of margir telja að við höfum tímann með okkur í liði. Hann er það ekki. Núna er tími aðgerða,“ sagði Rutte. Pútín verji stolt sitt með blóði eigin þegna Rússar hafa nú háð allsherjarstríð gegn Úkraínu í að nálgast fjögur ár og verið beinir þátttakendur í átökunum í austurhluta landsins í meira en áratug. Öllu hagkerfi landsins hefur verið umturnað til þess að styðja stríðsvélina í Úkraínu. Það er ekki síst þess vegna sem Atlantshafsbandalagið og evrópskir ráðamenn óttast að Rússar gætu beint spjótum sínum að Evrópuríkjum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Rutte sagði að þetta gæti gerst fyrr en marga gruni. „Varnir NATO geta haldið í bili en með hagkerfi sem þjónar stríði gæti Rússland verið tilbúið að beita hervaldi gegn NATO innan fimm ára.“ Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefði þegar sýnt það og sannað að hann væri tilbúinn að fórna lífum ógrynni rússneskra hermanna. „Pútín greiðir fyrir stolt sitt með blóði eigin þegna. Ef hann er reiðubúinn að fórna venjulegum Rússum á þennan hátt, hvað er hann tilbúinn að gera okkur?“ spurði framkvæmdastjórinn. Háðir aðstoð Kínverja Benti Rutte jafnframt á hlutdeild Kínverja í að ílengja stríðið í Úkraínu. Rússar fengju meirihluta rafeindabúnaðar í dróna sína þaðan. Kínversk tækni væri oft í þeim vopnum sem Rússar notuðu til þess að drepa úkraínska óbreytta borgara. „Kína er líflína Rússland. Án kína gæti Rússland ekki haldið áfram að heyja þetta stríð,“ sagði Rutte.
NATO Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“