Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2025 21:24 Haukur Þrastarson var afar öflugur í kvöld fyrir Löwen. Instagram/@rnloewen Haukur Þrastarson var í aðalhlutverki þegar Rhein-Neckar Löwen vann Gummersbach í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 34-32. Haukur var næstmarkahæstur hjá Löwen með átta mörk og gaf einnig flestar stoðsendingar eða fimm talsins. Löwen var 19-18 yfir í hálfleik en staðan var jöfn, 28-28, þegar tólf mínútur voru eftir. Þá komu hins vegar þrjú mörk í röð frá heimamönnum sem héldu 2-4 marka forskoti út leikinn. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú marka Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal markaskorara í liði Guðjóns Vals Sigurðssonar að þessu sinni. Gummersbach er þó áfram ofar í deildinni, í 6. sæti með 21 stig, þremur stigum fyrir ofan Löwen sem er í 7. sæti nú þegar 16 umferðum er lokið. Enn eru þó þrjár umferðir eftir fram að EM-hléinu í janúar. Lærisveinar Arnórs með sætan sigur Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, vann afar sætan sigur gegn Eisenach, 27-26. Bergsicher var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan var jöfn, 24-24, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Heimamenn skoruðu þá næstu þrjú mörk og þó að gestirnir næðu að minnka muninn í eitt mark, sextán sekúndum fyrir leikslok, dugði það til sigurs. Bergischer komst þar með upp fyrir Minden, í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar, og er með tíu stig, stigi á eftir Eisenach. Arnór Viðars markahæstur í sigri í Svíþjóð Í Svíþjóð vann Íslendingaliðið Karlskrona sex marka sigur gegn Skövde, 30-24. Arnór Viðarsson var markahæstur Karlskrona í leiknum með sjö mörk úr ellefu skotum en liðið var enn á ný án Ólafs Guðmundssonar sem glímt hefur við meiðsli. Karlskrona er nú með 15 stig í 7. sæti en Skövde er sæti ofar með 16 stig. Karlskrona á þó leik til góða. Donni fagnaði í Danmörku Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sex mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur hjá SAH í 37-30 sigri gegn Fredericia. SAH er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir Mors-Thy en 12 stigum á eftir toppliði Álaborgar, eftir 16 umferðir. Fredericia, gamla liðið hans Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja neðsta sæti með aðeins 11 stig. Þýski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Haukur var næstmarkahæstur hjá Löwen með átta mörk og gaf einnig flestar stoðsendingar eða fimm talsins. Löwen var 19-18 yfir í hálfleik en staðan var jöfn, 28-28, þegar tólf mínútur voru eftir. Þá komu hins vegar þrjú mörk í röð frá heimamönnum sem héldu 2-4 marka forskoti út leikinn. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú marka Gummersbach en Teitur Örn Einarsson var ekki á meðal markaskorara í liði Guðjóns Vals Sigurðssonar að þessu sinni. Gummersbach er þó áfram ofar í deildinni, í 6. sæti með 21 stig, þremur stigum fyrir ofan Löwen sem er í 7. sæti nú þegar 16 umferðum er lokið. Enn eru þó þrjár umferðir eftir fram að EM-hléinu í janúar. Lærisveinar Arnórs með sætan sigur Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, vann afar sætan sigur gegn Eisenach, 27-26. Bergsicher var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en staðan var jöfn, 24-24, þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Heimamenn skoruðu þá næstu þrjú mörk og þó að gestirnir næðu að minnka muninn í eitt mark, sextán sekúndum fyrir leikslok, dugði það til sigurs. Bergischer komst þar með upp fyrir Minden, í 15. sæti af 18 liðum deildarinnar, og er með tíu stig, stigi á eftir Eisenach. Arnór Viðars markahæstur í sigri í Svíþjóð Í Svíþjóð vann Íslendingaliðið Karlskrona sex marka sigur gegn Skövde, 30-24. Arnór Viðarsson var markahæstur Karlskrona í leiknum með sjö mörk úr ellefu skotum en liðið var enn á ný án Ólafs Guðmundssonar sem glímt hefur við meiðsli. Karlskrona er nú með 15 stig í 7. sæti en Skövde er sæti ofar með 16 stig. Karlskrona á þó leik til góða. Donni fagnaði í Danmörku Í dönsku úrvalsdeildinni skoraði Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sex mörk úr níu skotum og var næstmarkahæstur hjá SAH í 37-30 sigri gegn Fredericia. SAH er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig, stigi á eftir Mors-Thy en 12 stigum á eftir toppliði Álaborgar, eftir 16 umferðir. Fredericia, gamla liðið hans Guðmundar Guðmundssonar, er í þriðja neðsta sæti með aðeins 11 stig.
Þýski handboltinn Sænski handboltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira