Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bylting í heil­brigðis­þjónustu og á­róður Banda­ríkja­manna

Mögulegt er að efla forvarnir, sjúkdómsgreiningar og meðferðir með heilbrigðisþjónustu sem er sniðin að hverjum og einum. Til þess er hægt að nota upplýsingar úr lífsýnasöfnum og gagnagrunnum sem Íslensk erfðagreining hefur til að mynda byggt upp. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Kára Stefánsson og heilbrigðisráðherra sem mun beita sér fyrir því að þetta verði tekið upp og telur að Íslendingar geti orðið leiðandi á sviðinu.

Innlent
Fréttamynd

Í beinni frá héraðs­dómi, unglingadrykkja og áheitakóngur

Tveir sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Við förum yfir málið í hádegisfréttum og verðum í beinni frá héraðsdómi þar sem fréttamaður okkar fylgist með aðalmeðferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vendingar í hraðbankamálinu og hús­næði sem fólk vill ekki

Héraðsdómur hefur hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ. Verjandi mannsins telur ólíklegt að Landsréttur fallist á varðhald, rökstuddan grun skorti í málinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatns­veður

Samtök áhugafólks um spilafíkn fagna því að Fjölmiðlanefnd hafi sektað Símann fyrir að auglýsa veðmálasíðu,  sem hafði ekki starfsleyfi hér á landi. Formaður samtakanna segir lítið eftirlit með leyfilegri veðmálastarfsemi hér á landi og því ekki koma á óvart að eftirlit með ólöglegri starfsemi sé engin.

Innlent
Fréttamynd

Sam­skipti fanga í ein­angrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar

Fangelsismálastjóri segir nánast útilokað að sakborningar sem sæti einangrun vegna sömu sakamálarannsóknar nái að hafa samskipti, vegna hönnunar Hólmsheiðarfangelsis. Fangar sem eru til rannsóknar í sömu málum eigi ekki að nota sömu útivistarsvæði, en fjöldi fanga í gæsluvarðahaldi reynist þó áskorun.

Innlent
Fréttamynd

Tollar, höfundar­réttur og þögn lög­reglu í kynferðisbrotamálum

Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipða. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins.

Innlent
Fréttamynd

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingamálin, Reynisfjara og Hin­segin dagar

Dómsmálaráðherra hyggst tempra kraftmikla fólksfjölgun til landsins með nýjum og strangari reglum um dvalarleyfi. Fólksfjölgun á Íslandi hafi verið fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og sé að stærstum hluta borin uppi af erlendum ríkisborgurum.

Innlent