Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 17:52 Sveinn Óskar Sigurðsson, til vinstri, er varamaður í stjórn Rúv. Vísir/Vilhelm Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. „Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
„Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira