Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Aron Guðmundsson skrifar 10. desember 2025 18:01 Stuðningsmenn Bodö/Glimt og norska landsliðsins á leik á HM kvenna í handbolta í Dortmund í gær Vísir/Getty Stuðningsmenn norska úrvalsdeildarfélagsins Bodö/Glimt hafa heldur betur nýtt ferð sína á útileik liðsins gegn Dortmund, í Meistaradeildinni í kvöld, vel. Þeir voru að sjálfsögðu mættir til að styðja við bakið á norska kvennalandsliðinu í handbolta í gær sem spilar í sömu borg á HM. Norðmennirnir kunna heldur betur að styðja við sín lið og stuðningsmenn Bodö/Glimt eru þar engin undantekning. Sama hvar liðið spilar getur maður verið viss um að stór hópur stuðningsmanna fylgi því um gjörvalla Evrópu. Norska kvennalandsliðið hefur valtað yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem stendur yfir í Þýskalandi og Hollandi og í gær tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum mótsins með stórsigri á Svartfjallalandi. Gult haf stuðningsmanna Bodö/Glimt, sem eru komnir saman í Dortmund til að styðja við bakið á sínum mönnum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld, tóku yfir Westfallen höllina í Dortmund í gær á meðan á landsleik Noregs og Svartfjallalands stóð yfir. Bodo/Glimt supporters geared up for their side's Champions League clash with Borussia Dortmund by throwing their support behind Norway in their quarter-final match against Montenegro in the women's Handball World Championship in Dortmund.Norway won 32-23 to book a semi-final… pic.twitter.com/mHC0XhlA7X— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 10, 2025 Bodö/Glimt hefur gengið illa að safna stigum í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili, liðið situr í 33.sæti í þrjátíu og sex liða deildarkeppni, er þar með tvö stig en getur með góðum úrslitum í næstu þremur leikjum sínum vippað sér upp í eitt af sætum níu til tuttugu og fjögur og tryggt sér sæti í næsta hluta keppninnar. Þetta eru þó þrír erfiðir leikir. Gegn Dortmund í kvöld, svo heima gegn Manchester City áður en lokaleikur liðsins í deildarkeppninni fer fram í Madríd gegn Atletico Madrid. En í svona stöðu er gott að hafa góða stuðningsmenn á bak við sig. Bodö/Glimt getur svo sannarlega treyst á þá. Leikur Dortmund og Bodö/Glimt í Meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira
Norðmennirnir kunna heldur betur að styðja við sín lið og stuðningsmenn Bodö/Glimt eru þar engin undantekning. Sama hvar liðið spilar getur maður verið viss um að stór hópur stuðningsmanna fylgi því um gjörvalla Evrópu. Norska kvennalandsliðið hefur valtað yfir hvern andstæðinginn á fætur öðrum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem stendur yfir í Þýskalandi og Hollandi og í gær tryggði liðið sér sæti í undanúrslitum mótsins með stórsigri á Svartfjallalandi. Gult haf stuðningsmanna Bodö/Glimt, sem eru komnir saman í Dortmund til að styðja við bakið á sínum mönnum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld, tóku yfir Westfallen höllina í Dortmund í gær á meðan á landsleik Noregs og Svartfjallalands stóð yfir. Bodo/Glimt supporters geared up for their side's Champions League clash with Borussia Dortmund by throwing their support behind Norway in their quarter-final match against Montenegro in the women's Handball World Championship in Dortmund.Norway won 32-23 to book a semi-final… pic.twitter.com/mHC0XhlA7X— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 10, 2025 Bodö/Glimt hefur gengið illa að safna stigum í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili, liðið situr í 33.sæti í þrjátíu og sex liða deildarkeppni, er þar með tvö stig en getur með góðum úrslitum í næstu þremur leikjum sínum vippað sér upp í eitt af sætum níu til tuttugu og fjögur og tryggt sér sæti í næsta hluta keppninnar. Þetta eru þó þrír erfiðir leikir. Gegn Dortmund í kvöld, svo heima gegn Manchester City áður en lokaleikur liðsins í deildarkeppninni fer fram í Madríd gegn Atletico Madrid. En í svona stöðu er gott að hafa góða stuðningsmenn á bak við sig. Bodö/Glimt getur svo sannarlega treyst á þá. Leikur Dortmund og Bodö/Glimt í Meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM kvenna í handbolta 2025 Handbolti Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira