Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar 10. desember 2025 09:32 Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar