Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2025 06:53 Leiðtogar Evrópu standa þétt við bakið á Selenskí og Úkraínu, enda mikið í húfi. Getty/Carl Court Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira