Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 10:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði. Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði.
Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira