Innlent

Karl­maður hand­tekinn í tengslum við manns­lát

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Maðurinn fannst í Kópavogi.
Maðurinn fannst í Kópavogi. Vísir

Karlmaður um þrítugt var handtekinn fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Kópavogi um síðustu helgi.

Á sunnudagsmorgun fannst karlmaður á fertugsaldri látinn í heimahúsi í á Kársnesi í Kópavogi. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlausan karlmann á ellefta tímanum en hann reyndist látinn er að var komið. 

Maðurinn sem er í haldi var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í fyrrdag. Gæsluvarðhaldið er í gildi til 9. desember samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Á fimmtudag greindi lögreglan frá að ekki lægi fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að. Engar upplýsingar hafa fengist frá lögreglu hvort að orsök andlátsins liggi fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Vita enn ekki hvernig maðurinn lést

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns um fertugt, sem fannst látinn í heimahúsi í Kópavogi á sunnudagsmorgun, miðar ágætlega. Enn liggur ekki fyrir með hvaða hætti andlát mannsins bar að, en vinnu tæknideildar lögreglu í málinu er ekki lokið. Sömuleiðis er beðið niðurstöðu krufningar.

Rannsaka mannslát í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mannslát í Kópavogi. Andlátið átti sér stað í þriggja íbúða fjölbýlishúsi á Kársnesi.

Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt

Maðurinn sem fannst látinn í heimahúsi á Kársnesi í Kópavogi í gærmorgun var um fertugt. Ekki er ljóst með hvaða hætti andlátið bar að, en rannsókn málsins er í fullum gangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×