Ekkert verður af áttafréttum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2025 16:46 Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið hefur fallið frá ákvörðuninni um að færa útsendingartíma sjónvarpsfrétta. Til stóð að sjöfréttir yrðu sendar út klukkan átta. Fréttastjóri segir boðaðar breytingar stjórnvalda á auglýsingasölu miðilsins hafi haft áhrif á ákvörðunina. Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í dag tilkynnti fréttastofa Ríkisútvarpsins að fréttir, íþróttir og veður fá nýtt útlit í sjónvarpinu í tilefni af 95 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Þá segir að til skoðunar hafi verið að breyta útsendingartíma sjónvarpsfrétta en fallið hefur verið frá þeim áformum. Í apríl tilkynnti fréttastofa RÚV að fréttatími sjónvarps, sem er núna klukkan sjö, yrði færður til klukkan átta. Sömuleiðis myndu tíufréttir heyra sögunni til. Síðasti sjónvarpsfréttatíminn klukkan tíu var lesinn þann 1. júlí. Seinkun fréttatímans klukkan sjö átti að taka gildi 24. júlí, eftir að EM kvenna í fótbolta lyki. Hins vegar var ákveðið að seinka seinkuninni þar sem ekki hefði tekist að klára nauðsynleg verkefni tengd breytingunni fyrir sumarfrí. „Þetta reyndist stærri og erfiðari ákvörðun innanhúss heldur en við gerðum ráð fyrir þar sem við lentum í smá vandræðum með dagskrársetningu á öðrum tíma,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, í samtali við fréttastofu. Þá hafi einnig spilað inn í óvissa með rekstur Ríkisútvarpsins þar sem stjórnvöld hafi boðað breytingar á auglýsingasölu miðilsins. Staða fjölmiðla á Íslandi hefur verið til umræðu undanfarna mánuði. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hyggst kynna nýjan aðgerðapakka í þágu fjölmiðla í þessari viku sem viðbrögð við aukinni alþjóðlegri samkeppni og tæknibreytingum. „Við endanlega ákváðum að falla frá þessu vegna þess að það er svo mikil óvissa uppi um áhrifin sem þetta myndi hafa á áhorf og öll óvissa er erfið í rekstri. Það var komið á þann tímapunkt að við þyrftum að draga úr þessari óvissu þegar við vorum að plana næsta ár,“ segir Heiðar Örn. Hann áréttar að um endanlega ákvörðun sé að ræða. Hugmyndin hafi verið slegin út af borðinu.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira