Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. desember 2025 18:50 Þarna gætu á næstu árum flutt inn lundar en eins og staðan er í dag liggja í lauginni selir eins og dauðir, að sögn fyrrverandi borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. Skúli Helgason formaður ráðsins kynnti stöðuna á fyrirhuguðum breytingum á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, samhliða öðrum áformum um framtíðaruppbyggingu á sviði íþrótta og menningar, í liðnum fimm ára áætlun borgarinnar, á fundinum. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Hann segir hugmyndir að nýrri selalaug miða að nýrri staðsetningu þar sem núverandi staðsetning þyki ekki vænleg til framtíðar. „Það er mikið grunnvatn þarna undir og ljóst að það yrði örugglega dýrara að reyna að stækka það svæði heldur en að finna nýja staðsetningu. En það hafa ýmsir nefnt góðar hugmyndir eins og lundabyggð og nýjustu áform eru einmitt um það að nýta staðsetningu selalaugarinnar fyrir lundabyggðina. Þannig yrði nýja selalaugin bæði stærri, miklu betri fyrir dýrin, og með mun meira aðdráttarafl en núverandi selalaug hefur verið,“ segir Skúli. Fjármagnið úr sama potti og viðhald leikskóla Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri, gagnrýnir áformin harðlega í Facebookfærslu: „Þetta er ekki grín,“ segir hann. „Auðvitað er alveg óvíst hvað kostnaðurinn verður hár en fjármagnið kemur úr sama potti og viðhald leikskóla.“ Í kaldhæðni segir hann ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á lundaferðir eflaust hæstánægða með nýja samkeppni frá borginni. „Svo ekki sé minnst á selina sem áfram munu liggja eins og dauðir í þessari sundlaug gestum til yndisauka. Ég spyr – má ekki bíða með þetta ævintýri?“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Dýr Fuglar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Skúli Helgason formaður ráðsins kynnti stöðuna á fyrirhuguðum breytingum á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, samhliða öðrum áformum um framtíðaruppbyggingu á sviði íþrótta og menningar, í liðnum fimm ára áætlun borgarinnar, á fundinum. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Hann segir hugmyndir að nýrri selalaug miða að nýrri staðsetningu þar sem núverandi staðsetning þyki ekki vænleg til framtíðar. „Það er mikið grunnvatn þarna undir og ljóst að það yrði örugglega dýrara að reyna að stækka það svæði heldur en að finna nýja staðsetningu. En það hafa ýmsir nefnt góðar hugmyndir eins og lundabyggð og nýjustu áform eru einmitt um það að nýta staðsetningu selalaugarinnar fyrir lundabyggðina. Þannig yrði nýja selalaugin bæði stærri, miklu betri fyrir dýrin, og með mun meira aðdráttarafl en núverandi selalaug hefur verið,“ segir Skúli. Fjármagnið úr sama potti og viðhald leikskóla Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni og fyrrverandi borgarstjóri, gagnrýnir áformin harðlega í Facebookfærslu: „Þetta er ekki grín,“ segir hann. „Auðvitað er alveg óvíst hvað kostnaðurinn verður hár en fjármagnið kemur úr sama potti og viðhald leikskóla.“ Í kaldhæðni segir hann ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á lundaferðir eflaust hæstánægða með nýja samkeppni frá borginni. „Svo ekki sé minnst á selina sem áfram munu liggja eins og dauðir í þessari sundlaug gestum til yndisauka. Ég spyr – má ekki bíða með þetta ævintýri?“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Dýr Fuglar Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira