Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar 2. desember 2025 17:31 „Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
„Vinnumarkaðurinn er að ganga í gegnum miklar breytingar og við höfum ekki efni á framtíð þar sem einn af hverjum fimm fullorðnum er útilokaður einfaldlega vegna þess að vinnustaðir eru ekki hannaðir fyrir fjölbreyttar þarfir,“ segir í ályktun norrænu lesblindusamtakanna en árlegur fundur þeirra var haldinn í Helsinki í Finnlandi fyrir skömmu. Undir þetta rituðu fulltrúar lesblindufélaga Finnlands, Svíþjóðar, Noregs, Íslands og Færeyja en ég sat fundinn fyrir hönd Félags lesblindra á Íslandi. Alþjóðlegt starf er samtökum eins og okkar mikilvægt og erlendis verður maður var við vitundarvakningu þegar kemur að lesblindum og aðstæðum þeirra. Á Norðurlöndunum upplifir um það bil einn af hverjum fimm fullorðnum námsörðugleika eins og lesblindu (dyslexia), reikniröskun (dyscalculia) eða áskoranir sem tengjast athygli, minni eða öðrum hugrænum ferlum. Þessir erfiðleikar hverfa ekki eftir að skólagöngu lýkur. Þeir hafa áhrif á daglegt líf fjölda fólks og hvernig því gengur í samfélaginu. Samt sem áður halda margir fullorðnir áfram án fullnægjandi viðurkenningar eða stuðnings, oft með óþarfa streitu og kvíða. Mikið af þessu mætti koma í veg fyrir þegar ólíkar námsþarfir eru viðurkenndar snemma og opinskátt. Vinnustaður framtíðarinnar Fundurinn í Helsinki var mjög gagnlegur og mikil umræða var um það hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að líta út með tilliti til þeirra sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Vinnustaður sem viðurkennir að námsörðugleikar eru eðlilegur hluti af fjölbreytileika mannsins ætti að vera fyrirmynd annarra. Hann viðurkennir að fullorðnir vinni úr upplýsingum, eiga samskipti og læri á einstaklingsbundinn hátt. Vinnustaður sem er vinsamlegur þeim sem eru með námsörðugleika krefst ekki flókinna gátlista eða íþyngjandi ferla. Þess í stað byggir hann á einfaldri meginreglu: Þegar allir skilja upplýsingar í raun verður vinnan öruggari, greiðari og jafnari. Í ályktun fundarins í Helsinki segir að vinnustaðir geti stutt þetta með því að tryggja að innri samskipti og nauðsynlegar leiðbeiningar, þar á meðal innleiðingarefni, öryggisleiðbeiningar og verklagsreglur, séu aðgengilegar öllum. „Skýrt tungumál og vel uppbyggðar upplýsingar hjálpa starfsmönnum að skilja hvað skiptir máli. Það er einnig gagnlegt að bjóða upp á möguleikann á að hlusta á efni, til dæmis með texta-í-tal lausnum. Hugulsöm samskipti gagnast öllum, ekki aðeins þeim sem eiga við námsörðugleika að stríða,“ segir í ályktuninni. Styrkir vinnustaðamenningu Þar er einnig bent á að það að viðurkenna námsmun styrki einnig vinnustaðamenningu. Þegar starfsmenn finna að fjölbreytt vinnubrögð eru viðurkennd eykst öryggistilfinningin. Öryggi myndar grunninn að sköpunargáfu, lausn vandamála og nýsköpun. Þetta gæti virkað augljóst en það er nauðsynlegt að segja það. Nú má spyrja af hverju þurfi að vekja athygli á þessu máli núna? Jú, vinnulífið er að ganga í gegnum eina mikilvægustu breytingu sína í áratugi. Stafræn umbreyting, sjálfvirkni, flóknar kröfur um skjölun og þörfin fyrir stöðuga endurmenntun setja vaxandi kröfur á alla starfsmenn. Í þessu umhverfi geta óþekktir námsörðugleikar orðið falin hindrun - hindrun sem hefur áhrif á atvinnu, vellíðan og jafnrétti. Á sama tíma er ólík nálgun þegar kemur að námi mikilvæg uppspretta hæfileika og sköpunar. Margir fullorðnir sem glímdu við námsörðugleika skara fram úr í heildrænni hugsun, mynsturgreiningu, sjónrænni rökhugsun, hagnýtri lausn vandamála og nýsköpun sem fer utan ramma hinnar hefðbundnu hugsunar. Ótrúlega margir frumkvöðlar hafa glímt við lesblindu. Þessir styrkleikar eru sífellt verðmætari á nútímavinnustöðum. Til að nýta sér möguleika allra verða vinnustaðir framtíðarinnar að vera skipulagðir þannig að allir geti tekið þátt á jafnréttisforsendum. Höfundur er formaður Félags lesblindra á Íslandi.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun