Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Boði Logason skrifar 2. desember 2025 14:02 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason eiginmaður hennar. Einar Í nýjasta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms ræðir eiginmaður forseta Björn Skúlason opinskátt um lífsstíl, lýðheilsu, karlmennsku og tilgang – og hvernig hans eigin vegferð hefur mótað vilja hans til að vera góð fyrirmynd og nýta nýtt hlutverk sitt til góðs í samfélaginu. Að kveðja fjármálageirann – og fylgja hjartanu Björn hafði komið sér þægilega fyrir í góðu starfi í fjármálageiranum eftir nám í viðskiptafræði þegar hann uppgötvaði að starfið var ekki að næra hann og hann vildi söðla um og læra að vera heilsukokkur í New York. Hann viðurkennir að sem ungur maður hefði hann aldrei þorað að segja upphátt að hann vildi skapa, miðla eða vinna að því að hlúa að öðrum. Þá hélt hann inn í viðskiptafræði og fjármálageirann af því að það þótti „rétta leiðin“ – ekki endilega sú leið sem hjartað kallaði á. Það var fyrst þegar hann kynntist Höllu að hann fann kjark til að horfa inn á við. Hún hvatti hann til að treysta eigin innsæi og viðurkenna fyrir sjálfum sér að raunveruleg köllun hans lá í umönnun, sköpun og fræðslu. Með hvatningu hennar fann hann styrk til að yfirgefa vel launað og þægilegt starf og fylgja innri áttavitanum. Lukka Pálsdóttir, Björn Skúlason og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Björn er gestur í Heilsuhlaðvarpinu.Heilsuhlaðvarpið Ábyrgð í sviðsljósi þjóðarinnar Björn segir að honum sé ljóst að staða hans sem eiginmanns forseta Íslands feli í sér ábyrgð – en líka tækifæri. Hann vilji nota tækifærið til að beina kastljósi að málefnum sem skipta máli, sérstaklega lýðheilsu, forvörnum og raunverulegri fræðslu. Hann bendir á að við höfum að mörgu leyti sætt okkur við hægfara hnignun heilsu. „Við erum svo samdauna og vön því að glíma svo lengi við veikindi að við áttum okkur ekki á því að þetta þarf ekki að vera svona. […] Viltu vera að bæla eitthvað niður með lyfjum í langan tíma? Sum lyf eru nauðsynleg – en mörg tengjast skertum lífsgæðum.“ Frá vegan yfir í carnivore Björn hefur lengi haft áhuga á næringu og áhrifum fæðis á heilsu og líðan. Hann segir frá því hvernig hann hafi gert fjölmargar tilraunir á eigin líkama og líðan og prófað ýmsar gerðir af mataræði. Björn drekkur hvorki gos né kaffi og sneiðir nánast algjörlega frá viðbættum sykri. „Ég segi alltaf: Hefurðu einhvern tímann verið í ástandi þar sem þér leið virkilega vel – líkamlega, andlega og félagslega? Og hvað varstu þá að gera? Fólk er oft of feimið eða hrætt til að prófa sig áfram. Ég prófaði vegan en það gerði ekkert fyrir mig. Ég prófaði líka grænmetisfæði, ketó og svo carnivore – og mér leið raunverulega vel á carnivore. Það er engin ein lausn. Þú verður bara að vera hugrakkur og finna hvað virkar fyrir þig.“ Sér alveg um eldamennskuna á heimilinu Björn segist sjá algjörlega um matseldina á heimilinu - og hafi alltaf gert og fer líka og kaupir í matinn. Halla komi nánast ekki inn í eldhús nema tvisvar á ári þegar hún fær að gera sérréttinn sinn sem eru brúnaðar kartöflur segir Björn og hlær. „...fyrir mig þá er þetta einhver svona sköpun. Ég þarf á þessu að halda. Ég þarf að elda til þess að… af því að ég get ekki málað eða sungið eða teiknað… Bestu tímarnir mínir eru bara á laugardegi klukkan fimm eða fjögur að byrja að elda og gera eitthvað, gera einhvern æðislegan mat. Og líka, mér finnst svo gaman að gleðja fólk með mat.“ Sykraðar venjur, súr veruleiki Í umfjöllun um lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð talar Björn af einlægni um óheillavænlega þróun í mataræði og sykurnotkun þjóðarinnar. Hann segir að daglegt lífsmynstur margra sé orðið að vítahring sem sé erfitt að slíta sig úr án markvissrar fræðslu og stuðnings. Þetta orðar hann skýrt: „Já, sko, ég hef miklar áhyggjur af því hvernig þetta er að þróast, af því að mér finnst þetta orðið svo mikill spírall, eða vítahringur, sem endurtekur sig frá því þú tekur fyrsta bitann á morgnana. Hann er oft hlaðinn kolvetnum, blóðsykurinn rýkur upp, líkaminn bregst við með insúlínskoti, blóðsykur fellur – og fólk verður slappt og fær sér kaffi eða meiri sykur til að ná næsta fixi. […] Þú ert komin í hringrás sem þú ræður ekkert við, og áður en þú veist af ertu endalaust að taka inn hluti sem eiga að gefa orku en gera það ekki.“ Halla var kjörin forseti Íslands 1. júní árið 2024. Vilhelm Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki lengur einkamál hvers og eins heldur samfélagslegt verkefni sem þarfnast samstillts átaks. „Ég held við þurfum að gera sameiginlegt átak þar sem við tökum inn hagaðila sem brenna fyrir þessum málum – og að heilbrigðisyfirvöld og ríkið taki þátt í þeirri umræðu. Ef við horfum tíu, tuttugu eða þrjátíu ár fram í tímann eigum við eftir að sjá mikinn fjölda lífsstílstengdra sjúkdóma sem munu íþyngja heilbrigðiskerfinu gríðarlega. Ef við kippum ekki í og stöðvum núverandi þróun, sem er ekki góð, þá verðum við í miklum vandræðum.“ Hann leggur áherslu á að stærsta einstaka ákvörðunin sem við tökum á hverjum degi og hefur áhrifaríkar afleiðingar á heilsu okkar sé sú sem við tökum þegar við veljum vörur í matvörubúðinni. Þar sé grunninn að góðri heilsu lagður. Þegar hetjur auglýsa megrunarlyf Hann gagnrýnir þróunina í Bandaríkjunum þar sem fyrirmyndir í íþróttaheiminum auglýsa GLP-1- lyf fyrir þyngdarstjórnun. „Ég sá viðtal við Vanessu Williams þar sem hún var að auglýsa eitt af þessum lyfjum. Hún fer í Good Morning America og segir að hún hafi „prófað allt“ – hlaupa, róa, vera atvinnumanneskja í tennis – en ráði ekki við þyngdina. Engum datt hins vegar í hug að spyrja hana: Hvernig er mataræðið þitt? sem er 90% af þessu.“ Björn bendir á að þetta sendi undarleg skilaboð til ungs fólks og almennings, sérstaklega þegar íþróttahetja fer inn í lyfjaauglýsingar. Hann segir mikilvægt að almenningur átti sig á því að prótín- og fiturík máltíð með góðri fitu, eins og avókadó eða dýrafitu, geti veitt mikla seddu og langvarandi orku – án þess að þurfa að treysta eingöngu á lyf. „Ef þú borðar hátt hlutfall prótíns og fitu, sérstaklega góðrar fitu, þá ertu oft ekki svangur næstu sex klukkustundir. Þetta er skilaboð sem má fræða mun betur um – áður en GLP-1 er kynnt sem eina lausnin,“ bætir hann við. Stærra svið – stærri tækifæri Í dag, sem eiginmaður forseta, finnur Björn fyrir enn sterkari köllun. Hann segir að sér þyki bæði heiður og ábyrgð felast í því að fá tækifæri til að styðja við málefni sem skipta máli. „Mig langar að beita röddinni fyrir allt sem eflir heilbrigði – ekki bara líkamlega, heldur félagslega, andlega og tilfinningalega. Og líka fyrir fólkið sem vinnur þögult, hjartahlýtt starf um allt land,“ segir hann. Hann segist vona að með því að stíga fram af einlægni megi hann kasta ljósi á verkefni og fólk sem annars færi undir ratsjánni. Þríþraut, konungar og brúnir skór Samtalið beinist einnig að fyrirmyndum „hinum megin við borðið“ – þeim sem sitja í svipuðum embættum og hann sjálfur. Björn segir frá því að bæði forseti Finnlands og danski konungurinn stundi reglulega þríþraut, sem hann segir hvetjandi dæmi um heilbrigðan lífsstíl á hæsta opinbera stigi. Hann nefnir einnig skemmtilegt atvik úr opinberri heimsókn til Danmerkur – þegar athygli fjölmiðla á Íslandi beindist að brúnu skónum hans. „Mary var forvitin og dálítið hissa yfir því hversu stórt mál þetta varð í fjölmiðlum á Íslandi. Henni fannst samræður okkar hjónanna í heimsókninni ættu að vera fréttnæmara efni en skórnir – en þetta var bara skemmtilegt!” Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti í húsakynnum Fréttastofu Sýnar á kosningakvöldið 1. júní árið 2024.Vilhelm Hugleiðsla, mýkt og ný karlmennska Björn talar opinskátt um mikilvægi mýktar í karlmennsku og hvernig hugleiðsla hefur hjálpað honum að halda fókus og tengjast sjálfum sér. „Sterkur karlmaður er ekki sá sem þegir og herðir sig – heldur sá sem þorir að horfast í augu við eigin tilfinningar,“ segir hann og bætir við að þessi sýn hafi gjörbreytt samskiptum hans og lífsgæðum. Í viðtalinu segir Björn einnig frá áhrifaríkri ferð til Tansaníu þar sem hann tók þátt í verkefni í samstarfi við Kerecis til stuðnings fórnarlömbum brunasára. „Að sjá og finna hvað svona verkefni skipta miklu máli fær mann til að setja hlutina í nýtt samhengi. Það styrkti mig í þeirri trú að ég vilji nota stöðu mína til að hjálpa þar sem ég get.“ Matur Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Heilsa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira
Að kveðja fjármálageirann – og fylgja hjartanu Björn hafði komið sér þægilega fyrir í góðu starfi í fjármálageiranum eftir nám í viðskiptafræði þegar hann uppgötvaði að starfið var ekki að næra hann og hann vildi söðla um og læra að vera heilsukokkur í New York. Hann viðurkennir að sem ungur maður hefði hann aldrei þorað að segja upphátt að hann vildi skapa, miðla eða vinna að því að hlúa að öðrum. Þá hélt hann inn í viðskiptafræði og fjármálageirann af því að það þótti „rétta leiðin“ – ekki endilega sú leið sem hjartað kallaði á. Það var fyrst þegar hann kynntist Höllu að hann fann kjark til að horfa inn á við. Hún hvatti hann til að treysta eigin innsæi og viðurkenna fyrir sjálfum sér að raunveruleg köllun hans lá í umönnun, sköpun og fræðslu. Með hvatningu hennar fann hann styrk til að yfirgefa vel launað og þægilegt starf og fylgja innri áttavitanum. Lukka Pálsdóttir, Björn Skúlason og Jóhanna Vilhjálmsdóttir. Björn er gestur í Heilsuhlaðvarpinu.Heilsuhlaðvarpið Ábyrgð í sviðsljósi þjóðarinnar Björn segir að honum sé ljóst að staða hans sem eiginmanns forseta Íslands feli í sér ábyrgð – en líka tækifæri. Hann vilji nota tækifærið til að beina kastljósi að málefnum sem skipta máli, sérstaklega lýðheilsu, forvörnum og raunverulegri fræðslu. Hann bendir á að við höfum að mörgu leyti sætt okkur við hægfara hnignun heilsu. „Við erum svo samdauna og vön því að glíma svo lengi við veikindi að við áttum okkur ekki á því að þetta þarf ekki að vera svona. […] Viltu vera að bæla eitthvað niður með lyfjum í langan tíma? Sum lyf eru nauðsynleg – en mörg tengjast skertum lífsgæðum.“ Frá vegan yfir í carnivore Björn hefur lengi haft áhuga á næringu og áhrifum fæðis á heilsu og líðan. Hann segir frá því hvernig hann hafi gert fjölmargar tilraunir á eigin líkama og líðan og prófað ýmsar gerðir af mataræði. Björn drekkur hvorki gos né kaffi og sneiðir nánast algjörlega frá viðbættum sykri. „Ég segi alltaf: Hefurðu einhvern tímann verið í ástandi þar sem þér leið virkilega vel – líkamlega, andlega og félagslega? Og hvað varstu þá að gera? Fólk er oft of feimið eða hrætt til að prófa sig áfram. Ég prófaði vegan en það gerði ekkert fyrir mig. Ég prófaði líka grænmetisfæði, ketó og svo carnivore – og mér leið raunverulega vel á carnivore. Það er engin ein lausn. Þú verður bara að vera hugrakkur og finna hvað virkar fyrir þig.“ Sér alveg um eldamennskuna á heimilinu Björn segist sjá algjörlega um matseldina á heimilinu - og hafi alltaf gert og fer líka og kaupir í matinn. Halla komi nánast ekki inn í eldhús nema tvisvar á ári þegar hún fær að gera sérréttinn sinn sem eru brúnaðar kartöflur segir Björn og hlær. „...fyrir mig þá er þetta einhver svona sköpun. Ég þarf á þessu að halda. Ég þarf að elda til þess að… af því að ég get ekki málað eða sungið eða teiknað… Bestu tímarnir mínir eru bara á laugardegi klukkan fimm eða fjögur að byrja að elda og gera eitthvað, gera einhvern æðislegan mat. Og líka, mér finnst svo gaman að gleðja fólk með mat.“ Sykraðar venjur, súr veruleiki Í umfjöllun um lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð talar Björn af einlægni um óheillavænlega þróun í mataræði og sykurnotkun þjóðarinnar. Hann segir að daglegt lífsmynstur margra sé orðið að vítahring sem sé erfitt að slíta sig úr án markvissrar fræðslu og stuðnings. Þetta orðar hann skýrt: „Já, sko, ég hef miklar áhyggjur af því hvernig þetta er að þróast, af því að mér finnst þetta orðið svo mikill spírall, eða vítahringur, sem endurtekur sig frá því þú tekur fyrsta bitann á morgnana. Hann er oft hlaðinn kolvetnum, blóðsykurinn rýkur upp, líkaminn bregst við með insúlínskoti, blóðsykur fellur – og fólk verður slappt og fær sér kaffi eða meiri sykur til að ná næsta fixi. […] Þú ert komin í hringrás sem þú ræður ekkert við, og áður en þú veist af ertu endalaust að taka inn hluti sem eiga að gefa orku en gera það ekki.“ Halla var kjörin forseti Íslands 1. júní árið 2024. Vilhelm Hann leggur áherslu á að þetta sé ekki lengur einkamál hvers og eins heldur samfélagslegt verkefni sem þarfnast samstillts átaks. „Ég held við þurfum að gera sameiginlegt átak þar sem við tökum inn hagaðila sem brenna fyrir þessum málum – og að heilbrigðisyfirvöld og ríkið taki þátt í þeirri umræðu. Ef við horfum tíu, tuttugu eða þrjátíu ár fram í tímann eigum við eftir að sjá mikinn fjölda lífsstílstengdra sjúkdóma sem munu íþyngja heilbrigðiskerfinu gríðarlega. Ef við kippum ekki í og stöðvum núverandi þróun, sem er ekki góð, þá verðum við í miklum vandræðum.“ Hann leggur áherslu á að stærsta einstaka ákvörðunin sem við tökum á hverjum degi og hefur áhrifaríkar afleiðingar á heilsu okkar sé sú sem við tökum þegar við veljum vörur í matvörubúðinni. Þar sé grunninn að góðri heilsu lagður. Þegar hetjur auglýsa megrunarlyf Hann gagnrýnir þróunina í Bandaríkjunum þar sem fyrirmyndir í íþróttaheiminum auglýsa GLP-1- lyf fyrir þyngdarstjórnun. „Ég sá viðtal við Vanessu Williams þar sem hún var að auglýsa eitt af þessum lyfjum. Hún fer í Good Morning America og segir að hún hafi „prófað allt“ – hlaupa, róa, vera atvinnumanneskja í tennis – en ráði ekki við þyngdina. Engum datt hins vegar í hug að spyrja hana: Hvernig er mataræðið þitt? sem er 90% af þessu.“ Björn bendir á að þetta sendi undarleg skilaboð til ungs fólks og almennings, sérstaklega þegar íþróttahetja fer inn í lyfjaauglýsingar. Hann segir mikilvægt að almenningur átti sig á því að prótín- og fiturík máltíð með góðri fitu, eins og avókadó eða dýrafitu, geti veitt mikla seddu og langvarandi orku – án þess að þurfa að treysta eingöngu á lyf. „Ef þú borðar hátt hlutfall prótíns og fitu, sérstaklega góðrar fitu, þá ertu oft ekki svangur næstu sex klukkustundir. Þetta er skilaboð sem má fræða mun betur um – áður en GLP-1 er kynnt sem eina lausnin,“ bætir hann við. Stærra svið – stærri tækifæri Í dag, sem eiginmaður forseta, finnur Björn fyrir enn sterkari köllun. Hann segir að sér þyki bæði heiður og ábyrgð felast í því að fá tækifæri til að styðja við málefni sem skipta máli. „Mig langar að beita röddinni fyrir allt sem eflir heilbrigði – ekki bara líkamlega, heldur félagslega, andlega og tilfinningalega. Og líka fyrir fólkið sem vinnur þögult, hjartahlýtt starf um allt land,“ segir hann. Hann segist vona að með því að stíga fram af einlægni megi hann kasta ljósi á verkefni og fólk sem annars færi undir ratsjánni. Þríþraut, konungar og brúnir skór Samtalið beinist einnig að fyrirmyndum „hinum megin við borðið“ – þeim sem sitja í svipuðum embættum og hann sjálfur. Björn segir frá því að bæði forseti Finnlands og danski konungurinn stundi reglulega þríþraut, sem hann segir hvetjandi dæmi um heilbrigðan lífsstíl á hæsta opinbera stigi. Hann nefnir einnig skemmtilegt atvik úr opinberri heimsókn til Danmerkur – þegar athygli fjölmiðla á Íslandi beindist að brúnu skónum hans. „Mary var forvitin og dálítið hissa yfir því hversu stórt mál þetta varð í fjölmiðlum á Íslandi. Henni fannst samræður okkar hjónanna í heimsókninni ættu að vera fréttnæmara efni en skórnir – en þetta var bara skemmtilegt!” Björn Skúlason og Halla Tómasdóttir forseti í húsakynnum Fréttastofu Sýnar á kosningakvöldið 1. júní árið 2024.Vilhelm Hugleiðsla, mýkt og ný karlmennska Björn talar opinskátt um mikilvægi mýktar í karlmennsku og hvernig hugleiðsla hefur hjálpað honum að halda fókus og tengjast sjálfum sér. „Sterkur karlmaður er ekki sá sem þegir og herðir sig – heldur sá sem þorir að horfast í augu við eigin tilfinningar,“ segir hann og bætir við að þessi sýn hafi gjörbreytt samskiptum hans og lífsgæðum. Í viðtalinu segir Björn einnig frá áhrifaríkri ferð til Tansaníu þar sem hann tók þátt í verkefni í samstarfi við Kerecis til stuðnings fórnarlömbum brunasára. „Að sjá og finna hvað svona verkefni skipta miklu máli fær mann til að setja hlutina í nýtt samhengi. Það styrkti mig í þeirri trú að ég vilji nota stöðu mína til að hjálpa þar sem ég get.“
Matur Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Heilsa Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Sjá meira