Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir og Emma Kjartansdóttir skrifa 2. desember 2025 07:31 Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun