Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir og Emma Kjartansdóttir skrifa 2. desember 2025 07:31 Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á Íslandi hefur verið fyrirferðamikil í íslensku efnahagslífi í meira en áratug og hefur vaxið úr 3,5% í landsframleiðslu árið 2010 þegar Inspired by Iceland herferðinni var hleypt af stokkunum hjá Íslandsstofu í 8,1% í fyrra. Í heimsfaraldrinum féll hluturinn niður í 3,1%. Við vitum því hvernig efnahagur okkar lítur út án ferðaþjónustu – velferð samfélagsins er undir, því hlutdeildar tölurnar í landsframleiðslu segja ekki alla söguna þar sem ferðaþjónustan stendur undir um það bil 32% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Þrjátíu þúsund manns starfa í íslenskri ferðaþjónustu og skatttekjurnar eingöngu standa undir meira en helming af dýrasta útgjaldalið þjóðarinnar, heilbrigðiskerfinu. Ferðaþjónustan er sem betur fer kominn til að vera. En við þurfum að hlúa að henni og móta stefnu sem virkar fyrir okkur sem hér búa jafnt sem þá sem sækja okkur heim. Samvirkni skemmtiferðaskipa og íslenskrar ímyndar mun vaxa Skemmtiferðaskipageirinn þjónar þeim markmiðum íslenskra stjórnvalda og ferðaþjónustunnar mjög vel. Framtíðarsýn útgerða skemmtiferðaskipanna byggir á markmiðum um núllosun gróðurhúsalofttegunda eftir 25 ár. Cruise Lines International Association (CLIA) stefna að 40% samdrætti í losun árið 2030 miðað við árið 2008 og það er útlit fyrir að þessi markmið náist með aukinni notkun á grænni orkugjöfum, landtengingum og almennri tækniþróun sem dregur úr orkuneyslu skipanna. Skemmtiferðaskipin hafa undanfarin ár verið eini geirinn sem nær að draga úr losun á sama tíma og eftirspurn eftir siglingum eykst. Þetta passar vel markmiðum sem stjórnvöld hafa skuldbundið Ísland til að ná; 50-55% samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda árið 2035 miðað við árið 2005 í geirum sem eru skilgreindir í reglugerð um samfélagslosun. Núllosun í landhelgi í fyrsta skiptið síðan á skútuöld? Sá möguleiki er meira að segja fyrir hendi að Ísland verði fyrsta landið á heimsvísu þar sem skemmtiferðaskip kemur í heimsókn algjörlega án losunar gróðurhúsalofttegunda í íslenskri landhelgi. Það er nefnilega allt til staðar, skip sem getur siglt undir rafmagni að höfn, tengst landtengingu við rafmagn og jafnvel hitaveitu, og siglt aftur út úr landhelgi á rafmagni. Slík ferð ætti möguleika á að losa engar gróðurhúsalofttegundir í landhelginni og þyrfti að leita aftur til skútualdar eftir slíkum samanburði. Það er styttra í þetta en margan grunar og svona ferðaþjónusta passar vel hreinni ímynd og náttúru Íslands og yrði að auki leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu í skipulagi sem þjónar álagsmarkmiðum sveitarfélaga á landsbyggðinni. Það er margt sem hægt er að læra af fyrirkomulagi ferðaþjónustu skemmtiferðaskipanna og við sjáum nú þegar ávinningin fyrir samfélagið af komu þeirra í því sem kallað hefur verið öflugasta byggðastefna landsins. Skipin heimsækja nefnilega sannanlega yfir þrjátíu áfangastaði á Íslandi öllu og rannsóknir hafa sýnt að neysla ferðamanna af skipunum getur verið mjög há. Það er framtíðarsýn okkar hjá Cruise Iceland að Ísland verði leiðarljósið í ferðaþjónustu 21. aldarinnar, með sjálfbærni, álagsstýringu og samfélagssátt skemmtiferðaskipanna sem grunn undirstöður ferðaþjónustunnar. Við erum þegar vel á veg kominn – það eina sem vantar er að seglum sé hagað eftir vindi svo áfangastaðnum verði náð á réttum tíma. Við látum ekki okkar eftir liggja og munum byggja vinnu okkar á því góða samstarfi með hagaðilum á Íslandi sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Unnur Elva Arnardóttir, formaður stjórnar Cruise IcelandEmma Kjartansdóttir, varaformaður stjórnar Cruise Iceland
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun